Kapítal / Eigið fé

Ishmael
11 min readDec 21, 2023

--

Wherever we turn among civilized peoples we fnd a system of large-scale advance provision for the satisfaction of human needs. When we are still wearing our heavy clothes for protection against the cold of winter, not only are ready-made spring clothes already on the way to retail stores, but in factories light cloths are being woven which we will wear next summer, while yarns are being spun for the heavy clothing we will use the following winter. When we fall ill we need the services of a physician. In legal disputes we require the advice of a lawyer. But it would be much too late, for a person in either contingency to meet his need, if he should only then attempt to acquire the medical or legal knowledge and skills himself, or attempt to arrange the special training of other persons for his service, even though he might possess the necessary means. In civilized countries, the needs of society for these and similar services are provided for in good time, since experienced and proven men, having prepared themselves for their professions many years ago, and having since collected rich experiences from their practices, place their services at the disposal of society. And while we enjoy the fruits of the foresight of past times in this way, many men are being trained in our universities to meet the needs of society for similar services in the future.

- Carl Menger

Almennt séð er eigið fé íslenska þýðingin á orðinu capital, þó svo ég beri virðingu fyrir þeirri þýðingu að þá finnst mér hún ekki eins lýsandi og orðið capital, því ætla ég að nota í þessum skrifum mínum orðið kapítal sem tökuorð í stað eigið fés, ástæðan er sú að ég vil að samhengið milli kapítals, kapítalista, kapítalisma og kapítalískra vara sé augljósara en þegar orðið eigið fé er notað. Kapitalísk vara er réttilega kölluð framleiðsluvara á íslensku.

Sömuleiðis nær mikið af mínum skrifum hér í þessari grein yfir þá skilgreiningu kapítals í frjálsu markaðshagkerfi, þar sem peningur er ekki einokaður af ríkisvaldinu og seðlabönkum þess. Í okkar nútíma kerfi geta stórar stofnanir og bankar myndað einokun á markaðnum og orðið það stór að afleiðingar rangra ákvarðana hjá þeim munu aldrei leiða til gjaldþrots, því þau verða einfaldlega of stór til þess samkvæmt ríkisvaldinu, slíkt leiðir til ríkisinngripa sem ýmist felur í sér ódýrt lánsfé eða hreina peningaprentun á kostnað þegna þess ríkis sem fram kemur í földum sköttum og útþynningu kaupmátts (verðbólgu).

Kapítal spilar ekki eins stóra rullu í nútíma hagfræði og það ætti að gera, í þessum skrifum mínum ætla ég að fara út í mikilvægi kapítals og hversvegna nútíma hagfræði kennir það ekki eins og sú Austurríska gerir.

Kapítal er tegund af eign sem er notuð til þess að framleiða aðrar vörur, þú eignar þér ekki kapítal til þess eins að eiga það heldur til þess að nýta það til framleiðslu eða viðskipta. Þar með er virði kapítals ekki byggt á notagildinu sem það færir þér, heldur frá virði hlutanna sem það framleiðir eða kaupir.

Sama vara getur verið kapitalísk vara (e. capital good) og neyslu vara (e. consumer good), og liggur munurinn þar á hvort varan sé notið til framleiðslu eða til neyslu. Sem dæmi ef þú átt bát sem þú siglir á þér til skemmtunar er hann neysluvara, en ef þú notar hann til fiskveiða sem þú svo ýmist neitir eða selur að þá er hann orðin kapítalísk vara.

Kapítal lengir framleiðsluferli okkar, og þegar við stundum kapítalíska framleiðslu að þá erum við að lengja ferlið sem það tekur að framleiða fyrstu einingu af tiltekinni vöru, það kann að hljóma gagnkvæmt en allar einingar sem framleiddar eru á eftir fyrstu einingu af vörunni verður skilvirkara að framleiða, m.ö.o. jaðarafurð framleiðslunnar er framleidd hraðar, sem skilar sér í meiri framleiðni.

Sparnaður

Sparnaður er móðir alls kapítals og án sparnaðar og frestun á neyslu getur kapítal aldrei orðið til. Fiskveiðimaður getur ekki smíðað fiskveiðibát án þess að afsala sér sínum frítíma eða tíma sem hann annars myndi nýta til að veiða fisk, sem leiðir af sér að hann þarf að borða minni fisk en ella. Hann þarf þó að borða á meðan hann býr til fiskibátinn, því þarf hann að fresta neyslu sinni ýmist með því að borða minna eða ekki neitt. Sambærilegt gildir um bóndann sem þarf að safna upp nægu korni yfir vetrartíman á meðan fræin sem hann hefur plantað vaxa og þroskast í neytanlegt korn.

