Tími

Ishmael
6 min readNov 5, 2023

--

Man is subject to the passing of time. He comes into existence, grows, becomes old, and passes away. His time is scarce. He must economize it as he economizes other scarce factors. The economization of time has a peculiar character because of the uniqueness and irreversibility of the temporal order.

- Ludwig von Mises

Tíminn er hin eina endanlega auðlind sem við búum við. Þegar barn fæðist inn í þennan heim hefst tími þess, sá tími er óviss og getur hann varað allt frá einni klukkustund upp í heila öld. Enginn veit fyrir víst hve lengi hann mun lifa, en allir átta sig á því að það er ómögulegt að lifa að eilífu, og tími sérhvers manns dvínar þar til hann rennur endanlega út. Tíminn er sjaldgæfur, þar af leiðandi leitumst við eftir að hagræða honum og helga í þá hluti sem gefa okkar hvað mest virði og eru því allar ákvarðanir sem við tökum til hagræðinga teknar með tilliti til tímans.

Tíminn er einstök efnahagstengd vara sökum þess að hann er óafturkallanlegur og óbreytanlegur, þú getur hvorki keypt til baka þann tíma sem liðið hefur eða aukið hann endalaust. Allar auðlindir sem við nýtum til framleiðslu á efnahagstengdum vörum krefjast tíma og ekkert hefur sannað að til eru náttúrulegar eða efnislegar hömlur sem liggja á bakvið hve mikið við getum framleitt af nokkurri vöru, einu hömlurnar sem við erum bundin við er tíminn sem við eyðum í sérhverja framleiðslu og fórnarkostnaðinn sem liggur á baki þess hvernig við hagræðum honum. Því er öll sú efnahagstengda sjaldgæfni sem við lifum við fólginn í sjaldgæfni tímans.

Gnægð hrávara heldur áfram að vaxa í auknu magni á meðan tíminn okkar verður sjaldgæfari, en hrávörur vaxa ekki fyrir framan nefið á okkur, við þurfum að vinna þær og sækja í skiptum fyrir tíma okkar. Því er ekki beint við hæfi að kalla efnislega hluti auðlindir því þeir eru afurð þess hvernig við nýtum tíma okkar, hinnar raunverulegu auðlindar, í að umbreyta óendanlegum efnislegum hlutum í efnahagstengdar vörur.

Mikil vinna fer í að grafa upp og vinna hrávörur eins og járn, kopar, ál eða olíu svo dæmi séu tekin. Sjaldgæfni þeirra er ekki bundin við hversu mikið magn er til af þessum hrávörum í jarðskorpunni, heldur er hún bundin við tímann sem fer í að framleiða þær samhliða eftirspurninni eftir þeim og fórnarkostnaðinum við að nota tímann í þá framleiðslu frekar en eitthvað allt annað. Allar auðlindir eru til í meiri gnægð hér á jörð en til er af getu okkar til að hagnýta þær, en þær eru sjaldgæfar sökum þess að við höfum ekki tíma til að vinna þær allar og gefa okkur í óendanlegu magni.

Fórnarkostnaður

Fórnarkostnaður er skilgreindur sem kostnaður tiltekins verknaðs samanborið við virði annarskonar verknaðs sem þú hefðir getað framkvæmt í staðin, og er það sjaldgæfni tímans gefur öllu fórnarkostnað sökum þess að hann er nauðsynleg auðlind alls verknaðar. Fórnarkostnaður þarf því ekki að vera fjármagnstengdur kostnaður, hann er það sem þú afsalar þér til að geta framkvæmt þann verknað sem þú kýst, því það er alltaf einhver annar verknaður sem þú hefðir getað framkvæmt í stað þess sem þú kaust að framkvæma. Því gefur sjaldgæfni tímans öllu fórnarkostnað.

Efnislegar gnægðir

Það hefur sýnt sig að gnægð vara fer vaxandi með tíma eftir því sem við neytum meira af þeim, og skilgreinum við magn þeirra vara sem við höfum unnið úr efnislegum auðlindum sem forða. Forði þeirra vara sem við vinnum úr jarðskorpunni og neytum er algjörlega bundinn við tímann sem við eyðum í að finna og vinna þær. Því meira sem við neytum af tiltekinni vöru, því meiri hvati myndast til að finna og vinna þær auðlindir sem gefa okkur þá vöru sem afurð.

