Rússnesk rúlletta

Mörgum er í nöp við verðtryggingu lána einkum og sér í lagi þeim sem skulda. Nú er grunnhugmyndin á bak við verðtryggingu lána sú að þeir sem láni fjármagn fái sömu upphæð til baka að raunvirði, þ.e. að lánsupphæðin haldi kaupmætti sínum. Í sögulegu samhengi þá var ástæða verðtryggingarinnar miklar eignatilfærslur á áttunda áratugnum frá fjármagnseigendum til lántaka sem voru afleiðing hárrar verðbólgu, sem jafnframt leiddi til hruns innlennds sparnaðar/innlána og aukinnar skuldasöfnunar erlendis. Raunar hafði verðbólgudraugurinn riðið röftum allt frá byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar til loka áttunda áratugsings að vísu með mismundni miklu brak og brestum frá ári til árs. Meðaltals árleg verðbólga frá 1939 til 2012 ( 73 ár) er 15%. Skipst hafa á ár mikillar verðbólgu og svo skaplegri en ekki er ástæða í þessu bréfi að fara frekari út í þá sögulegu skoðun. Brugðist var við verðbólgu-vandanum á fjármagnsmarkaði með lögum um verðtryggingu fjármagns í apríl 1979. Það er ljóst að væri verðbólgunni haldið niðri þá væri verðtryggingar áhrfum á höfuðstól lána að sama skapi haldið niðri. Afnám verðtryggingar nú myndi væntanlega líkt og áður leiða til eignatilfærslna sem áður fyrr voru taldar óæskilegar og leiddu til lagasetningar 1979 um verðtryggingu fjárskuldbindinga.

Nú er það svo að verðtrygging eða óverðtrygging fjárskuldbindinga skiptir í rauninni engu máli fari raunveruleg verðbólga og vænt verðbólga saman. Við þær aðstæður er auðvelt að sýna fram á að lántakanda má vera sama hvort hann tekur verðtryggt eða óverðtryggt lán. Þegar upp er staðið þá þarf hann í rauninni ekki að greiða meira fyrir verðtryggða lánið en það óverðtryggða. Meginn munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni er að greiðslubirðin dreifist með ólíkum hætti. Sé tekið mið af tveimur jafnháum jafngreiðslu lánum og til jafnlangs tíma þá verður árleg greiðsla hærri til að byrja með af óverðtryggða láninu en svo snýst það við á ákveðnum tímapunkti og þá verður árlega greiðslan hærri af verðtryggða láninu.

Það er ákveðið samband milli veðtryggðra vaxta (VV) og óverðtryggðra vaxta (ÓV),

ÓV=(1+VV)* (1+VB) – 1 , þar sem VB er vænt/áætluð verðbólga.

Hér eru nokkur dæmi til að sýna samband/spil vaxta og verðbólgu

VV VB ÓV VV VB ÓV VV VB ÓV

3,5 % 3.14% 6.75% 3.75% 2.5% 6.34% 3.75% 4.0% 7.9%

Fyrsta settið er raunverlegir vextir LÍ í dag. Óvertryggðir vextir eru 6.75% ,verðtryggðir vextir 3.5% og afleiddur verðbólguþáttur 3.14%. Ef við berum saman tvö jafngreiðslulán til 30 ára ,hvort um sig 10.000.000 og ein afborgun á ári í hvoru tilviki fyrir sig þá verður árleg greiðsla af óverðtryggða láninu 785.713 óbreytt öll 30 árin en árlega greiðslan af verðtryggðaláninu verður 543.713 sem umreiknast ár frá ári með verðbólguþættinum. Fyrstu 11 árin verður greiðslan af óverðtryggða láninu hærri en af því verðtryggða. Mismunurinn er 1.408.507 sem greiðslurnar af óverðtryggða láninu eru hærri en af verðtryggðaláninu fyrstu ll árin. Ef við gefum okkur að hinn árlegi mismunur verðtryggða dæminu í hag ávaxtaðist um 6.75 % á ári þá stæðu 1.408.507 í 2.346.724 í lok ellefta ársins. Næstu 19 árin er summan af ársgreiðslum af verðtryggða láninu 5.130.121 hærri en af því óverðtryggða en innistæðan í lok ellefta ársins ásamt ávöxtun áranna 12 til 30 nægir til að dekka hærri ársgreiðslur. Þannig að niðurstaðan er sú að lántakanda má vera sama hvort lánaformið hann/hún velur. Sama niðurstaða fæst ef báðar greiðslu raðinar eru færðar til núvirðis með afvöxtunarprósentunni 6.75%, þ.e. óverðtryggðu vaxtaprósentunni.

Þessi niðurstaða, þ.e. lántaka og raunar láveitanda má vera sama hvort lán sé verðtryggt eða óverðtryggt, byggist á því að raunveruleg verðbólga og áætluð (vænt) verðbólga ár frá ári sé hin sama. Sé því ekki til að dreifa þá hagnast lántakandi og þá á kostnað lánveitanda sé raunverðleg verðbólga hærri en áætluð verðbólga og öfugt ef raunveruleg verðbólga er lægri en vænt verðbólga. Í fyrra tilfellinu yrði um eignatilfærslu til hagsbóta fyrir lántaka á kostnað lánveitanda og því yrði öfugt farið í seinna dæminu.

Varúðarorð

Það má í vissum skilningi líkja óverðtryggðu lausninni við rússneska rúllettu, en þar sem sá sem veitir lánið er væntanlega í sterkari stöðu en sá sem telur sig þurfa á láni að halda. Lánveitandi er sömu stöðu og croupier í spilavíti.

Þar eð óljóst er með hvaða hætti framboð og eftirspurn kunna að skipast á hinum óvertryggða fjármagnsmarkaði og hvernig viðskipti raungerast er það líkast til skynsamlegast að halda gangandi tveimur kerfum þar sem lántakendur og láveitendur taka endanlega ákvörðun um tilveru og mikilvægi hvors kerfis um sig. Afgerandi ákvörðun í þá veru að afnema verðtyggingu alfarið kynni að hafa áhrif á lánsfjármarkaði sem leiddi til kyrkingar allrar fjármálastarsemi í landinu og lenda íslenzku samfélgi í sama farinu og fyrir lögleiðingu verðtrygginagar lánsfjármagns í april 1979.

Show your support

Clapping shows how much you appreciated Diary of a Curmudgeon’s story.