Vinna

Ishmael
8 min readNov 19, 2023

--

The employment of the physiological functions and manifestations of human life as a means is called labor… Man works in using his forces and abilities as a means for the removal of uneasiness and in substituting purposeful exploitation of his vital energy for the spontaneous and carefree discharge of his faculties and nerve tensions. Labor is a means, not an end in itself.

Every individual has only a limited quantity of energy to expend, and every unit of labor can only bring about a limited effect. Otherwise human labor would be available in abundance; it would not be scarce and it would not be considered as a means for the removal of uneasiness and economized as such.

- Ludwig von Mises

Maðurinn ver tíma sínum á tvo vegu, ýmist til vinnu eða til frístunda, og liggur munurinn þar á milli að vinna er það sem við gerum til þess að hljóta efnahagstengdan ágóða af, á meðan frístundir er það sem við gerum fyrir þeirra eigin sakir. Vinna er eitthvað sem við þurfum að gera til þess að lifa af, á meðan frístundir eru eitthvað sem við viljum gera.

Við framkvæmum vinnu til þess að njóta afraksturs hennar, oftast penings, ekki vegna þess að við viljum framkvæma hana. Því segjum við að vinna hefur neikvætt notagildi fyrir sérhvern mann, því við myndum alltaf kjósa að verja tíma okkar í eitthvað annað. Það þýðir ekki að ekki sé hægt að hafa gaman af vinnunni sinni, en hún takmarkar alltaf þann tíma sem við getum annars eytt í það sem við viljum gera.

Börn geta einungis hugsað um sína nútíma ánægju og er nánast ógerlegt að miðla því til þeirra að fórna nútíma ánægju fyrir farsælari framtíð. Börn sjá t.d. ekki tilganginn í því að fara á klósettið þegar þau eru að leika sér, því þau átta sig ekki á því að það er betra að fórna nokkrum mínútum í að fara á klósettið frekar en að halda áfram að leika sér í hlandblautum buxum. Eftir því sem við eldumst og þroskumst förum við að hugsa meira og meira til framtíðar, og áttum við okkur á því að framtíðin getur verið okkur mun betri ef við afsölum okkur nútíma neyslu og velsæld, því enginn getur fært sér betri framtíð án fórnarkostnaðar nútíðar.

Hagræðingar eru nauðsynlegar til þess að færa okkur betri framtíð, og við hagræðum á tvennskonar vegu; Annarsvegar til þess að lifa lengur og hinsvegar til þess að auka framtíðar virði okkar. Með því að beita rökhugsun getum við séð leiðir til þess að bæta framtíðarhorfur okkar, sama hversu slæmur raunveruleiki nútíðar er. Með rökhugsun áttum við okkur á því að með vinnu getum við bætt framtíðarhorfur okkar, því ef við vinnum í dag munum við geta átt fyrir að borða, og ef við borðum og nærumst munum við geta lifað lengur.

Meiginleiðin sem maðurinn fer til að auka framtíðar virði sitt er með því að vinna að framleiðslu. Áður en við ræðum framleiðslu nánar er nauðsynlegt að gera grein fyrir nokkrum hugtökum betur:

  • Neysluvörur (e. consumer goods or first-order goods) fullnægja þörfum mannsins beint, óháð öðrum vörum. Þegar vörur eru framleiddar er lokamarkmiðið að selja þær sem neysluvörur.
  • Framleiðsluvörur (e. producer goods or higher-order goods) fullnægja þörfum mannsins þegar þær eru notaðar til að framleiða neysluvörur, líkt og færiband er framleiðsluvara í verksmiðju. Hægt er að horfa á vinnu sem maðurinn framkvæmir sem framleiðsluvöru en hún er betur skilgreind sem eigið fé.
  • Eigið fé (e. capital) er vara sem við getum átt og notað í framleiðslu á öðrum vörum, líkt og við notum stálbita í að byggja færibönd, brýr eða bíla. Án eigins fés verða engar vörur framleiddar og til þess að geta átt eigið fé verðum við að fórna því að umbreyta því í neysluvörur.
  • Afkastageta (e. productivity) er skilgreint sem það magn sem hægt er að framleiða úr einni einingu á gefinni tímaeiningu, þ.e. hún mælir hversu mikið við getum framleitt úr því sem við höfum að vinna með.
  • Viðskipti (e. exchange or trade) er þegar við skiptum á vöru eða þjónustu fyrir aðra vöru eða þjónustu með þeirri trú um að við séum að hagnast á því. Með það í huga getum við skilgreint framleiðslu sem viðskipti, þar sem við skiptum út frítíma og eigið fé í staðin fyrir það sem vinnan skilar af sér eða framleiðir. Allar hagræðingar eru í raun viðskipti, það er augljóst að þegar við skiptum á vörum eða þjónustu að þá stundum við viðskipti, en við stundum þau sömuleiðis þegar við vinnum, því þá fórnum við frítíma okkar í að vinna sökum þess að afrakstur vinnunnar er okkur verðmætari en tíminn sem við hefðum annars getað eytt í frístundir.
  • Verð (e. price) er peningalegt virði þess sem gefið er upp í viðskiptum.
  • Kostnaður (e. cost) er virði verðsins; Þ.e. virði þess sem við þurfum að gefa upp til þess að ná tilsettu markmiði, einnig skilgreint sem fórnarkostnaður.
  • Hagnaður (e. profit, gain or net yield) Er mismunur útlagðs kostnaðar og hverju það skilaði. Hagnaður er því huglægt mat, líkt og virði, því hann eykur gleði þess manns sem um er rætt, og þar sem gleði er sálrænt fyrirbæri er ekki hægt að mæla það né vigta.

