Kæra Fjölskylda, Kæru Vinir

Bjarni Siggi
15 min read6 days ago

--

Bréf til ykkar allra sem enn eigið engan bitcoin.

Ég er að skrifa þetta bréf vegna þess að ég er sannfærður um tvo þætti: (1) að okkar núverandi peningur sé ónýtur (2) að nota betri pening mun gagnast ykkur sérstaklega — og samfélaginu alment — til lengri tíma litið.

Peningur er viðkvæmt umræðuefni — flest fólk líkar ekki við að ræða um það, annaðhvort vegna þess að þau eiga lítið og skammast sín fyrir það, eða vegna þess að þau eiga mikið og eru því hrædd. Enn færri vita nokkuð um
eðli peninganna okkar, sem er nokkuð sláandi — eftir allt saman, peningur er ómissandi verkfæri í okkar siðmenningu.

Heimurinn hefur tekið miklum breytingum á síðustu áratugum, eins og
peningaheimurinn. Ég er hins vegar hræddur um, að undirliggjandi eðli
okkar peningakerfis hafi ekki breyst til hins betra. Sú einfalda staðreynd að
stjórnvöld um allan heim töfra fram trilljónir (með T) dollara upp úr þurru er til vitnis um hversu ótengt peningakerfið okkar er raunveruleikanum.

Ég vona að þetta bréf muni sá fræi fyrir betri framtíð. Betri framtíð fyrir
ykkur, persónulega — og betri framtíð fyrir okkur öll. Að hluta, er ég að
skrifa til ykkar vegna þess að ég hef áhyggjur af því sem á eftir að koma. En
samt er ég vongóður, vegna þess að á þessum tíma, erum við með leið út — við höfum Plan B.

Plan B

Nú þegar, hafið þið líklega heyrt getið um Bitcoin. Það er kunnuglegt nafn á
heimilum, sem birtist öðruhvoru í helstu fréttamiðlum, í sjónvarpi (ég er að horfa til þín, CNN), og einnig vísað til í vinsælum þáttum (The Simpsons, Mr. Robots, Silicon Valley, The Big Bang Theory, Grey’s Anatomy, Family Guy, og aftur The Simpsons), Hvað sem er þið teljið ykkur vita um Bitcoin — það er mun meira til þess spunnið en það sem mætir auganu.

Bitcoin: það er framtíð peninga.

Á meðan fjallað hefur verið nokkuð um Bitcoin í meginstraums fjölmiðlum, hvað Bitcoin er og hvert hlutverk þess mun verða í heiminum er það enn víðsvegar misskilið. Hins vegar, að hluta til, þökk sé sífellt kærulausari peningalegum inngripum Seðlabankakerfisins og svipaðra stofnana, er jafnvel almenn frásögn farin að breytast.

Bitcoin er ekki lengur samheiti yfir glæpastarfsemi og sem peningur
myrkranetsins. Í dag er það meira og meira að verða samheiti yfir heilbrigðann pening (e. hljóðbæran pening), vörn gegn núverandi kerfi, atkvæði um frelsi, önnur hugmyndafræði.

Ef þið eruð að lesa þetta og hafið ekki enn útvegað ykkur bitcoin, gætu þið
mögulega viljað útvega ykkur smá. Það hefur aldrey verið jafn auðvelt eins og það er nú í dag að ná sér í nokkur sats (sem er smá brota brot af bitcoin) og verða fyrr búinn að taka upp alþjóðlegan pening framtíðarinnar.

Aðvörun: Ég mun ekki útskýra fyrir ykkur hvernig Bitcoin virkar. Ég mun
ekki segja ykkur frá grípandi sögu þess, eða dularfulla uppfinningamanninum, eða frá stórkostlegu hönnuninni, dulmálinu og leikjafræðinni sem liggur að baki. Ég ættla ekki að tala um hagfræðikenningar, peningalega eiginleika eða
um sögu peninga. Það eru til fullt af heimildum sem fara nánar út í það. Enda á þetta að vera bréf, ekki bók.

