Íslensku vefverðlaunin 2020

Íslensku vefverðlaunin 2020 voru haldin hátíðleg rafrænt í kvöld 26. mars 2021, en sl. föstudag voru topp 5 verkefnin í hverjum flokki opinberuð. Við hjá Kolibri hlutum fjórar tilnefningar í fjórum flokkum og fengum tvö verðlaun fyrir verkefni sem við erum einstaklega stolt af. Alltaf gaman að fá tilnefningar, en hvað þá að hreppa verðlaun.

Stafræn réttarvörslugátt var tilnefnd í flokknum Vefkerfi ársins

Þróunarteymi frá Kolibri hefur unnið að Stafrænni réttarvörslugátt í samstarfi við Dómsmálaráðuneytið síðan á vormánuðum 2020. Réttarvörslugátt er stafrænn farvegur fyrir örugga og hraða miðlun á gögnum og upplýsingum milli aðila í íslenska réttarvörslukerfinu. …


Árið 2020 var viðburðaríkt hjá Kolibri. Eins og hjá mörgum öðrum varð mikið umrót þegar heimsfaraldurinn skall á. Ferðaþjónustufyrirtæki frestuðu fjárfestingum og við unnum flest að heiman stóran hluta ársins. Í lok árs stöndum við þó styrkum fótum og höfum unnið stóra sigra með viðskiptavinum okkar á sviði stafrænnar þjónustuupplifunar.

Verkefni Kolibri hafa öll beina og óbeina skírskotun til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, en Kolibri hefur þau að leiðarljósi í stefnu, ákvörðunum og framkvæmd.

Brot af verkefnum Kolibri 2020

Við hönnuðum og þróuðum í teymum

Þróunarteymi frá Kolibri hefur unnið að Stafrænni réttarvörslugátt í samstarfi við Dómsmálaráðuneytið síðan á vormánuðum 2020. Réttarvörslugátt er stafrænn farvegur fyrir örugga og hraða miðlun á gögnum…


Hönnunarhugsun snýst mikið um samvinnu (e. collaboration). Fyrir heimsfaraldur þótti það sjálfsagt að öll þessi vinna færi fram í raunheimum. Eins og í hönnunarspretti til dæmis, þá kemur hópur ólíkra einstaklinga saman í sama rýminu í nokkra daga í senn til að finna skapandi lausnir við vandamálum notenda.


Villi, Embla, Frilli og Aron
Villi, Embla, Frilli og Aron
Hin fjögur fræknu; Villi, Embla, Frilli og Aron

Við höfum bætt á okkur blómum síðustu mánuði. Í kjölfar nýrra áskorana ákváðum við að styrkja flotta hópinn okkar enn frekar með nýjum ráðningum.

Að finna rétta fólkið er áskorun í sjálfu sér. Það krefst ekki einungis þess að finna rétta sérfræðinginn sem kann það sem óskað er eftir — það er einfalt. Það þarf líka að finna réttu týpuna sem passar inn í hópinn sem er fyrir.

Við hjá Kolibri vinnum nefnilega náið saman með hvort öðru og okkar viðskiptavinum. Við stillum upp teymum sem vinna saman að áhrifaríkustu lausnunum, viðskiptavinum okkar og notendum þeirra til hagsbóta.


Fyrir nokkru síðan hóf ég samstarf með fyrirtæki sem fjárfestir mikið í nýsköpun. Þetta tiltekna fyrirtæki var með hugmynd að vöru sem þau vildu þróa. Hugmyndin var að byltingarkenndri vöru sem átti að einfalda líf og störf viðskiptavina þeirra, og spara mikinn tíma og peninga.

Teymið sem var að þróa þessa vöru var mjög metnaðargjarnt og þau vildu setja notendur í fyrsta sæti, en þau vissu ekki alveg hvernig ætti að gera það.

Þá kom hönnunarhugsun sterk inn!

Hönnunarhugsun snýst um að víkka sjóndeildarhringinn og taka ákvarðanir byggðar á þörfum og væntingum notenda.

Hönnunarhugsun er hugarfar og ferli til þess að þróa vörur, þjónustur og upplifanir.

