Skafmiðinn

Kæri kaupandi:

Ég lofa þér öllu fögru;

Gulli og grænum skógum

Fallegum fötum

og nýju skópari

fyrir hvern dag vikunnar.

Ég gef þér fyrirheit

um betri daga,

færri áhyggjur,

og meiri munað,

og að þú þurfir einungis að hafa áhyggjur

af því

hvort að þig langi að sofa út lengi

eða stutt.

Ég lofa

að þér munu ganga nýjir dagar á hönd

með öllu því sem þig dreymdi um

og líka því

sem þú vissir ekki að þig dreymdi um

Jöklaferðir fyrir hádegi

Síðdegisgöngur á sléttunni.

Þyrluferðir á þriðjudögum

og smjördeigshorn á rúmbríkina,

með súkkulaði

ef þú vilt það frekar.

Allt þetta

og meira til;

öll mín leyndarmál

afhjúpuð

fyrir einungis hundrað krónur

og tíkall til að skafa.

— -

IV’15

Like what you read? Give Ingi Vífill a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.