Hins vegar, þar sem mér þykir vænt um ykkur, mun ég segja ykkur eitt, aftur og aftur: byrjið að stafla sats, eins fljótt og þið getið.

Byrjið að Stafla Sats, í Dag

Þið gætuð haldið að þið séuð of sein í veisluhöldin, að skipið hafi þegar silgt af stað. Rangt. Þið eruð enn snemma á ferð. Bitcoin mun halda áfram að ganga áfram, vaxa að stærð og verðmæti, éta upp ríkisstýrða “Fiat” gjaldmiðla (valdboðs gjaldmiðlar) sem stjórna heiminum í dag. Hvernig veit ég að þetta eru enn fyrstu dagar Bitcoin? Sko, þó að flestir hafi heyrt um Bitcoin nú þegar, þá eiga mjög fáir eða nota Bitcoin. Ennfremur, ef við berum saman markaðsvirði Bitcoin við aðrar eignir og/eða peninga, hefur Bitcoin enn gríðalegt svigrúm til vaxtar.

Þegar þetta er skrifað (27.apr.2020) er markaðsvirði Bitcoin um 137 milljarða dali (USD). Heildarmarkaðsvirði gulls er um 9 trilljónir dali (ca 65 sinnum stærra en Bitcoin). Fasteignir á heimsvísu eru 228 billjónir dalir (ca 1664 sinnum stærri). Bitcoin kann að fanga sumt (ef um er að ræða fasteignir) eða allt (ef um er að ræða gull) af þessum verðmætum, sem mun draga úr tekjum í þessum og örðrum eignum í því ferli. Aftur: þetta eru enn fyrstu dagarnir.

“Við erum í því ferli að endurgaldsetja heiminn í sats.”

-Bitcoin Tina

Vissulega eru það blæbrigði að kaupa og halda bitcoin. Það er auðvelt að skjóta sig í fótinn. Það er auðvelt að verða svikinn. Það er mögulegt að missa aðgang að bitcoinunnum sínum fyrir fullt og allt. Þannig, aðvörunarorð: fræðið ykkur sjálf og farið með varkárni.

Því miður átti ég ekki “Bitcoin gaur” til að leita til, sem skildi hvað var að
gerast. Ég átti ekki þennan eina vin sem sagði við mig “treystu mér, kauptu
bara smá bitcoin” — eða, jafnvel betra: “treystu mér, kauptu bara smá reglulega.”

Svo ég vil vera þessi Bitcoin gaur núna, fyrir ykkur. Hér er það sem ég myndi segja við ykkur, sem vinur: “byrjið að stafla sats, í dag.” Ef þið gerið það nú þegar, gott. Ef þið gerið það ekki, skuluð þið byrja að stafla. Það er ekki svo erfitt!

Hvers Vegna Bitcoin er Nauðsynlegt

Við, sem samfélag, þurfum Bitcoin frekar en það þarf á okkur að halda. Peningar eru ómissandi tæki í allri umfangsmikilli samvinnu. Það er mælitæki, lausn á vöruskiptavandanum, faratæki til að geyma auð ykkar yfir rúm og tíma og marga aðra hluti. Í stuttu máli: peningar eru nauðsynlegir til að flókið samfélag virki. Hins vegar hefur röð fjármálakreppna og nýlegir atburðir í kringum ákveðin flensufarald sýnt greinlega að peningar okkar eru í grundvallaratriðum brotnir.

“Grunndvandamálið með hefðbundnum gjaldmiðli er allt það traust sem þarf til að láta hann virka. Það verður að treysta seðlabankanum til að rýra ekki gjaldmiðilinn, en saga fiat-gjaldmiðla er full af slíku brostnu trausti.”