Þó svo þetta séu einföld dæmi að þá gilda þau jafn mikið fyrir sjálfstæða veiðimanninn og bóndann og þau gera í okkar háþróaða markaðshagkerfi í dag. Sem dæmi tók það níu ár frá því tilkynnt var að framleiðsla ætti að hefjast á Boeing 787 flugvélinni og þar til henni var fyrst flogið með farþegum, þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir að fjármagnið kom þar frá kapítalinu úr höndum fjárfesta og eigenda Boeing, þeir þurftu að spara sitt kapítal til að borga þeim sem vélina hönnuðu og framleiddu, allt þetta er ekki hægt án kapítalisma þar sem fólk og fyrirtæki spara sitt kapítal til að geta framleitt næstu vöru sem mun þjóna fólki betur. Slíkt lengir framleiðsluferlið þar til kapítalið fer að skila af sér afurð og hagnaði.

Þeir sem fresta sinni nútíma neyslu til þess að safna upp kapítali, og lengja þannig sitt framleiðsluferli, verða á endanum mun afkastameiri en þeir sem gera það ekki. Með hjálp kapítals fer fiskveiðimaður úr því að veiða 3 fiska á dag yfir í 5 tonn af fisk á dag. Í frjálsu markaðshagkerfi, þar sem peningurinn er ekki einokaður, er slíkt það sem aðskilur þá sem eru auðugir og þá sem eru fátækir, það er að þeir auðugu er tilbúnir að fórna neyslu nútíðar og spara upp kapítal til þess að lágmarka jaðarframleiðsluferli vörunnar sem þeir svo selja.

Kapítal færir okkur einnig vörur sem við annars hefðum ekki kost á, líkt og bíllinn sem gjörbreytti ferðamáta mannsins. Án bílsins kæmumst við ekki landshornana á milli á nokkrum klukkutímum heldur tæki það okkur daga eða jafnvel vikur. Sömuleiðis leyfir fiskveiðibáturinn okkur að veiða fisk sem við annars gætum ekki veitt við strendur landsins. Kapítal eykur því ekki aðeins okkar skilvirkni og framleiðni heldur gerir okkur einnig kleift að framleiða og vinna vörur sem annars væri okkur ómögulegt.

Án nútíma kapítals, er afurð dags vinnu um það bil það sem einstaklingur þarf til þess að lifa af, sem gerir lífið mjög ótryggt og óvisst. Á þeim stöðum þar sem mikil fátæk ríkir í dag er kapítal af skornum skammti, og fólk þarf að vinna á hverjum degi til þess að geta lifað af. Lífsnauðsynlegir hlutir verða þar dýrir og gríðarlega tímafrekir í framleiðslu sökum þess að aldrei er hægt að spara og fórna tíma í annað en að vinna inn fyrir því sem heldur þér á lífi.

Marxistar trúa því að kapítal sé illur hlutur sem illt fólk fær upp í hendurnar á sér og notar til að spilla okkar samfélagi, þau trúa því að kapítal er guðsgjöf sem sumir fá líkt og sumir fæðast hávaxnir og myndarlegir. En þetta er mjög röng hugsun og oftast heldur hún fólki frá því að geta nokkurntíman átt og viðhaldið kapítali því það skilur ekki hvernig það virkar, því það sér bara að annað fólk eiga kapítal en ekki þau og verða þannig bitur yfir því í stað þess að einbeita sér að því og eignast það sjálf. Marxistar einbeita sér ekki að því hvernig þau geta eignast og viðhaldið sínu kapítali heldur frekar hvernig þau geta tekið það frá þeim sem það eiga, til þess að gera lífið sanngjarnara og jafnara sem er gjörsamlega fáránleg hugsun. Það er hægt að líkja þeirri hugsun við það að ef þú ert óheilbrigður og veikur af þínum lífstíl, að þá sé sanngjarnt að heilbrigt fólk verði líka veikt til að gera lífið sanngjarnara, í stað þess að taka ábyrgð á þinni eigin heilsu.

Kapítal er dýrt, og kostnaður þess er sífellt greiddur af eigendum þess:

