Einn dans við mig

Ég augum sný í höfuðátt

og brjóstið opnast upp á gátt

ég bíð þér inn í hjartaborg

í Vínarvals, um stræti og torg

á lakkskóm svíf sem Aladdín

með léttri lund og heim til þín

minn hugur fer á hæðsta stig

að dansa þennan dans við þig

leggðu lófann mér í hönd

og könnum saman ókunn lönd

ég skal leiða þennan takt

með kammersveit, á aukavakt

takti halda sálir tvær

ástfangin, en angurvær

hjörtum ofið bandalag

..og þú mátt velja næsta lag

Like what you read? Give Ingi Vífill a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.