-Satoshi Nakamoto

Veiran minnti okkur ekki aðeins á að mannslífið er viðkvæmt, heldur sýndi hún einnig viðkvæmni birgðakeðja okkar og annarra alþjóðlegra kerfa. Þar var einkum bent á fáránleika fjármála og peningakerfisins okkar. Á nokkrum dögum fórum við frá því að prenta milljarða í trilljónir, yfir í tillögur um að slá út billjón dollara platínumynt, í ótakmarkaðan
QE (Magnbundna slökun)
og óendalegt reiðufé. Hagfræðingar og stjórnmálamenn tala um björgun hagkerfisins, innspýtingu lausafjár, magnbundinna tilslakana, um öfuga endurkaupasamninga, um að bjarga þeim sem eru of stórir til að mistakast (aftur) — um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir hið óumflýjanlega hrun, til að sparka orðtiltækinu lengra niður veginn.

Þó mállýskan sé fín, eru afleiðingarnar einfaldar: ómissandi verkfæri
siðmenningarinnar okkar er beygt og brenglað. Óðaverðbólga er það sem gerist þegar þetta tæki loksins brotnar undir stöðugum þrýstingi. Óðaverðbólga eða ekki, áhrifin fyrir einstaklinginn eru alltaf þau sömu: peningarnir sem þið sparið verða gengis-felldir, kaupmáttur þeirra minnkar. Hvort peningarnir ykkar séu geymdir undir dýnunni ykkar hvers og eins eða á bankareikningi ykkar, siptir ekki einu sinni máli.

”Heimurinn er orðinn brjálaður og kerfið er bilað.”

-Ray Dalio

Eins og Ray Dalio útskýrir svo mælskulega: skuldbundna peningakerfið okkar er í eðli sínu bilað. Bitcoin mun laga það. Bitcoin mun laga það vegna þess að það er ekki byggt á skuldum. Það lagar það, vegna þess að það er með takmarkað framboð. Það lagar það, vegna þess að það er ekki hægt að búa það til af geðþótta; vegna þess að það eru engir hliðaverðir, engin miðlæg völd sem gætu spillt því.

Bitcoin er móteitur við nútíma peningamálafræði. Nauðsynlegt er að rétta úr spiltum heimi fiat-peninga.

Besti Peningur Sem Við Höfum Átt

Peningalegar eignir Bitcoin eru hannaðar frá grunni til að vera betri en allar aðrar tegundir peninga. Það er ákaflega færanlegt, fullkomlega af skornum skammti, mjög deilanlegt, auðvelt að sannreyna, endingargott, sveigjanlegt og óvenju ónæmt fyrir ritskoðun. Eins og vinur minn vill gjarnan segja: Bitcoin er stykki af ofur-gulli sem flýgur inn í óstöðvandi PayPal. Þetta er besti peningur sem við höfum átt.

Ekkert yfirvald veitir bitcoin þessum eignum. Þær koma nátturulega innan úr kerfinu, staðreynd sem er jafn falleg og hún er mikilvæg. Þannig er Bitcoin peningur fólksins: fyrir fólkið, eftir fólkið. Ekki stjórnað af neinum;
endurskoðanlegt og nothæft fyrir alla.

”Kauptu land. Þau eru ekki að útbúa meira af því dóti.”

-Will Rogers

Will Rogers hafði réttu hugmyndina: Skortur hefur gildi. Hins vegar, sem
verðmætageymsla, er Bitcoin betra en land (og gull, ef út í það er farið) á
margan hátt. Engum öðrum eignum er hægt að dreifa með töfra hætti um internetið eða aðrar samskiptaleiðir. Bitcoin hefur hæsta gildisþéttleika allra eigna þar sem það er hreinar upplýsingar. Þið gætuð verið með bitcoin að andvirði milljarðs dollara geymt í höfðinu og haldið auði ykkar, jafnvel þótt þið væruð klædd án klæða (nakinn).

Þó að það séu margar ranghugmyndir um Bitcoin, þá eru eftirfarandi líklega mest áberandi:

  • Bitcoin er of dýrt
  • Bitcoin er gömul tækni
  • Bitcoin er flókið
  • Bitcoin er áhættusamt og byggt á spákaupmennsku
  • Bitcoin verður skipt út fyrir aðra mynt

Við skulum fara stuttlega í gegnum þetta einn lið í einu.

