Frábær lausn fyrir íþróttafélög

Skemmtileg tölfræði og söguskráning — ómetanleg heimild

Vefhönnunarfyrirtækið Zebra hefur þróað hugbúnað til að halda utan um vefsíður fyrir íþróttafélög. Ásamt efnisvinnslu á borð við fréttir og almennar upplýsingar hefur sérstaklega verið horft á skráningu söguheimilda eins og mynda, myndbanda, úrslita leikja og tölfræði leikmanna. Einn besti möguleikinn er að hægt er að tengja upplýsingar saman í kerfinu þannig að t.d. á síðu fyrir hvern leikmann birtast allar myndir, myndbönd, blaðaúrklippur o.fl. þar sem honum bregður fyrir. Sömuleiðis ef skoðaðir eru leikir þá birtist allt efni sem tengist hverjum leik fyrir sig. Úr verður skemmtilegt og aðgengilegt safn upplýsinga um félagið í nútíð og aftur í tímann.

Hér fyrir neðan sýnum við helstu möguleika kerfisins. Hafið endilega samband við okkur á netfangið zebra@zebra.is eða í síma 692 1050 til að fá meiri upplýsingar. Dæmi um vefi sem notast við kerfið eru blikar.is og kfia.is.

Leikmannasíða

Hér má sjá síðu fyrir einn leikmann. Þar sjást heildarleikir frá upphafi ásamt samtölum fyrir hvert mót. Allar myndir, blaðaúrklippur og myndbönd sem tengd hafa verið við leikmanninn. Í hægri dálki er nákvæmur listi yfir þá leiki sem leikmaður hefur spilað og hægt að ýta á + til að sjá það ár skipt niður eftir mótum. Einnig eru upplýsingar um landsleiki og leiki erlendis.

Listi yfir leikmenn

Listi yfir leikmenn. Hér er hægt að kalla fram lista yfir tegundum móta og svo raða eftir leikjum eða mörkum. Hægt að birta síður fyrir núverandi leikmenn og svo alla frá upphafi og bera saman. Dæmi.

Leikir

Hér má sjá yfirlit yfir leiki ársins 2013. Við hvern leik sjást strax lykilupplýsingar eins og hvað margar myndir, myndbönd, blaðaúrklippur eða annað efni sé tengt leiknum ásamt því að í hægra horni sést hvort leikur vannst, tapaðist eða hvort hann endaði með jafntefli og næst þannig góð grafísk yfirsýn yfir gengið. Með því að smella á meira opnast allt efni tengt hverjum leik fyrir sig.

Til hliðar í hægri dálki sést listi yfir leikmenn, heildarleiki og aldur leikmanns á því ári sem um ræðir. Allt er þetta reiknað út sjálfkrafa í kerfinu.


Myndband

Hér má sjá eitt myndband á vefnum. Ef leikmaður er tengdur við myndbandið þá birtist hann þar og hægt að smella á hann til að komast á leikmannasíðuna. Hægt er að skoða myndbönd eftir árum.


Leikir eftir félagi

Í kerfinu er hægt að kalla fram alla leiki við ákveðið félag og eru þá dregin saman tölfræði milli félaganna. Dæmi.


Leikir eftir velli

Á sama hátt er hægt að kalla fram leiki eftir velli og sjá gengi liðsins þar.


Sögusíður

Hægt er að búa til síðu fyrir hvert ár í sögu félagsins. Þar er einfalt að setja inn „leikjaboxið“ með öllum upplýsingum um viðkomandi leik og skrifa svo texta og setja myndir með. Dæmi.


Hér hefur verið stiklað á stóru í kerfinu. Það er einnig mögulegt að bæta við möguleikum þar sem þess þarf.


Hafið samband við okkur á netfangið zebra@zebra.is eða í síma 692 1050 til að fá meiri upplýsingar.