Fyrir nokkru síðan hóf ég samstarf með fyrirtæki sem fjárfestir mikið í nýsköpun. Þetta tiltekna fyrirtæki var með hugmynd að vöru sem þau vildu þróa. Hugmyndin var að byltingarkenndri vöru sem átti að einfalda líf og störf viðskiptavina þeirra, og spara mikinn tíma og peninga.

Teymið sem var að þróa þessa vöru var mjög metnaðargjarnt og þau vildu setja notendur í fyrsta sæti, en þau vissu ekki alveg hvernig ætti að gera það.

Þá kom hönnunarhugsun sterk inn!

Image for post
Image for post
Hönnunarhugsun snýst um að víkka sjóndeildarhringinn og taka ákvarðanir byggðar á þörfum og væntingum notenda.

Hönnunarhugsun er hugarfar og ferli til þess að þróa vörur, þjónustur og upplifanir.

Í hönnunarhugsun er lykilatriði að sýna auðmýkt og samkennd með notendum. Hafa þeirra upplifun alltaf í huga. Hlusta á notendur og bregðast við. Hönnunarhugsun er ferli sem leggur áherslu á lærdóm og endurgjöf með því að afla upplýsinga og setja hluti í nýtt samhengi og minnkar þ.a.l. …


Oft er gerð krafa um að hugbúnaður, vefsíður, öpp og aðrar stafrænar lausnir séu notendavænar. En hvað þýðir að eitthvað sé notendavænt?

Mér finnst þetta vera krafa sem er oft hent út í loftið og ekkert gert til að skilja nánar hvað þetta þýðir. Notendavæn lausn er miðuð að þörfum og væntingum endanotenda. En hverjar eru þarfirnar og væntingarnar?

Image for post
Image for post
Hvað þýðir að stafræn lausn sé notendavæn? Mynd: ROBIN WORRALL

Síðastliðið ár hef ég stýrt notendarannsóknum hjá allskonar fyrirtækjum og stofnunum s.s. fjármálafyrirtækjum, byggingavöruverslunum, álverum, lífeyrisjóðum, ferðaþjónustu og matvælavinnslu. Ég hef lært ótal margt og kynnst frábæru fólki. …


Notendarannsóknir er samansafn margskonar aðferða til að afla þekkingar um notendur og þeirra upplifun og áskoranir. Markmið notendarannsókna er að kynnast notendum betur og öðlast skilning á hvað virkar fyrir þau og hvað ekki.

Notendarannsóknir snúast að miklu leyti um að tala við fólk, m.a. í formi notendaviðtala. Aftur á móti er það alls ekki nóg að spjalla bara við notendur og spyrja þau hvað þau vilja og setja það sem þau biðja um á kröfulistann.

Notendarannsóknir snúast um að komast að því hvað notendur þurfa að gera hverju sinni, hvaða verkefni þau eru að reyna að leysa. Því miður eru notendarannsóknir oft vanmetnar og teknar út úr verkefnaáætlunum. Ástæðurnar eru m.a. að fólk telur notendarannsóknir vera tilgangslaus samtöl sem muni ekki skila neinu virði. …


Að taka þátt í hönnunarspretti og fylgja ferlinu fyllir sprettsteymi eldmóði. Hönnunarsprettir leiða teymi í gegnum áskoranir með því að skapa vettvang til að skilja vandamálið, hugsa út fyrir kassann og finna nýjar nálganir í sameiningu. Ferlið valdeflið fólkið í teyminu, opnar augu þeirra og hjálpar þeim að skilja hverjir endanotendurnir eru. Loks leiðir þetta til þess að sprettsteymið skapar réttu lausnina til að leysa vandamálið.

En hvað gerist eftir hönnunarsprett? Hvernig er hægt viðhalda eldmóðinum og halda vinnunni áfram að loknum hönnunarsprett?

Mundu eftir markmiðunum!

Það skiptir miklu máli að gleyma aldrei hvert markmiðið er. Í hönnunarspretti eru sett markmið. Bæði í formi árangursmælikvarða (e. success metrics) sem og í formi notendamarkmiða. Að hafa þessi markmið alltaf sýnileg og að taka þau upp reglulega með teyminu, minnir teymið á af hverju það er að gera það sem það er að gera og fyrir hvern. …


Hönnunarsprettir (e. Design Sprints) eru vinsæl aðferð þar sem hönnunarhugsun (e. Design Thinking) er beitt til að snúa vandamálum yfir í tækifæri og ramma viðfangsefni inn með upplifun og þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Á meðan á hönnunarspretti stendur, koma mismunandi aðilar með mismunandi færni og þekkingu saman og vinna með hagkvæmni og hraða að leiðarljósi.