Bitcoin er of dýrt: Þvert á móti! Látið ekki þá hlutdrægni “Ég þarf heilann
Bitcoin” blekkja ykkur. Bitcoin er enn mjög ódýrt. Hins vegar, ef þið hugsið
þannig, þá eru þið í góðum félagskap. Fólk hefur haldið að bitcoin sé of dýrt frá upphafi. Það verður alltaf of dýrt, ef sjónarhornið ykkar er enn með rætur í fiat-peningum.

Bitcoin er gömul tækni: Í fyrsta lagi er Bitcoin peningaleg uppfinning
frekar en tæknileg. Það miðar að því að skipta um peningalegt grunnlag
samfélagsins okkar — það er ekki næsta vinsældar app í snjallsímunnum ykkar. Í öðru lagi er Bitcoin alltaf að batna og þróast hratt. Það er nánast ómögulegt fylgjast með allri þróuninni alls staðar.

Bitcoin er of flókið: Vissulega er Bitcoin ekki beint auðvelt að skilja (En
hefbundið fjármálakerfi er það ekki heldur). Sem betur fer, eins og með alla aðra flókna tækni, krefst notkun ekki fullkomins skilnings. Ef svo væri gætu þið líklega ekki notað snjallsímanna ykkar, notað internetið eða keyrt bílanna ykkar. Og hvað varðar notkun, verður Bitcoin auðveldara með hverjum degi sem líður. Rétt eins og að nota internetið, var það ekki beint auðvelt fyrir nokkrum áratugum, getur það stundum verið krefjandi í dag að nota Bitcoin.

Bitcoin er áhættusamt og byggt á spákaupmennsku: Ekki speklúlera. Verið
auðmjúk og byrjið að stafla sats. Ef það er ekki nógu gott fyrir ykkur, hvað
með þá staðreynd að eignasafn með 5% bitcoin og 95% reiðufé hefur gengið betur en hlutabréf í áhættu og ávöxtun á hverju ári undanfarin 6 ár? Enn of áhættusamt?

Bitcoin verður skipt út fyrir aðra mynt: Bitcoin er óumdeildur konungur og eini alvarlegi keppinauturinn um stafrænan skort. Það hefur bestu netáhrifin, mesta lausafjárstöðuna og hæsta öryggið í mörgum stærðargráðum. Ekkert annað kemur nálægt og ég vil ekki eyða neinu stafrænu bleki í að nefna neina aðra mynt. Allt sem ég mun segja um Bitcoin “hermukrákurnar” er þetta: ekki snerta þær. Þó að erfitt sé að standast söng Sírenunnar um saurmyntir, eru þær kallaðar saurmyntir af ástæðu. Ekki er hægt að afrita Bitcoin. Það er slóðaháð uppfinning, í umhverfi þar sem sigurvegarinn tekur allt.

”Það er bitcoin, og svo eru það saurmyntir.”

-Warren Davidson

Saurmyntir eru blindgata. Farið ekki þá leið. Þar mun ekkert nema sársauki og sorg bíða ykkar.

Hvers Vegna Sats Stöflun er Betri

Þegar þetta er skrifað (blokkhæð 627.883) getið þið fengið 99 Sats fyrir 1 ISK, eða 14.488 Sats fyrir 1 USD. Kaupið fyrir 10.000 ISK og þið eruð orðin að satoshi milljónamæringum. Bitcoin er dýrt. Sats eru ódýr.

“Ég er að stafla sats á hverjum degi þökk sé sjálfvirku *DCA”

(*DCA = Daly Cost Avarage, eða Daglegur Meðal Kostnaður.)

