Vika 4

Við erum komin með búðarkerfi!

Auður fer í Costco og kaupir ávexti, ber, hummus og annað sem hún finnur þar.

Sigursteinn fer í Bónus og kaupir íslenskt grænmeti og annað af lista sem við deilum á Google Keep. Á þann lista fer allt sem við munum eftir í vikunni að vanti. Í þessari viku tékkuðum við Iceland kvittanir síðustu vikna og bættum bara öllu af þeim á listann. Við losnuðum þannig við allar auka búðarferðir í Iceland í þessari viku.

Við keyptum okkur hinn sófann sem verður í stofunni þegar við flytjum. Við ætluðum að smíða einn sófa sjálf en mamma og amma Auðar fundu þennan fullkomna sófa í ferð sinni í Hjálpræðisherinn. Auður keypti sér nokkur sokkapör í Costco á 2000 kr. Það fór alveg rúmur fimmþúsundkall í utanaðkomandi mat en sökum veikinda var ekki tími í byrjun vikunnar til að elda mikið.

Við hentum einum hlut: Þessari sorglegu appelsínu sem stóð fyrir framan safapressuna í rúma viku:

Súr yfir að eiga svona marga sæta frændur.
Like what you read? Give Auður Ákadóttir a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.