Leikur að tölum og LÍN
Ásta Guðrún Helgadóttir
71

LÍN og lánið leikur við mann

Meðfylgjandi er stórgóð úttekt Ástu Guðrúnar Helgadóttur á frumvarpi Illuga Gunnarssonar og félaga til nýrra laga um Lánasjóð Íslenskra námsmanna. Það sem skortir almennt í umræðuna er samt það hvort nýtt kerfi hafi einhver áhrif á þá sem þiggja lán skv. núverandi kerfi og hvaða áhrif það hafi á fólk sem er komið yfir fertugt. Ég hef fengið pata af því að þeir sem eru í núverandi lánakerfi verði svínbeygðir inn í nýja formið. Það þýðir að ég, 46 ára háskólanemi á Bifröst, þarf að greiða lánið upp fyrir 67 ára aldur, greiðslur hefjast mun fyrr og vextir verða miklu hærri en þeir sem ég gekkst að. Hvernig eru reglur um forsendubreytingar á lánum? Það getur varla verið löglegt að þröngva fólki inn í hærri vexti og mun hærri afborganir. Við þurfum að fá allar upplýsingarnar… ekki bara þær sem líta vel út herra Illugi!

A single golf clap? Or a long standing ovation?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.