Eins og getið er hér að ofan, er bitcoin mjög deilanlegt. Aftur, látið ekki neina einingahlutdrægni blekkja ykkur: það er nóg af bitcoin til að fara um á milli allra. Að reyna að kaupa stórar upphæðir af bitcoin leiðir venjulega til þess að reyna að tímasetja markaðinn. Að stafla sats fjarlægir þessa sálrænu pressu. Jafnvel betra: nóg af þjónustu er til sem gerir ykkur kleift að gera sjálfvirkt ferli við að stafla sats. Engin þörf er á að hafa áhyggjur af fullkominni tímasetningu, ekki stanslausar athuganir á verði, engin áhrif á vörsluaðila.

Við þekkjum öll gamla máltækið: “Besti tíminn til að planta tré var fyrir 20
árum. Næstbesti tíminn er núna.” Sama á við um að stafla sats — hins vegar var Bitcoin ekki til fyrir 20 árum síðan. Það eru núna aðeins rétt yfir 11 ára gamalt (apríl 2020), að springa inn í alþjóðlegan meðvitund fyrir aðeins nokkrum árum síðan.

”Besti tíminn til að kaupa Bitcoin var fyrir 10 árum síðan. Næst besti tíminn er núna.”

Aðal atriðið er þetta: ekki skammast út í ykkur sjálf þó úthlutunin ykkar í
bitcoin sé 0%. Það er ekki of seint að fara af núllinu. Aftur: það er ekki of
seint. Þið eruð enn snemma í þróuninni. Eins og er, getiði skipt öðrum pening fyrir bitcoin. Í framtíðinni verðið þið líklega að vinna ykkur inn bitcoin. Hugsið um það á þennan hátt: ef ferillinn sem Bitcoin er á heldur áfram, mun aldrei vera slæmur tími til að skipta Fiat gjaldmiðlinum ykkar fyrir bitcoin.

Bitcoin er uppsöfnunarleikur. Þegar þú áttar þig á því verður stöflun sats
augljós stefna. Óteygjanlegt framboð og tiltölulega lítið markaðsvirði gerir
bitcoin sveiflukenndari en aðrar eiginir, (Þó miðað við nýlegar hreyfingar á
hefðbundnum mörkuðum er bitcoin tiltölulega stöðugt). Að stafla sats gerir ykkur kleift að hunsa sveiflur á markaðnum. Áherslan er á aðgerðalausa uppsöfnun, ekki viðskipti.

”Bitcoin er ný tegund peninga sem er stafræn og óháð ríkistjórnum heimsins eða fyrirtækjum. Það er erfit að taka það yfir, loka, eða þynna út og auðvelt að senda um allan heim. Þetta er besti peningurinn sem við höfum átt. Eftir því sem fleiri átta sig á þessu, ætti verðið að hækka.”

-Matt Odell

Að þysja verðhreyfinguna nógu langt út verður augljóst að Bitcoin er á uppleið og til hægri. Ástæður eru til að ætla að þessi þróun haldi áfram. Jafnvel með þennan uppgang ósnortin mun verð á bitcoin líklega haldast sveiflukennt í talsverðan tíma. Mitt ráð: hunsið verðið. Farið af núlli. Hafið þið ennþá núll sats tengt við nafnið ykkar? Hættið að slæpast — byrjið að stafla!

Nokkur atriði til að muna:

  • Ekki eiga viðskipti
  • Farið af núlli
  • Sjálvirk stöflun með sjálvirku DCA (Daglegs Meðal Kostnaðar)
  • Allir halda að þeir séu seinir
  • Traustir þriðju aðilar eru öryggisglufur.
  • Tími á markaðnum slær út tímasetningu markaðsins
  • Það er gull og það er gull heimskingjans — haldið ykkur fjarri saurmyntum.

Þið gætuð haldið að þið hafi ekki nægan pening til að byrja að stafla sats. Ég efast um það. Ef þið eruð að lesa þetta eru þið liklega á 4.
stigi
og getið sparað einn dollara (ca 140 ISK) eða tvo á dag. Munið: nokkrir dollarar munu afla ykkur tugþúsindir af sats. Það eru líka til óbeinar leiðir til að stafla sats, svo sem endurgreiðsluþjónusta (svipað og Aukakrónur hjá L.Í.) sem borga ykkur til baka í sats. Þið getið líka losað ykkur við slæma vana og byrjað að stafla sats með peningunum sem þið sparið. Tvær flugur í einu höggi, og allt það.

