Virði

Ishmael
6 min readOct 19, 2023

--

Value is thus nothing inherent in goods, no property of them, nor an independent thing existing by itself. It is a judgment economizing men make about the importance of the goods at their disposal for the maintenance of their lives and well-being. Hence value does not exist outside the consciousness of men.

- Carl Menger

Það að skilgreina virði sem huglægan þátt er grunn forsenda Austurrísku hagfræðinnar og er það sem aðskilur hana frá öðrum skólum hagfræðinnar. Jaðargreining, sem við munum ræða betur á eftir, er svo grunnurinn að nútíma hagfræði. En áður en við förum að skilgreina betur hvað átt er við með því að virði sé huglægt mat og hvað jaðargreining er, er nauðsynlegt að gera grein fyrir nokkrum grunnatriðum fyrst.

Vara

Sá hlutur sem sem neytum og nýtist í að fullnægja mannlegri þörf er það sem við skilgreinum sem vöru. Til að eitthvað geti orðið að vöru þarf í fyrsta lagi að vera til mannleg þörf; í öðru lagi þarf var varan að búa yfir þeim eiginleikum að geta fullnægt þeirri þörf; í þriðja lagi þurfa menn að átta sig á því að varan geti fullnægt þessari þörf; og í síðasta lagi, að neyta vörunnar er nóg til að fullnægja þeirri tilteknu mannlegu þörf.

Notagildi

Það að vara búi yfir getu til að fullnægja mannlegri þörf veitir henni notagildi. Ef og aðeins ef hlutur getur veitt notagildi er hægt að skilgreina hann sem vöru.

Hörgull

Vörum er hægt að skipa upp í tvo flokka, efnahagstengdar og óefnahagstengdar. Það sem skilur á milli þessa tveggja flokka er hörgull. Eftirspurn eftir efnahagstengdum vörum er alltaf meira en framboðið eftir þeim er, á meðan óefnahagstengdar vörur eru til í meira magni en eftirspurn eftir þeim er. Súrefni er dæmi um óefnahagstengda vöru, það er nauðsynlegt lífi mannsins en auðvelt aðgengi er að því og það er til í mikilli gnægð. Hörgull efnahagstengdra vara neyðir fólk til þess að hagræða, sem snýst ekki um neitt annað en að velja á milli hörgulla valkosta.

Hagfræði

Hagfræði er sú félagsvísindagrein sem fæst við það hvernig maðurinn ráðstafar takmörkuðum auðlindum, hún fókusar á að greina það hvernig maðurinn leitast stanslaust eftir að finna bestu lausn á því að velja milli þess sem hann á og þess sem hann vill, og afleiðingum þeirra ákvarðana. Þar sem hörgull er varanlegt ástand, sökum þess að það er mun auðveldara að vilja eitthvað en að framleiða það, lifa menn stanslaust við það ástand að þurfa að velja á milli mismunandi vara. Til að velja á milli mismunandi vara þurfum við bera saman virði þeirra með því að bera saman hversu vel tilteknar vörur svara tilteknum þörfum, en þarfir okkar eru eins misjafnar og við erum mörg og fer það eftir því hvar við búum, vinnum og hvað við girnumst. Því segjum við að virði sé alltaf huglægt.

Huglægt virði

Það er ekkert innra virðir sem býr í nokkurri vöru, virði er ekki áþreifanlegur eða efnafræðilegur þáttur heldur er allt það virði sem sérhver vara hefur byggt á huglægu mati sérhvers manns þegar hann áætlar hvaða mikilvægi og notagildi hún þjónar honum. Því segjum við að virði er ekki til fyrir utan meðvitund mannsins.

Olía er mjög gott dæmi um það hversu huglægt virði er. Áður en við uppgötvuðum tæknina til að keyra vélar áfram með því að brenna olíu, var hún álitin sem hinn mesti óþverri á því landi sem hún tilheyrði og þurftu landeigendur að borga fyrir að láta fjarlægja hana af landsvæðum sínum. Það voru engir efnafræðilegir eða áþreifanlegir þættir sem breyttust í olíunni heldur einungis það hvaða tilgangi hún þjónaði okkur, og fór hún því úr að hafa neikvætt virði yfir í jákvætt.

Sökum þess að virði er huglægt mat er ekki hægt að gefa því tölulegt gildi, aðeins er hægt að bera saman virði mismunandi þátta og gefa þeim forgangsröð hverju sinni því virði er síbreytilegt. Að því sögðu er mikilvægt að átta sig á því að virði er ekki það sama og verð, verð gefur til kynna efri og neðri mörk á verðmati. Sem dæmi ef þú kaupir þér skópar á 10.000 krónur, ertu að verðmeta þá á meira en 10.000 krónur, ef þú hefðir verðmetið skónna á 10.000 krónur hefðir þú ekki gert þér ferð út í búð til að kaupa þá.

Þegar tveir einstaklingar stunda frjáls viðskipti verða þeir báðir að telja að þeir hagnist á þeim, annars verða engin viðskipti gerð. Það er sökum þess að virði er huglægt mat, ef virði væri tölulegt og mælanlegt myndi enginn aðili hagnast á neinum viðskiptum og þar með hvatinn fyrir þeim hverfa.

