Fleiri nýir og nýlegir þættir til að hámhorfa í desember

Arnór Bogason
2 min readDec 6, 2018

Hér eru fleiri þáttaraðir sem er vel þess virði að tékka á þegar stemmningin kallar á að hafa það rólegt uppí sófa yfir mörgum klukkutímum af afþreyingu í einu. Ef þú varst ekki búin að sjá hinn listann þá er hann hér.

Pose

Lífið í New York á 9. áratugnum. Glamúr, orka, ballmenning samkynhneigðs blökkufólks og dökku hliðar lífsins. Heimur sem er Íslendingum að mestu ókunnur.

Maniac

Það er engin leið til að útskýra þessa þætti. Þeir eru stórfurðulegir en um leið stórskemmtilegir. Það er engin leið til að taka þá alvarlega heldur, þar sem þeir fara ekki eins djúpt í mannlega hegðun og þeir gætu gert en afþreyingargildið er óumflýjanlegt. Cary Fukunaga sem gerði fyrsta True Detective seasonið er á bak við þessa. Emma Stone og Jonah Hill leika aðalhlutverkin frábærlega.

Streyma á Netflix

Barry

Barry er leigumorðingi sem er einstaklega fær í sínu starfi. Hann kemur umboðsmanni sínum í bobba þegar hann smitast af leiklistarbakteríunni. Alec Berg og Bill Hader eru á bak við þessa. Alec Berg er einna þekktastur fyrir að hafa gert Silicon Valley þættina og Bill Hader er frábær sem aðalleikarinn. Stuttir gamanþættir sem koma á óvart.

Sharp Objects

Hægir, dökkir, erfiðir. En vel þess virði. Blaðakona snýr aftur í heimabæ sinn í suðurríkjunum til að rannsaka morð á unglingsstúlkum. Stórkostlegur perfomans hjá Amy Adams.

Succession

Fjölskyldudrama þar sem fjölskyldufaðirinn er forstjóri stærsta fjölmiðlaveldis í heimi. Verst að hann er að missa vitið og fjölskyldan veit ekki hvað hún að gera af sér þegar hann veikist skyndilega.

Killing Eve

Breskir þættir þar sem Sandra Oh leikur fulltrúa hjá leyniþjónustunni MI5 í Bretlandi sem byrjar að rannsaka raðmorðingjann Villanelle. Þær fá fljótt þráhyggju gagnvart hvor annarri. Kim Bodnia leikur aukahlutverk í þáttunum en margir Íslendingar kannast við hann úr Brúnni.

--

--