Sats eru enn heimskulega ódýr. Ég myndi veðja á að það mun fljótlega koma tími þar sem ekki verður hægt að eignast tugþúsundir sats fyrir aðeins $1 (USD). Kaupmáttur dollarans (og ISK) lækkar stöðugt; kaupmáttur bitcoin hefur verið að aukast, sögulega séð. Hins vegar, jafnvel þó að verð á bitcoin haldi áfram að hækka verulega, munu þið líklega enn geta náð í fáein sats fyrir $1 eða minna í fyrirsjáanlegri framtíð.

Trúið því eða ekki, þetta getur enn farið lægra.

Þið eruð efins, ég skil það vel. Ég var líka efins. Það tók mig mjög langan
tíma að skilja hvað Bitcoin snýst um. Það tók mig enn lengri tíma að treysta
þessum töfra internetpening nógu mikið til að kaupa eitthvað smá. Og eftir það, tók það mig smá tíma til að hætta að vera stunda í viðskiptum og byrja að stafla. Ég vona að ég geti sparað ykkur tíma og mikla sorg með því að deila eftirfarandi skilaboðum: byrjið að stafla sats. Því fyrr sem þið byrjið, og því sjálfvirkara sem ferlið er, því betra.

Að því sögðu, nokkur varúðarorð:

  • Byrjið smátt. Ekki setja inn meiri pening en þið eruð tilbúin að tapa.
  • Verið auðmjúk. Verið ekki gráðug. Ekki yfirgíra ykkur.
  • Ekki ykkar lyklar, ekki ykkar bitcoin. Treystið ekki forsjáraðilum. Munið alltaf að traust þriðja aðila eru öryggisglufur.
  • Treystið ekki, sannreynið. Gerum ráð fyrir að allir séu svikarar.
  • Gerið ykkar eigin rannskókn. Bitcoin er í eðli sínu opið, svo ykkur er
    frjálst að kynna ykkur hvað það er og hvernig það virkar. Ég safna
    yfirgripsmiklum lista yfir úrræði (á enska) ef þið þurfið upphafspunkt.

Það hefur aldrey verið betri tími til að byrja að spara í bitcoin. Margar þjónustur eru til sem gerir ykkur kleift að breyta sjálfvirkri ákveðinni upphæð af staðbundinni mynt sem þið notið, yfir í bitcoin í hverri viku, mánuði eða dag. Ég mun forðast allar tillögur hér þar sem þær gætu verið úreltar fljótlega. Hver besta þjónustan er fyrir ykkur er það ykkar að komast að því. Hafið samband við staðbundinn frænda/frænku eða bitcoin gaur sem er ykkur næst. Ef hann veit ekki hvað stöflun á sats þýðir, finnið þá betri bitcoin gaur (og ef ég er þessi gaur, vinsamlegast hafið samband við mig).

”Að eiga bitcoin er eitt af fáum ósamhverfum veðmálum sem fólk um allan heim getur tekið þátt í.”

-Vijay Boyapati

Þó að Bitcoin sé fjárfesting til framtíðar litið, lít ég ekki endilega á það
sem spákaupmennsku. Ég lít heldur ekki á það sem eign sem á að selja aftur fyrir dollara, evru, jen eða íslenskar krónur. Eins og grínfrasinn (meme) segir: Þegar þú ert tilbúinn, þarftu ekki að selja bitcoinin þín.

Neo hefur tekið appelsínugulu pilluna og er að veltast niður kanínuholuna.