Þó svo það sé nokkuð augljóst að virði sé huglægt mat reyna flestir aðrir hagfræðingar að mæla virði og gefa því tölulegt gildi og er það ein af grunnstoðum nútíma þjóðhagfræði, slík hugarleikfimi þjóna litlum tilgangi öðrum en koma upp með síbreytilegt og mislukkað mengi af jöfnum til að reyna að gera hagfræði að raunvísindagrein og spá fyrir um mannlega hegðun, og hefur þeim mistekist það núna í yfir heila öld.

Marxistar trúa því að virði sé mælt sem fall af vinnu, sem þýðir að engin vara á að vera meira virði en vinnan sem fór í að framleiða hana. M.ö.o. ef það tekur þig 3 tíma að útbúa köku úr mold að þá ætti hún að búa yfir sama virði og eplakaka sem tekur þig 3 tíma að baka.
Þó svo að vinna sé nauðsynleg til að gera nokkurn hlut að vöru að þá hefur hún aldrei meira virði en notagildi vörunnar segir til um. Öll vinna reynir að framleiða vörur sem hafa eitthvað virði, en það getur líka mistekist. Vinna er framkvæmd til að búa til vörur sem eru verðmætar, en vinnan býr ekki til verðmætin ein og sér.

Þessi hugsun Marxista leiðir þá hugsun af sér að þeir trúa því að þeir seim eiga eignir og eigið fé séu illprútnir aðilar, sökum þess að verkalýðurinn er sá hópur fólks sem skapar allt virði. En staðreyndir er sú að það þarf að leggja bæði eignir og vinnu af mörkun til að gefa vörum virði. Sökum þess að virði er huglægt að þá leitast bæði þeir sem eignirnar eiga og vinnandi fólk eftir að framleiða vörur sem hafa eitthvað virði með því að mæta eftirspurn viðskiptarvinarins.

Sökum þess hve brengluð heimssýn Marxista er að þá réttlæta þeir það fyrir sér að ræna eignum af þeim sem þær eiga með því að telja sér trú um að þeir séu vondir menn og að virði allra eigna þeirra sé í raun vinnan sem þeir framkvæmdu. Þar með telja þeir sé trú um að allt virði umfram vinnu þeirra er þjófnaður af verkalýðnum og þar með áskila þau sér þann rétt að endurheimta eignir “sínar” til baka.

En auðvitað eru það ekki verkalýðurinn sem kemur upp með þessar hugmyndir, það eru atvinnu þjófar sem nýta sér verkalýðinn til að ræna farsælt fólk og láta svo eins og þegar þeir ná yfirráðum að þá munu þeir skila verðmætunum til baka til verkalýðsins, en eins og við höfum margsinnis séð í gegnum söguna þá er þetta heimskuleg útópísk hugmyndafræði sem er aðeins til þess gerð að ræna eignum af þeim sem þær eiga, sem leiðir af sér aukið atvinnuleysi og hrun efnahags landsins.

Jaðarhyggja

Þar sem virði er huglægt, er það bundið við tímann og staðsetninguna sem verðmatið á sér stað. Vara hefur mismunandi virði fyrir sömu manneskju eftir því hvaða þörfum hún fullnægir hverju sinni. Fyrsta eining sérhverjar vöru fullnægir okkar brýnustu þörfum, á meðan næstu einingar á eftir fullnægja okkar þörfum í minnkandi mæli, þessvegna segjum við að eftir því sem magn tiltekinnar vöru eykst, minnkar virði sérhverrar einingar hennar í samanborði við þá fyrri.

Við framkvæmur hagræðingar á jaðrinum þegar við veljum næstu einingu sem við hyggjumst neyta. Við þurfum því aldrei að velja á milli þess að eiga allan pening í heiminum eða allt vatn í heiminum heldur erum við stanslaust velja milli jaðareiningar vatns og jaðareiningar penings. Þetta hjálpar okkur að skilja hagfræðilegar ákvarðanir sem maðurinn tekur.

Jaðarnýtni

Þar sem ekkert innra virði býr í neinni vöru, er virði háð því hvaða þörf hún fullnægir, sem er háð hörgli hennar og gnægð. Við getum til dæmis ímyndað okkur að við séum að svelta, ef okkur býðst ein máltíð á viku að þá myndum við borga háar fjárhæðir fyrir þá máltíð til að koma í veg fyrir að við sveltum, við myndum sömuleiðis borga háa upphæð fyrir máltíð númer tvö en eftir því sem máltíðunum fjölgar erum við tilbúin að greiða minna og minna fyrir þær þar til við erum ekki tilbúin að greiða fyrir máltíð númer n, því hún er okkur einskis virði.

Jaðarnýtni hjálpar okkur að skilja meðal annars vatns og demanta þverstæðuna; Ef þér er boðið að velja á milli hvort þú fáir vatn eða demanta það sem eftir er lífs þíns að þá muntu alltaf velja vatn, en samt er vatn mjög ódýrt en demantar rándýrir. Ástæðan fyrir því er að þegar við lifum í samfélagi höfum við aðgang að nægu vatni sökum þess hve mikil gnægð af vatni er í kringum okkur, þannig í hvert skipti sem við kaupum vatn erum við að svala mjög lágri jaðarþörf. Demantar hinsvegar eru mjög sjaldgæfir og þar af leiðandi eru þeir notaðir í að svala mjög hárri jaðarþörf, sem oftast eru giftingahringar eða aðrir skartgripir.

--

--