  1. Það krefst frestun á neyslu
    Það er ekki hægt að eiga kapítal án þess að fresta því að neyta þess í von um mögulega framtíðar afurð þess, því öllu kapítali í heiminum er hægt að umbreyta í neysluvöru á hvaða tímapunkti sem er. Líkt og vinnandi maður þarf að fórna frítíma sínum til að sinna vinnu sinni, þarf kapítalisti að fórna því að neyta síns kapítals.
  2. Það getur eyðilagst eða grotnað niður
    Að eignast kapítal getur tekið mörg ár, en að eyðileggja það getur tekið aðeins fáeinar sekúndur, líkt og hvaða maður sem er getur orðið fyrir bíl eða öðrum hörmungum. Hægt er að líkja kapítali við lifandi veru, líkt og öll önnur fyrirbrygði innan hagfræðinnar er það ekki undanskilið lögmálum nátturunnar. Á meðan lifandi verur þurfa stanslaust að nærast og viðhalda sínum þörfum innan þess umhverfis sem þær búa við, að þá þarf að beita kapítali stanslaust í framleiðslu sem skilar ávöxtun svo hægt sé að viðhalda því. Sem dæmi er ekki hægt að viðhalda stórum fiskveiðibát án þess að hann skili ávöxtun sem borgar fyrir hans viðhald, án stanslaus viðhalds mun fiskibáturinn grotna mjög fljótt niður af náttúrunnar höndum
  3. Því fylgir áhætta
    Óteljandi áhættur fylgja því að eiga kapítal umfram eyðileggingu og grotnun, efnahagslegar ógæfur geta sömuleiðis gert kapítal þitt óskilvirkt og verðlaust. Slíkt er eðlilegt fyrirbæri í frjálsu markaðshagkerfi, þar sem framleiðendur keppast um að framleiða vörur sem skilar þeim sem hæstri framleiðni. Kapítal þitt getur orðið verðlaust og óarðbært ef ný tækni kemur á markaðinn sem skilar mun hærri framleiðni en það sem þitt kapítal gerir, þar með verður þú ekki lengur samkeppnishæfur og á endanum tilgangslaus.

Til þess að verða kapítalisti þarftu að byrja á því að framleiða eitthvað fyrir fólk sem það metur til virðis svo það muni versla það af þér. Svo þarftu að neita þér um að neyta peningsins sem fólk borgar þér og beita honum í reksturinn sem þú ert að reka til þess að geta haldið áfram að framleiða vörur sem fólk metur hærra til virðis en það inntak sem þú notar til að framleiða þær. Ef þér mistekst slíkt á einhverjum tímapunkti munt þú tapa í þínum rekstri sem á endanum leiðir til gjaldþrots og glataðs kapítals. Þó svo ástæður gjaldþrots geti verið margvíslegar; Leti, áhugaleysi, óheppni, betri samkeppni, að þá er útkoman er alltaf sú sama; Glatað kapítal.

Fórnarlömb nútíma hagfræði sem byggja á kenningum Keynes og Marx sóa lífi sínu í að hugsa um hvernig þau geta tekið kapítal frá þeim sem það eiga í stað þess að læra hvernig þau eignast það og viðhalda því. Samfélög sem heltekinn eru af þessari hugmyndafræði eyðileggja kapítal og hvatann til þess að eiga það, og skipta því út fyrir inneign í formi skulda með hörmulegum afleiðingum. Um leið og þú skilur misskilning nútíma hagfræðinga á kapítali, ferðu að skilja ástæðu þeirra efnahagslegu hörmunga sem átt hafa sér stað á 20. öldinni og 21. öldinni.

Þegar fólk í valdastöðu misskilur hvernig kapítal virkar og hvað þarf til að viðhalda því taka þau þátt í aðgerðum sem eyðileggja það, því þau trúa því að allir eigi rétt á því að eiga kapítal. En þegar ríkið tekur kapítalið frá kapítalistunum sem það eiga og dreyfa því til sín sjálfs sem og þegna samfélagsins, munu afleiðingarnar verða eyðilegging á kapítali. Því þó svo það sé hægt að taka kapítal frá kapítalistum að þá er ekki hægt að láta þekkinguna fylgja sem þarf til til þess að eiga og viðhalda því. Í okkar nútíma samfélagi þegar við skiptum út kapítali fyrir inneign í formi skulda, að þá er er ekki verið að búa kapítal til, það er ekki verið að framleiða neitt, það er engin sparnaður sem á sér stað, það er aðeins verið að búa til framtíðar kröfu á mögulegt kapítal með katastrófískum afleiðingum.

Kapítal og tímagildismat

Kostnaður þess að eiga og viðhalda kapítali endurspeglar tímagildismat einstaklings, því vilji þinn í að fórna nútíma neyslu í von um betri framtíðar afrakstur er beintengt við tímagildismat þitt. Því lægra sem tímagildismat þitt er því meiri hvata hefur þú til þess að fresta nútíma neyslu þinni í von um að eiga betri framtíð. Sem dæmi ef þú átt milljón í dag að þá getur þú eytt henni í það sem þig langar til, en þú getur líka sparað hana og ávaxtað eða fjárfest. Hinsvegar tapar peningur okkar stanslaust kaupmætti sínum sama hvernig við spörum hann eða ávöxtum í dag í banka, slíkt ýtir okkur út í áhættufjárfestingar og neyslu frekar en ef kaupmáttur penings okkar myndi stanslaust hækka.

