Fyrir áhugafólk um íþróttir

Því fylgir tiltölulega lítil áhætta
að spila glannalegan sóknarleik
og hafa lélega varnarmenn;
spila óhefðbundnar og vanhugsaðar leikfléttur
og hlaupa rakleiðis inn á vallarhelming andstæðingsins,
einn og liðsmannslaus,
til þess eins að deila við dómarann.

Rangstæður eru ekki til;
rauða spjaldið er hjartalaga
og hver sá sem skorar sjálfsmark, fær klapp á bakið
fyrir góða sókn
og sýnt hugrekki.

Sækjum því hart fram;
Hlífum engum;
Sýnum ósérhlífni og hörku!

Blásum í lúðra liðsandans 
og spilum saman

Hópíþróttina
Náungakærleik
 — — — — 
IV’15

Like what you read? Give Ingi Vífill a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.