Jörðin er stærri en við gerum okkur grein fyrir, og er því ekki einhver takmörkuð uppspretta sem við mannkynið erum að ganga á og þurrka upp. Ef við myndum bera jörðina saman við knattspyrnuvöll að flatarmáli, að þá er flatarmál allra þeirra náma sem til eru á henni á stærð við lítið skrifborð, og ef við berum rúmmál jarðar saman við ólympíska keppnissundlaug, að þá væri rúmmál allra þeirra náma sem við höfum grafið jafngilt hálfum bolla af vatni.

Við framkvæmur hagræðingar á jaðrinum þegar við veljum næstu einingu sem við hyggjumst framleiða og neyta, það er því tilgangslaust að velta sér uppúr því hvað sundlaugin er stór því hún er svo umtalsvert stærri en það sem við munum nokkurntíman geta neytt. Það sem við þurfum að velta okkur upp úr og hugsa um er hversu mikinn tíma við höfum til þess vinna úr bollanum, því hann er það sem við erum að hagræða með tilliti til. Að hafa áhyggjur af því að við séum að tæma auðlindir jarðar er eins og að hafa áhyggjur af því að við séum að klára þær steintegundir sem notaðar eru til að framleiða sement og byggja hús.

Þá eru nokkur atriði sem við getum treyst á svo lengi sem höfum opinn markað:

  • Forði þeirra vara sem við neytum fer stanslaust vaxandi.
  • Raunvirði allra vara sem við neytum fer lækkandi. (Nafnvirði allra vara fer hækkandi sökum verðbólgu og tapaðs verðgildis sérhverrar einingu valdboðsgjaldmiðla)
  • Raunvirði tíma okkar (vinnu) fer stanslaust vaxandi.
  • Hrávörur eru til í mikilli gnægð í kringum okkur, hinsvegar eru þær efnahagstengdu vörur sem við vinnum úr þeim hrávörum sjaldgæfar sökum tímans sem fer í að vinna þær og sækja.

Simon Abundance index innheldur upplýsingar um hvernig virði og gnægð 50 hefðbundinna hrávara hefur breyst síðan 1980, virði er þar mælt með tilliti til tímans sem það tekur meðalmann að vinna fyrir einni einingu af henni. Frá árunum 1980–2020 hefur virði þessara 50 vara lækkað um 75.2%, á meðan fólksfjöldi á jörðinni hefur aukist um 75%.

Sömuleiðis höfum við mjög áreiðanleg gögn um olíuforða og olíuneyslu okkar jarðarbúa, og má hér sjá hvernig forðinn hefur aukist síðastliðin 40 ár í samaborði við hvernig neyslan hefur aukist.

Það eru engin gögn til sem sanna það að við séum að ganga á olíuforða heimsins. Staðreyndin er að því meira sem við neytum af henni, því meira eykst hvatinn til að leita og þar af leiðandi finnum við meira af henni.

Verð eru því ekki að hækka sökum umhverfisþátta og það að við séum að ganga á auðlindir jarðar og að iðnbyltingin sé búin að ganga frá og rústa fyrir okkur þeim takmörkuðu auðlindum jarðar sem gera líf okkar nauðsynlegt og eins gott og við höfum það í dag. Verð hækka vegna þess að ríkið þynnir stanslaust út gjaldmiðil okkar sem leiðir af sér stanslaust vaxandi vöruverð ef mælt er í krónum og aurum, háskólar sem treysta á aðkomum og fjárstyrkingar ríkisins til að starfa vilja hinsvegar að við trúum fyrrnefndum þáttum.

Það hvernig við hagræðum tíma okkar skiptir því höfuðmáli fyrir hversu velsæld framtíð okkar mun vera. Tímagildismat (e. time preference) er sá huglægi mælikvarði á það hvernig við kjósum nútíma fullnægingu frammyfir framtíðar fullnægingu, og mun ég kafa betur í tímagildismat síðar, en þegar upp er staðið snúast allar hagræðingar okkar út á það hvernig við fórnum nútíma neyslu og eyðslu fyrir betri afkomu og bætt notagildi framtíðarinnar.

Því eru mikilvægustu viðskipti sem nokkur einstaklingur getur átt eru viðskiptin sem hann á við sitt framtíðar sjálft.

--

--