Ferðaskrifstofa Akureyrar semur við Corivo

Corivo
Corivo
May 30, 2017 · 1 min read

Ferðaskrifstofa Akureyrar hefur samið við Corivo ehf um að taka í notkun Corivo Travel Platform. Við innleiðingu á lausnum Corivo nær Ferðaskrifstofan að auka framleiðni og lækka kostnað þar sem kerfið eykur sjálfvirkni við skipulagningu ferða til muna og vinna sem í dag er unnin að mestu handvirkt verður nú sjálfvirk. Öflug tengigeta Corivo við ytri kerfi og þjónustur er lykillinn að hagræðingu í daglegri starfsemi ferðaskrifstofunnar.

Ásgeir G. Bjarnason framkvæmdastjóri Corivo segir Corivo Travel Platform hafa verið í þróun og notkun hjá ferðaþjónustuaðilum frá árinu 2005. Eftir að hafa unnið náið með viðskiptavinum okkar til fjölda ára höfum við náð að skilgreina viðskiptaferla og þarfir viðskiptavina sem hefur gert það að verkum að viðskiptavinir líkt og Ferðaskrifstofa Akureyrar sjá kosti kerfisins fljótt.

Eiginleikar kerfisins veita fyrirtækjum í umfangsmiklum rekstri samkeppnisforskot þar sem sveigjanleiki og skalanleiki kerfisins er mikill þannig að fyrirtæki geta vaxið án þess að auka kostnað í sama falli og þar með aukið arðsemi sína og samkeppnishæfni.

Ragnheiður Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar reiknar með að hugbúnaður Corivo muni auka framleiðni þar sem vinna við bókanir í dag er að mestu gerð handvirkt og er tímafrek. Starfskraftar starfsfólks nýtast því mun betur og geta starfsmenn nú einbeitt sér að því sem það gerir best.

Einnig hefur samstarf við starfsmenn Corivo gengið vel og innleiðing kerfisins gengið vonum framar en kerfið var tekið í notkun fyrir stuttu.

Welcome to a place where words matter. On Medium, smart voices and original ideas take center stage - with no ads in sight. Watch

Follow all the topics you care about, and we’ll deliver the best stories for you to your homepage and inbox. Explore

Get unlimited access to the best stories on Medium — and support writers while you’re at it. Just $5/month. Upgrade

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store