Franska styrjöldin

Ég kalla hana „Guðs náð“

Jean trúði ekki eigin augum. Ekki aðeins hafði Franc stolið hugmyndinni hans um málverk sem sýndi Guð skilja að tvær stríðandi fylkingar íklæddur engu nema lendarskýlu á meðan spjótin rákust gegnum hann báðum megin frá, heldur hafði hann meira að segja gerst svo djarfur að stelast titlinum líka. Franc hélt áfram yfir dynjandi lófaklappi blaðamannanna sem fylgdust með.

Ég trúi því staðfastlega að þetta verk sé það fullkomnasta, og frumlegasta, sem ég hef skapað. Takið eftir því hvernig Guð er íklæddur engu nema lendarskýlu á miðjum stríðsvellinum. Það er tær snilld.

Jean gat ekki meir. Hvernig átti hann að geta setið undir þessu? Blaðamennirnir, safnararnir og listgagnrýnendurnir lápu þetta allt upp úr lófa hans á meðan hann einn vissi sannleikann!

LYGAR!

Æpti Jean upp fyrir sig og tók á rás í átt að sviðinu.

LYGAR SEGI ÉG! ÞÚ HEFUR STOLIÐ MEISTARAVERKI MÍNU!

Á leið sinni upp sviðið greip hann fornt spjót úr armi skrautbrynju. Franc virtist vart bregða og greip sjálfur til spjóts. En rétt áður en þeim laust saman birtist Guð þeirra í milli íklæddur lendarskýlu, og var samstundis rekinn í gegn.

-se

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.