Rafrænar undirskriftir eru öruggari en handskrifaðar

Fréttir af fölsuðum undirskriftum á meðmælalistum stjórnmálaflokkana í aðdraganga þingkosninganna hljóta að vekja ráðamenn til umhugsunar um gildandi fyrirkomulag. Núverandi reglur eru úreltar, því með notkun rafrænna undirskrifta í stað handskrifaðra væri uppruni undirskriftana augljós og mun erfiðara væri — og eiginlega útilokað — að falsa undirskriftir á meðmælalistum.

Líklega er ekkert land betur undir það búið tæknilega, að breyta gildandi reglum. Rafrænar undirskriftir eru í gríðarlegri sókn og á þessu ári einu hafa þær ríflega fimmfaldast hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum, sem eru í viðskiptum við Advania. Þessir aðilar hafa stuðst við hugbúnað frá Advania sem kallast Signet, en hann er hægt að laga að þörfum hvers og eins — til dæmis banka sem vill að viðskiptavinur skrifi rafrænt undir lánasamninga eða opinberrar stofnunar sem vill rafræna undirskrift á umsókn um löggildingu á heimagistingu svo dæmi séu nefnd.

Hagræðið sem almenningur hefur af þessari þróun er ótvírætt, enda þarf fólk ekki lengur að mæta á tiltekinn stað til að undirrita skjöl — oft á miðjum vinnudegi eða langt frá heimili sínu. Nú getur fólk einfaldlega afgreitt málin með símtækinu sínu eða tölvu, ef þjónustuaðillinn er nægilega nútímalegur. Í mörgum tilvikum geta fyrirtæki ákveðið sjálf að skipta handskrifuðum undirritunum út fyirr rafrænar, en í öðrum tilvikum þarf löggjafinn að vakna til lífsins og breyta gildandi reglum. T.d. geta fasteignasalar ekki nýtt sér tæknina, þar sem þinglýsingalög heimila ekki slíkt. Það er tímabært að breyta þeim, til hægðarauka fyrir fólk sem vill þinglýsa skjölum með nútímalegum og öruggum hætti. Það sama ætti að sjálfsögðu að gilda um meðmælalista stjórnmálaflokka í aðdraganda kosninga.

Like what you read? Give Ægir Már Þórisson a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.