Í hönnunarhugsun er lykilatriði að sýna auðmýkt og samkennd…


Oft er gerð krafa um að hugbúnaður, vefsíður, öpp og aðrar stafrænar lausnir séu notendavænar. En hvað þýðir að eitthvað sé notendavænt?

Mér finnst þetta vera krafa sem er oft hent út í loftið og ekkert gert til að skilja nánar hvað þetta þýðir. Notendavæn lausn er miðuð að þörfum og væntingum endanotenda. En hverjar eru þarfirnar og væntingarnar?

Hvað þýðir að stafræn lausn sé notendavæn? Mynd: ROBIN WORRALL

Síðastliðið ár hef ég stýrt notendarannsóknum hjá allskonar fyrirtækjum og stofnunum s.s. fjármálafyrirtækjum, byggingavöruverslunum, álverum, lífeyrisjóðum, ferðaþjónustu og matvælavinnslu. Ég hef lært ótal margt og kynnst frábæru fólki. …


Notendarannsóknir er samansafn margskonar aðferða til að afla þekkingar um notendur og þeirra upplifun og áskoranir. Markmið notendarannsókna er að kynnast notendum betur og öðlast skilning á hvað virkar fyrir þau og hvað ekki.

Notendarannsóknir snúast að miklu leyti um að tala við fólk, m.a. í formi notendaviðtala. Aftur á móti er það alls ekki nóg að spjalla bara við notendur og spyrja þau hvað þau vilja og setja það sem þau biðja um á kröfulistann.

Notendarannsóknir snúast um að komast að því hvað notendur þurfa að gera hverju sinni, hvaða verkefni þau eru að reyna að leysa. Því miður…


Að taka þátt í hönnunarspretti og fylgja ferlinu fyllir sprettsteymi eldmóði. Hönnunarsprettir leiða teymi í gegnum áskoranir með því að skapa vettvang til að skilja vandamálið, hugsa út fyrir kassann og finna nýjar nálganir í sameiningu. Ferlið valdeflið fólkið í teyminu, opnar augu þeirra og hjálpar þeim að skilja hverjir endanotendurnir eru. Loks leiðir þetta til þess að sprettsteymið skapar réttu lausnina til að leysa vandamálið.

En hvað gerist eftir hönnunarsprett? Hvernig er hægt viðhalda eldmóðinum og halda vinnunni áfram að loknum hönnunarsprett?

Mundu eftir markmiðunum!

Það skiptir miklu máli að gleyma aldrei hvert markmiðið er. Í hönnunarspretti eru sett markmið. Bæði í…


Hönnunarsprettir (e. Design Sprints) eru vinsæl aðferð þar sem hönnunarhugsun (e. Design Thinking) er beitt til að snúa vandamálum yfir í tækifæri og ramma viðfangsefni inn með upplifun og þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Á meðan á hönnunarspretti stendur, koma mismunandi aðilar með mismunandi færni og þekkingu saman og vinna með hagkvæmni og hraða að leiðarljósi.

Lykilþættirnir til að ná árangri með hönnunarsprettum er að mynda rétta stærð af teymi sem samanstendur af fjölbreyttum einstaklingum. Einnig er mikilvægt að skapa traust vinnurými án truflana og undirbúa bæði sprettinn og þátttakendur vel áður en hafist er handa.

Stærð hóps og fjölbreyttir þátttakendur

Stærð hópsins sem tekur þátt…


Hönnunarsprettir er aðferð sem við hjá Kolibri notum gjarnan í nýsköpun og þróun stafrænna lausna. Í stað þess að hlaupa af stað og byrja strax að vinna í lausnum, leggjum við áherslu á að minnka óvissu strax í byrjun verkefna og sannreyna hugmyndir með viðskiptavinum í gegnum allt ferlið, með hraða og hagkvæmni í fyrirrúmi.

Til þess að ná þessu fram, notum við hönnunarspretti til að ramma inn vandamál, snúa þeim yfir í tækifæri og setja fókusinn á þarfir og upplifun notenda. …

Anna Signý

UX Researcher + Service Designer @ Kolibri. Design Thinking and Digital Innovation enthusiast. Fan of hot sauce, online shopping and great coffee.

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store