Þegar við framkvæmum vinnu getum við ýmist unnið fyrir okkur sjálf eða einhvern annan, þegar við vinnum fyrir okkur sjálf þá neytum við afurða þess sem við framleiðum, slíkt er sjaldséð í nútíma samfélagi þar sem flestir vinna fyrir einhvern annan, því þau ýmist framleiða vörur eða þjónustu í skiptum fyrir pening. Að vera sjálfstætt starfandi þýðir ekki að vinna fyrir sig sjálfan í einföldum skilningi, því þú þarft alltaf að bjóða upp á þjónustu eða vörur sem aðrir vilja versla af þér, og leggurðu þar með þitt af mörkum til samfélagsins, þannig að ef vinna þín býr ekki til neitt virði fyrir aðra, þá er hún einskins virði.

Vinna sem unnin er fyrir aðra í skiptum fyrir pening er kölluð launuð vinna, hún er unnin með samþykki þess sem vinnur hana (starfsmaður) og þess sem greiðir fyrir hana (vinnuveitandi). Það þekkist vart að starfsmaður vinni vinnu sína frítt og án þess að fá peningaleg laun fyrir, því sjaldnast kjósa menn að verja sínum frítíma í vinnu sem þeir fá ekki greitt fyrir. Jafnframt greiðir launaveitandi ekki fyrir vinnu sem skilar ekki af sér meira virði en hún kostar hann, annað væri ósjálfbært og myndi leiða af sér gjaldþrot þess fyrirtækis, vinnuveitandi mun því ekki ráða inn starfsmann ef laun hans eru hærri en verðmæti jaðarframleiðslunnar sem hann skilar af sér.

Verðmæti jaðarframleiðslu er skilgreint sem MRP (e. marginal revenue product), sem er jafngilt því hversu miklu starfsmaðurinn bætir við jaðarafurðina (e. marginal product) margfaldað með verði vörunnar. Ef vinnuveitandi ætlar að ráða tiltekinn starfsmann, mun hann því aðeins gera það ef sá starfsmaðurinn færir meira virði til fyrirætkisins en það sem það greiðir honum fyrir. Ef fyrirtæki þitt á að verða sjálfbært og arðbært, þarftu að framkvæma slíka efnahagsútreikninga, þú þarft að bera saman hversu mikinn pening starfsmaður skilar inn vs. það sem þú þarft að greiða honum fyrir.

Laun < MRP = Ráða starfsmann

Laun > MRP = Ekki ráða starfsmann

Vinna er einstök að því leiti að hægt er að aðlaga hana að breyttum skilyrðum, hvort sem það er vegna breyttrar eftirspurnar eða tækninýjunga í framleiðslu. Vöntun á tíma mannsins heldur áfram að aukast og hefur gert það sérstaklega eftir iðnbyltinguna. Það skiptir því ekki máli hversu afkastamikil við verðum, við munum alltaf þurfa fólk til að vinna fyrir okkur, því henni er hægt að beita í síbreytilega jaðarframleiðslu sem þörf krefst hverju sinni. Eigið fé er ekki eins sveigjanlegt og maðurinn er, því það er mun erfiðara að umbreyta t.d. vél sem er sérhæfð í að framkvæma tiltekin verknað í að framkvæma einhvern allt annan verknað. Það mun því alltaf einhver vilja fá fólk í að vinna fyrir sig, í að framleiða tilteknar vörur eða þjónustu, því maðurinn er sveigjanlegasta og klárasta fyrirbæri sem þrífst á þessari jörð, tími hans og hugur er grunnurinn að allri þeirri framleiðslu sem byggð hefur verið upp á þessari jörð. Eftir iðnbyltinguna, þegar maðurinn varð fær um að umbreyta orkunni sem geymd er í jarðefnaeldsneyti í afl og beina því í framleiðslu fór afkastageta hans að aukast í gríðarlegum mæli.

