Fortíð

þvældur hundraðkrónuseðill

sem ég fiska upp úr vasa grænna flauelisbuxna

einhvers staðar aftan við gagnaugað

ýlir í þvottasnúrum gamla þurrkhjallsins

fingurnir muna

tréklemmur

nýsoðin lök

eldiviðarsöfnun:

ljósgrænni kræðu safnað í áburðarpoka

fyrir vitin leggur súra lykt af hrossataði

sem fuðrar upp í vorstrekkingnum