hvða líkamsvessi er ég

ófáir netverjar hafa á seinustu dögum tekið upp á því að gera könnun meðal fylgjenda sinna til að skera úr um hvaða fjölskyldu innan þáttaraðarinnar leikur hásætanna (game of thrones) þeir séu.

þar sem ég hef ekki á slíkt sjónvarpsefni horft skóp ég mína eigin könnun til að átta mig að einhverju leiti betur á mínu innra sjálfi á þessum síðustu og verstu tímum.

það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég íhuga mitt innra sjálf eru að sjálfsögðu mínir eigin líkamsvessar. það sem flýtur í makindum sínum innra með mér og leitar oftar en ekki á endanum út um hin ýmsu líkamsop.

könnun þessi skyldi vera birt meðal dyggra fylgjenda minna á twitter og voru kostirnir fjórir; hor, piss, túrblóð eða sæði. það má með sannindum segja að niðurstöður voru afgerandi.

niðurstöður afgerandi.

hefst nú tilraun til túlkunar á niðurstöðum fyrrnefndum.

hor: 16%. óræður litur, óræð áferð. allt voða gruggugt við þetta fyrirbæri. fyrirbærið er ég.

piss: 8%. eflaust meðfærilegasti líkamsvessinn. 
þá sýn hafa fylgjendur mínir bersýnilega ekki á mér.

túrblóð: 45%. túrblóðið. tákn kvenlegs hita og sársauka, hinnar kvenlegu þrautar og þrekraunar. dagamunur töluverður. einn dyggra fylgjenda minna hafði orð á því að val hans á túrblóðinu byggðist á því hversu andlega þroskaðan hann teldi sig, túrblóðið væri kostur hins þroskaða fylgjanda, fylgjandans sem ætti ekki í vandamálum með að kljást við kvenleg vandamál líkt og túrblóðið er. 
ég er hið kvenlega vandamál.

sæði: 31%. ég er sæði jarðarinnar.

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.