Tímagildismat er undirstaða þess hvort og hvernig kapítal verður til í okkar samfélagi, því lægra sem tímagildismat samfélagsins er því meira er það tilbúið að fórna nútíma neyslu sinni. Tímagildismat skilgreinir framgang siðmenningar í sérhverju samfélagi, lækkun þess framfleitir okkar eignarsköpun og stýrir framleiðslunni í átt að frekari skilvirkni sem færir okkur meira virði.

Dygðarhringur siðmenningar

Þegar tímagildismat lækkar eykst aðsöfnun samfélagsins á kapítali sökum þess að það frestar nútíma neyslu sinni, því meira sem við eignumst af kapítali því lægra verður verð þess sem leiðir af sér lækkun vaxta og aukinnar gnægðar, og því meira sem gnægð kapítals eykst því meira eykst framleiðni okkar, sem leiðir af sér að lífsgæði okkar aukast. Aukin lífsgæði þýða aukið magn af vörum, sem aftur lækkar tímagildismat okkar. Þessi dygðarhringur siðmenningar gerir okkur umhverfi öruggara því við eigum meira kapítal en við þurfum til þess að lifa af, þar með frestum við neyslu þess sem áfram eykur okkar kapítal, líkt og það er auðveldara að spara þegar þú átt mikinn pening en þegar þú átt lítinn pening.

Í dag sjáum við mikið af umræðu sem fer á mis við það að spara upp kapítal. Þegar fólk hugsar um kapítalisma, þó svo hugtakið snúist um kapítal, hugsar fólk um viðskiptakerfi þar sem fólk getur stundað frjáls viðskipti, en ekki uppsöfnun á kapítali. Þróunarhagfræði og þróunarstofnanir tala sjaldnast um sparnað og uppsöfnun kapítals sem mikilvægan þátt í okkar framþróun, þau trúa því að framþróun gerist sökum viðskipta eða þökk sé hvaða buzz-orði sem þessi költ finnast vinsæl hverju sinni, og ef þau nefna kapítal að þá eru þau ekki að hvetja til sparnaðar, heldur þverstæðu þess sem er lántaka. Ef þú virkilega hugsar um það að þá gengur starfsemi þróunarstofnana sem eiga að hjálpa þróunarríkjum út á að gera þau að skuldaþrælum sem staunslaust þurfa að reiða sig á frekari lán frá IMF og World Bank, en ekki að hjálpa þeim að byggja upp kapítal í sínu landi.

Nútíma hagfræðingar mála harðan sparnað upp sem eitthvað andsamfélagslegt fyrirbæri, þeir vilja telja okkur trú um að án verðbólgu og útþynningu kaupmátts muni hagkerfi okkar staðna og leiða af sér atvinnuleysi, sem er algjör þvæla. En það er mikilvægt að við skiljum afhverju þeir komast að þessari niðurstöðu, þeir byrja á að áætla að tekjur samfélagins muni skiptast upp í sparnað og neyslu eftir einhverri fyrirfram skilgreindri formúlu, og draga þannig ályktun að fólk muni eyða X mikið og spara Y mikið og að allir séu að fara hegða sér eins, allt til þess að réttlæta sína útreikninga. Þeir skilgreina einnig fjárfestingar sem kaup á nýju kapítali og sparnað sem kaup á hlutabréfum, skuldabréfum eða sem bankainnistæður, en það er mjög röng skilgreining því sparnaður er ekkert annað en frestuð neysla á þínu kapítali. Hlutabréf, skuldabréf og bankainnistæður gefa aðeins einhverjum öðrum aðgang að þínu kapítali sem þau svo reyna að framleiða eitthvað úr því.

Sömuleiðis draga þeir þá ályktun að jafnvægi næst í samfélaginu ef sparnaður er jafn fjárfestingum, því ef sparnaður er of hár, mun atvinnuleysi fylgja. Með þessu móti er sparnaður gerður að orsökum efnahagsvanda en ekki grunnforsendu efnahagssköpunar líkt og hann hefur verið í sögu mannsins, því þeir vilja telja okkur trú um að sparnaður leiðir til minni neyslu sem svo leiðir af sér að fólk missi vinnuna sína. Þá eru inngrip ríkisins og seðlabanka eina lausnin sem þeir sjá, með því að búa til fríar ávísanir á kapítal með skuldum er hugtakið sparnaður eyðilagt.

Það eru engin takmörk á því hvað við getum átt mikið kapítal, því við munum halda áfram að finna skilvirkari leiðir í framleiðslu okkar með tækniframförum. Meira kapítal gerir okkur kleift að þróa okkar framleiðslu enn frekar og eru einu takmörkin þar okkar tímagildismat og fórnarkostnaður neyslu nútíðar.

--

--