Júlí Vika 1

Okkur tókst að fara ekkert í búð í þrjá daga! Nei, allt í lagi, það er lygi. Við borguðum samt ekkert í þrjá daga! Á föstudaginn fórum við í bústað til Áka og hann borgaði Bónusferðina. Við vorum búin að skipuleggja ágætlega hvað við þyrftum þannig að við keyptum engan óþarfa.

Annars var bústaðaferðin yndisleg! Það er svo gott að komast aðeins út úr bænum og frá öllum áhyggjum. Brynju fannst geðveikt að geta farið út á pall að leika hvenær sem hún vildi, Auður fékk að prjóna í sólinni og Sigursteinn fékk smá líkamsrækt við að hjálpa tengdó að ferja nuddbaðkar og gróðurhús í Sorpu.

Auður fékk gefins sirka tólf eggjahvítur í vikunni sem hún þurfti að finna not fyrir. Eftir yfirgripsmikla leit á netinu komst hún að því að það er annað hvort hægt að gera einhvers konar ofursykruð sætindi eða einhvers konar omelettu. Með þetta magn af eggjahvítum var auðveldlega hægt að splæsa í bæði. Á þriðjudaginn við borðuðum eggjahræru (heil egg + eggjahvítur) með lauk, sveppum og skinku. Við bökuðum svo möndlusmákökur um kvöldið. Kökurnar eru alltof sætar fyrir fólk sem er nánast alveg hætt að borða sykur þannig við frystum þær til að geta boðið upp á seinna.

Það mygluðu nokkur bláber sem þurftu að fara í ruslið!
Like what you read? Give Auður Ákadóttir a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.