Segir val á vefumsjónarkerfi eitthvað um forsetaframbjóðendur 2016?

By WorldIslandInfo.com — Icelandic flags, Videy, CC BY 2.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=3456364

Ég er búinn að vera búa til vefsíður í 20 ár. Þegar ég var 13 ára og við bjuggum í Danmörku fór ég í bókabílinn og fékk lánaða bók til að læra HTML. Ég lærði líka helling af því að rýna í HTML kóðann á hinum ýmsu vefsíðum sem ég rakst á. Það var gaman að sjá hvernig aðrir gerðu kúl hluti með <marquee>, <blink> og <table> 😉

Ég byrjaði að handsmíða vefsíður í textaritli, en núna eru til ýmis tól og vefumsjónarkerfi sem hjálpa manni að búa til töluvert flóknari vefi en voru í gangi á síðustu öld. Mér finnst oft fróðlegt að skoða hvað fólk er að nota til að keyra sínar vefsíður, þannig að ég er ennþá að rýna í HTML kóðann á hinum ýmsu vefsíðum sem ég rekst á.

Ég var aðeins að skoða vefsíður hjá forsetaframbjóðendunum og fannst áhugavert að kanna hvaða vefumsjónarkerfi þeir voru að nota.

Andri Snær Magnason

Vefslóð: http://andrisnaer.is/2016/
Vefumsjónarkerfi: WordPress


Ástþór Magnússon

Vefslóð: http://forsetakosningar.is/
Vefumsjónarkerfi:
WordPress

Það var áhugavert að sjá að þetta var eina vefsíðan sem var ekki snjallsímavæn — en það er klárlega major 🔑 árið 2016 að vefurinn þinn komi vel út í snjallsímum.


Davíð Oddsson

Vefslóð: http://xdavid.is/
Vefumsjónarkerfi:
Wix


Elísabet Kristín Jökulsdóttir

Vefslóð: https://www.facebook.com/ElisabetKristinJokuls/
Vefumsjónarkerfi:
Facebook


Guðni Th. Jóhannesson

Vefslóð: http://gudnith.is/is/front-page/
Vefumsjónarkerfi:
WordPress


Guðrún Margrét Pálsdóttir

Vefslóð: http://gudrunmargret.is/
Vefumsjónarkerfi:
Aron frá Davíð og Golíat


Halla Tómasdóttir

Vefslóð: http://halla2016.is/
Vefumsjónarkerfi:
WordPressSturla Jónsson

Vefslóð: http://sturlajonsson.is/
Vefumsjónarkerfi/Framework:
Bootstrap


Svona skiptist þetta

WordPress: 4 (44,44%)
Facebook: 2 (22,22%)
Bootstrap: 1 (11,11%)
Wix: 1 (11,11%)
Aron: 1 (11,11%)

Það kemur ekki á óvart að 44,44% af forsetaframbjóðendunum notuðu WordPress til að keyra sína vefsíðu. WordPress er stærsta vefumsjónarkerfið í heiminum og meira en 25% af öllum vefsíðum nota WordPress.

Árangur í starfi

Samkvæmt einni rannsókn er hægt að áætla árangur þinn í starfi út frá því hvaða vafra þú notar. Ætli val á vefumsjónarkerfi segi eitthvað um fólk? 😉


Bónus eftirtekt: 2 vefir (gudrunmargret.is & sturlajonsson.is) eru ekki með rétta uppsetningu varðandi “www & non-www” útgáfu af léninu sínu (sem myndi hjálpa þeim m.a. með leitarvélabestun).

Takk fyrir að lesa 😄🙏

Like what you read? Give Hannes Johnson a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.