Tvö villiblóm

Með kærleik í veggjunum,

og listaverk á þeim,

búum þú og ég,

villiblómin tvö.


Skynlega innréttaður innanhússakur

sem hýsir nýja strauma og gamla.

Liðnar fjölskyldusögur

eru skrifaðar í andrúmsloftið

og nýrri frásagnir

finna sér stað

milli einnar hugsunar og þeirrar næstu.

Sögum þrungnar gólffjalir

á fáum fermetrum, en nógum,

og hvítur panellinn á veggjunum

hallar sér upp að þeim

glaður og ánægður með hlutskipti sitt

utan um fjölskylduna.


Þú hugar að blómunum í garðinum

meðan ég huga að sprotum nýrra hugmynda

um hlutskipti mannsins á jörðinni.

Á meðan hjalar Fífilbráin okkar í stofunni,

bíðandi eftir að foreldrarnir

vökvi hana með kærleik.


Ég hef aldrei elskað

neina eins heitt

og þig

og hugmyndina

um okkur

og eilífðina.

Like what you read? Give Ingi Vífill a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.