Fyrir nokkru síðan hóf ég samstarf með fyrirtæki sem fjárfestir mikið í nýsköpun. Þetta tiltekna fyrirtæki var með hugmynd að vöru sem þau vildu þróa. Hugmyndin var að byltingarkenndri vöru sem átti að einfalda líf og störf viðskiptavina þeirra, og spara mikinn tíma og peninga.

Teymið sem var að þróa þessa vöru var mjög metnaðargjarnt og þau vildu setja notendur í fyrsta sæti, en þau vissu ekki alveg hvernig ætti að gera það.

Þá kom hönnunarhugsun sterk inn!

Image for post
Image for post
Hönnunarhugsun snýst um að víkka sjóndeildarhringinn og taka ákvarðanir byggðar á þörfum og væntingum notenda.

Hönnunarhugsun er hugarfar og ferli til þess að þróa vörur, þjónustur og upplifanir.

Í hönnunarhugsun er lykilatriði að sýna auðmýkt og samkennd með notendum. Hafa þeirra upplifun alltaf í huga. Hlusta á notendur og bregðast við. Hönnunarhugsun er ferli sem leggur áherslu á lærdóm og endurgjöf með því að afla upplýsinga og setja hluti í nýtt samhengi og minnkar þ.a.l. …


Oft er gerð krafa um að hugbúnaður, vefsíður, öpp og aðrar stafrænar lausnir séu notendavænar. En hvað þýðir að eitthvað sé notendavænt?

Mér finnst þetta vera krafa sem er oft hent út í loftið og ekkert gert til að skilja nánar hvað þetta þýðir. Notendavæn lausn er miðuð að þörfum og væntingum endanotenda. En hverjar eru þarfirnar og væntingarnar?

Image for post
Image for post
Hvað þýðir að stafræn lausn sé notendavæn? Mynd: ROBIN WORRALL

Síðastliðið ár hef ég stýrt notendarannsóknum hjá allskonar fyrirtækjum og stofnunum s.s. …


Notendarannsóknir er samansafn margskonar aðferða til að afla þekkingar um notendur og þeirra upplifun og áskoranir. Markmið notendarannsókna er að kynnast notendum betur og öðlast skilning á hvað virkar fyrir þau og hvað ekki.

Notendarannsóknir snúast að miklu leyti um að tala við fólk, m.a. í formi notendaviðtala. Aftur á móti er það alls ekki nóg að spjalla bara við notendur og spyrja þau hvað þau vilja og setja það sem þau biðja um á kröfulistann.

Notendarannsóknir snúast um að komast að því hvað notendur þurfa að gera hverju sinni, hvaða verkefni þau eru að reyna að leysa. Því miður eru notendarannsóknir oft vanmetnar og teknar út úr verkefnaáætlunum. Ástæðurnar eru m.a. að fólk telur notendarannsóknir vera tilgangslaus samtöl sem muni ekki skila neinu virði. …

About

Anna Signý

UX Researcher + Service Designer @ Kolibri. Design Thinking and Digital Innovation enthusiast. Lover of hot sauce, online shopping and great coffee.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store