Atvinnuleysi

Hugtakið atvinnuleysi fæddist á 20. öldinn, fyrir þann tíma var hugtakið ekki til og halda margir að í dag sé atvinnuleysi óumflýjanlegur partur af markaðshagkerfinu, en svo er alls ekki. Fyrir tíma 20. aldarinnar var ekki talað um atvinnuleysi, því sem starfsmaður ákvaðst þú sjálfur að ráða þig í vinnu á sem hæsta mögulega kaupi eða þú ákvaðst að vinna ekki, ósjálfráða kerfisbundið atvinnuleysi var einfaldlega ekki til.

Verðbólga leiðir af sér síhækkandi vörurverð, sem leiðir af sér að starfsmenn krefjast hærri launa, án þess þó að framleiðni þeirra aukist. En vandamálið er að í verðbólgu tapast orka úr kerfinu, því verð geta ekki hækkað línulega samhliða launahækkunum þegar peningamagn í umferð eykst. Þeir sem fá hið nýja peningamagn í hendurnar eru aðeins þeir sem hagnast á því. Þeir vinnuveitendur sem ekki fá þetta nýja peningamagn í hendurnar tapa því pening sem og starfsmenn þeirra, þá neyðast slíkir vinnuveitendur til þess að segja upp fólki þegar fátækari starfsmenn þeirra biðja um hærri laun eða skrá sig gjaldþrota.

Þegar peningamagn í umferð eykst, leiðir það alltaf af sér aukið fjármagn til ósjálfbæra fyrirtækja, og með auknu peningamagni í umferð eykst verðbólga sem leiðir svo af sér að hækkun vaxta til að berjast gegn verðbólgunni. Þegar vextir hækka verður fjöldin allur af fyrirtækjum gjaldþrota sökum þess að þau hafa ekki lengur aðgang að ódýru fjármagni, og þar með verður fjöldinn allur af starfsfólki í tilteknum starfstéttum með sömu starfshæfileika atvinnulaus. Þetta gerist á krepputímum, líkt og kom fyrir í fjármálahruninu 2008, þegar fjöldinn allur af fjármálasnillingum misstu vinnuna sína. Slíkir hlutir eru ekki nátúrulegir þættir í ómiðstýrðu markaðshagkerfi, slíkt er afurð ónáttúrulegrar aðkomu ríkisins í skulda- og peningastefnu sem leiðir af sér straum ódýrs fjármagns inn í ósjálfbærar fjárfestingar á kostnað þegna ríksins.

Það sem bætir svo gráu ofan á svart er þegar stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar fara fram á launahækkanir tiltekinna starfstétta með það að markmiði að bæta lífsgæði fólks, og rökstyðja að með hærri launum muni það örva hagkerfið. Slíkt hefur þveröfug áhrif og leiðir af sér að ólöglegt verður að ráða inn starfsfólk þar sem laun þeirra eru lægri en verðmæti jaðarframleiðslu þeirra, og eins og við töluðum um að ofan, leiðir slíkt af sér ófsjálfbæra framleiðslu og á endanum gjaldþrot þessara fyrirtækja eða þörf á aðkomu ríkisins til að fjármagna þeirra hallarekstur með enn frekari skuldasöfnun.

Í frjálsu markaðshagkerfi myndum við ekki horfa uppá endalausa verðbólgu sem rænir kaupmátt frá fólki og þynnir út sparnað þeirra, heldur myndi kaupmáttur sparnaðs fólks aukast að raunvirði. Það yrði því eðlileg þróun að sjá fólk vinna sér inn sparnað, setjast í helgan stein og lifa af sparnaði sínum. Þessar hagsveiflur sem við sjáum og upplifum í dag eru bein orsök aðkomu ríkisins í skulda- og peningastefnu, því slík aðkoma beinir fjármagni inn í rekstur sem reynist algjörlega ósjálfbær og óþarfur. Þegar fram líða stundir, munu allir sjá að keisarinn stendur nakinn fyrir framan okkur, og við höfum verið að aðhyllast fjármögnun ósjálfbæra aðgerða sem ræna almenning fjármagni og skila því til þeirra sem skapa þessa fölsku sýn með fyrrnefndum afleiðingum.

--

--