Hvernig skal sigra skráningarhátíð

Góðgerðarfélög Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á FIT & RUN Expo 2016

Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka verður með gjörbreyttu sniði en fyrri ár. Umsjón hátíðarinnar er í höndum Vista Expo og mun bera nafnið FIT & RUN Expo.

FIT & RUN verður stórsýning þar sem fyrirtæki og söluaðilar verða með hlaupatengdar vörur og þjónustu til sýninga og sölu á tilboðsverðum. Sýningin verður opinn öllum, óháð því hvort um er að ræða þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eða ekki. Þetta er nýjung frá fyrri árum og gefur fyrirheit um veglega fjölgun gesta. Í þessu felst tækifæri fyrir góðgerðarfélögin sem hyggja á að ná inn einhverjum krónum á síðustu metrum söfnunarinnar.

Til þess að grípa tækifærin leggjum við til að eftirfarandi verði haft í huga:

Þau góðgerðarfélög sem að taka þátt í FIT & RUN hafa bækistöðvar í litlum básum merktir D-1 til D-25 á myndinni hér til hliðar.

Nú er hægt að heita á þátttakendur Hlaupastyrks með SMS skilaboðum og með Kass. Möguleg útfærsla til þess að nýta þetta væri að fulltrúi góðgerðarfélags stæði reiðubúinn með spjaldtölvu þar sem gestir sýningarinnar gætu heitið á hlaupara þess félags.

Dæmi:

Fulltrúi góðgerðarfélagsins Hjálparaðstoð stoppar Jón og spyr hann hvort hann sé búinn að kynna sér alla þá frábæru hlaupara sem hlaupa fyrir Hjálparaðstoð og leggja þannig félaginu lið við kaupa jólagjafir fyrir 1000 fátæk börn á ári.

Jón svarar neitandi

Fulltrúinn réttir Jóni spjaldtölvuna og bendir honum á að kynna sér frásagnir þeirra dugnaðarforka sem ætla að hlaupa fyrir félagið og endilega hvetja þann sem honum lýst best á áfram með litlu framlagi.

Að lokum væri hægt að benda á að með Kass gæti áheiti þitt tvöfaldast.

Kveðja,
Íslandsbanki

Like what you read? Give Hlaupastyrkur a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.