Tilbúin Þegar Þið Eruð Það

Að skipta út fiat peningunum ykkar fyrir bitcoin er breyting frá eðlislægu
óstöðugu kerfi yfir í óbrjótanlegt kerfi. Það er auðlegðartrygging og atkvæði um betra og heiðarlegra grunnlag samfélagsins. Ég tel að bitcoin hafi enn mjög mikla möguleika uppávið. Þannig að því fyrr sem þið verðið útsett fyrir þessum sí vaxandi pening, því betur verðið þið stakk búin að njóta góðs af vaxandi kaupmætti hans. Með öðrum orðum: þið viljið byrja að stafla sats eins fljótt og þið getið. Hins vegar tel ég líka að þið munið skilja Bitcoin um leið og þið eruð tilbúin. Þar af leiðandi tel ég að fyrstu brota brotin af bitcoin muni finna ykkur um leið og þið eruð tilbúin að taka á móti þeim. ”Þú getur leitt hest að vatni, en þú getur ekki neytt hann til þess að drekka” eins og sagt er.

Þið munið komast að því, að það að eiga bitcoin krefst persónulegrar ábyrgðar: þið verðið að gera ykkar eigin rannsóknir, læra hvernig á að nota og geyma það á öruggan hátt og gera margt sjálf sem venjulega er gert fyrri ykkur af þriðja aðila. Ekkert í lífinu er ókeypis, og frelsið sem Bitcoin veitir kostar persónulegrar ábyrgðar.

Í öllu falli, Bitcoin er tilbúið þegar þið eruð það. Það mun ekki hverfa og
enginn mun geta hindrað ykkur í að eignast eitthvað af því, ef þið eruð tilbúin til þess. Það er fegurðin við Bitcoin: það mun alltaf vera til staðar fyrir ykkur, hvort sem þið notið það eða ekki.

Að vísu er Bitcoin undarlegt skepna. Það er flókið, yfirþyrmandi, kannski dálítið ógnvekjandi. Hins vegar, því fyrr sem þið vingist við þessa undarlegu veru, því betur verðið þið búin fyrir framtíðina. Og ég trúi því að besta leiðin til að vingast við það, sé að byrja að stafla sats. Eins og vitur gamall
maður
sagði einu sinni: ”Kauptu bara bitcoin, það er ekki svo erfitt.”

Fyrirvari: Þetta ætti að vera sjálfgefið, en ég er hræddur um að ég verði að hafa það skýrt: Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Þetta er ekki fjárfestingarráðgjöf. Ég skrifaði þetta bréf til að hafa eitthvað við höndina þegar vinir eða fjölskylda leita til mín í öllum málum tengdu bitcoin. Ég birti það vegna þess að ég hélt að öðrum gæti líka fundist það gagnlegt. Ef þið þekkið mig ekki í raunveruleikanum er ég bara tilviljunarkenndur gaur af internetinu. Ég gæti alveg eins verið hundur. Bregðist við því í samræmi við það.

Stutt Lokaorð frá Þýðanda

Frá því þessi grein var fyrst byrt opinberlega í apríl 2020, ”hefur mikið vatn runnið til sjáfar”. Fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllum og alþjóðlegir
fjárfestingasjóðir eru byrjuð að setja inn mikið fjármagn til að geyma í
Bitcoin. Þjóðríki hafa tekið upp Bitcoin sem lögeyri og keppast jafnvel við í miklu magni að finna ný Bitcoin með “námuvinslu”. Það mætti því segja ”að öll vötn séu byrjuð að flæða í átt að Bitcoin”. Og munið, það verða bara til 21 milljón Bitcoin (BTC).

Þessari íslensku þýðingu var lokið á bálkahæð 863.260 (28.Sept.2024). Markaðsvirði Bitcoin komið í 1.296 milljarða dali, og verð fyrir 1 Bitcoin komið í 65.600 USD eða 8.870.000 íslenskra króna (ISK). Fyrir hvern dollara fæst 1.523 Sats eða 11 Sats fyrir hverja 1 ISK.

<<Dear Family, Dear Freinds>> eftir Gigi. Leyfi: CC BY-SA 4.0
Þýðandi: Bjarni Siggi

--

--