Enn er töluvert langt í heimsendi

Auðvitað er ekkert æðislegt að Donald J. Trump sé orðinn forseti Bandaríkjanna. En hann var lýðræðislega kjörinn forseti til næstu fjögurra ára og því getum við ekki breytt. Í aðdraganda innsetningar hans sem forseta hef ég orðið var við mikið af umtali um að himinn og jörð muni farast vegna þessa. Mótmæli hafa verið boðuð um allan heim og margir einstaklingar hafa verið duglegir að deila alls kyns fréttum á Facebook um mögulegar afleiðingar þessara tímamóta. En er það rétta leiðin til að takast á við þetta mál? Væri ekki betra að sýna smá þolinmæði og vona það besta? Ég veit fullvel að hann hefur sagt og gert ýmislegt sem er ekki til fyrirmyndar og tek það sérstaklega fram að þessi pistill minn er ekki ætlaður til varnar Trump. Ég vil varpa ljósi á þá staðreynd að Trump er forseti Bandaríkjanna og verður næstu 4 árin. Því getum við ekki breytt og finnst mér persónulega best að vera ekkert að mikla þetta fyrir mér. Aðgerðir eins og mótmæli, hatursummæli, fréttadeilingar og fleira munu frekar hafa öfug áhrif en þau sem voru lagt upp með, það segir sagan okkur.

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.