Lykilþættirnir til að ná árangri með hönnunarsprettum er að mynda rétta stærð af teymi sem samanstendur af fjölbreyttum einstaklingum. Einnig er mikilvægt að skapa traust vinnurými án truflana og undirbúa bæði sprettinn og þátttakendur vel áður en hafist er handa.

Stærð hóps og fjölbreyttir þátttakendur

Stærð hópsins sem tekur þátt í hönnunarsprett er ótrúlega mikilvæg. Hópurinn má hvorki vera of lítill né of stór. Ef hópurinn er of lítill getur verið að hópurinn endurspegli breiddina á fyrirtækinu ekki nógu vel. Ef hópurinn er of stór, getur verið erfitt að lóðsa sprettinn og halda settri dagskrá. …


Hönnunarsprettir er aðferð sem við hjá Kolibri notum gjarnan í nýsköpun og þróun stafrænna lausna. Í stað þess að hlaupa af stað og byrja strax að vinna í lausnum, leggjum við áherslu á að minnka óvissu strax í byrjun verkefna og sannreyna hugmyndir með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, með hraða og hagkvæmni í fyrirrúmi.

Til þess að ná þessu fram, notum við hönnunarspretti til að ramma inn vandamál, snúa þeim yfir í tækifæri og setja fókusinn á þarfir og upplifun notenda. …


Explaining Design Thinking and Digital Business to clients and stakeholders can be very complicated. Convincing them to take a different, and often a more modern path towards design and development of digital products can be hard to put into words. We know it is the right thing to do, but how can we explain the value of Design Thinking in a concise manner for clients?

Image for post
Image for post
Design Thinking is a five-step iterative process consisting of Empathize, Define, Ideate, Prototype, and Test.

There are a few elements that can help stakeholders and clients understand why Design Thinking is important. Discussing these elements, preferably with examples and perhaps even quotes from users, really help with understanding the concept.

  1. Design solves complex problems. Products are systems of work and there needs to be consistency in how they are designed. The focus should be on the whole interface, the whole package rather than single interfaces. …


Það myndi seint teljast til góðra viðskiptahátta að stofna fyrirtæki án þess að skoða markaðinn fyrst, gera fjárhagsáætlun og í rauninni hafa enga vitneskju um grundvöll rekstursins.

Að sama skapi yrði það seint talið til góðra vinnubragða að ráða nýjan starfskraft án þess að framkvæma atvinnuviðtöl eða skoða ferilskrá viðkomandi.

Framangreind dæmi eru ekki góð og ábyrg vinnubrögð eða viðskiptahættir og myndu fæstir stjórnendur láta nappa sig við slíka framkomu. Það hefur þó hins vegar borið á því að þegar kemur að því að horfa fram á veginn í þróun á stafrænum lausnum, þá er það iðulega látið liggja milli hluta að framkvæma áreiðanleikakannanir, þarfagreiningar og aðrar rannsóknir til að kanna grundvöll vöru eða þjónustu sem á að þróa. …


and How To Avoid Them…

Below are some of the pitfalls I’ve experienced first hand, and some of the misconceptions people have towards UX research and user testing. If you can relate to any of these pitfalls, I hope you can adopt some of the tips I have for each one, and that they’ll help persuade stakeholders, as well as team members, to invest and even get excited about UX research and user testing.

Costs and time

“UX research and user testing is very expensive and time consuming. Testing needs to be done in a formal setting like a laboratory right? So that must cost a fortune.”

This is one of the most common misconceptions I’ve come across. However there are multiple UX research and user testing methods you can do on the fly that take maybe half a day or even less, like Guerrilla user testing. Also, testing or interviewing users you know personally and you find easy to reach (convenience sample) is something that is totally normal and even common in the business. So asking a relative or a friend for feedback on something you are creating, is better than getting no feedback at all. You can also test on co-workers or team members, but preferably you should try to reach co-workers that are not involved with the project like yourself. …


Make your UX Research More Effective

What is UX Research?

UX research is all about understanding users. Understanding their behaviour, their context, their needs, and their motivations. It’s about gaining a deeper understanding of users and the business as well. UX Research consists of gathering data, analysing it, presenting the findings in a concise and visual manner, and acting on the results; that is proposing appropriate changes and following up on them.

Image for post
Image for post
Some UX research is better than none — Photo by Štefan Štefančík

It’s always better to do some research rather than none. Without the research, without testing and getting feedback, we are basically guessing. We’re guessing what the users need and feel. Therefore UX research is very important. However, it’s not only about doing the UX research. It’s so much more than that. …

About

Anna Signý

UX Researcher + Service Designer @ Kolibri. Design Thinking and Digital Innovation enthusiast. Lover of hot sauce, online shopping and great coffee.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store