Elkem boðið evrópskt raforkuverð?

Nýlega var hér farið yfir nokkur helstu atriðin í verð­stefnu Lands­virkj­un­ar (LV). Í þess­ari grein er verð­stefn­an sér­stak­lega skoð­uð í sam­hengi við verðlækk­anir sem orðið hafa á heild­sölu­verði raf­orku á nokkrum helstu raforku­mörk­uðum í Evrópu.

Þær verð­lækk­anir kunna að gera það flókn­ara fyrir LV að landa góð­um samn­ingi við Elkem núna þeg­ar fyrir­tækin eru að reyna að end­ur­semja vegna raf­orku­samn­ings­ins sem renn­ur út 2019. Á móti kem­ur að nú er gott tæki­færi fyrir LV til að tengja raf­orku­verðið til Elkem við verðið á norræna raf­orku­mark­aðnum. Og eftir atvik­um gefa Elkem af­slátt gegn nýrri ­fjárfest­ingu hér í kísil­fram­leiðslu.

Varhugavert að spá eilífum verðhækkunum

Þegar LV kom fram með nýja verðstefnu sína á árun­um 2010–2011 kynnti fyrir­tæk­ið að raf­orku­verð víða í Evrópu myndi líklega hækka nánast stans­laust allt fram til árs­ins 2035. Og að LV myndi geta hækk­að verð sitt hér og um leið ver­ið langt undir raf­orku­verð­inu á sam­keppn­is­mörk­uðum í Evrópu.

Graf úr kynningu Landsvirkjunar frá 2010.

Í kynningu LV frá 2011 er heim­ild­in fyrir þess­ari stöð­ugu verð­hækk­un á kom­andi árum og ára­tug­um sögð vera LV Analysis. Í reynd var þarna þó senni­lega stuðst við verð­spá frá finnska grein­ingar- og ráð­gjafa­fyrir­tækinu Pöyry, sbr. kynn­ing LV frá haust­fundi fyrir­tækis­ins árið 2010 (glær­an hér til hlið­ar er frá þeim fundi).

Umrædd spá LV Ana­lysis (eða Pöyry) hef­ur fram til þessa reynst of brött. Það sem hefur gerst í reynd er að held­sölu­verð á raf­orku víða erlend­is og þ.m.t. um mest­alla vest­an­verða Evrópu hefur lækk­að og lækk­að mik­ið. Þann­ig hefur verð á raf­magni á heild­sölu­mark­aði í Þýska­landi (EPEX spot) lækk­að mjög frá þeim tíma sem LV birti spár um hækk­andi raf­orku­verð þar, eins og sjá má á graf­inu hér að neðan.

Graf sem sýnir raunverulega þróun heildsöluverðs á raforku á þýska raforkumarkaðnum.

Hefði spá LV Analysis frá 2011 geng­ið eft­ir, hefði al­gengt orku­verð í Evrópu nú átt að vera hátt í 90 USD/MWst. Sem jafn­gild­ir um eða rúm­lega 80 EUR. En í stað þess að heild­sölu­verð­ið (örin) færi upp, fór það verð að leita nán­ast sam­fellt niður á við. Hin raun­veru­lega verð­þró­un þarna er kannski góð áminn­ing um að fara var­lega í að spá ei­líf­um verð­hækk­unum.

Heildsöluverðið í Evrópu hefur lækkað mikið

Til lengri tíma litið er vissu­lega mögu­legt og jafn­vel tölu­vert lík­legt að heild­sölu­verð á raf­orku í Evrópu fari hækk­andi á ný (vegna þess m.a. að nauð­syn­leg end­ur­nýj­un raf­orku­vera er dýr og kall­ar á hærra raf­orku­verð). Hversu hratt þetta gerist er þó ómögu­legt að sjá fyrir. Og inn á milli geta kom­ið mikl­ar og lang­var­andi niður­sveiflur; slíkt er al­þekkt á orku­mörk­uð­um heims­ins. Auk þess geta atriði eins og hag­vöxt­ur í fjöl­menn­ustu ríkj­um ver­aldar (svo sem í Asíu og í Banda­ríkj­un­um) og alþjóða­stjórn­mál haft mikil áhrif á þró­un orku­verðs. Fram­tíðin er alltaf óviss og mikil­vægt að muna það.

Heildsöluverð á norræna raforkumarkaðnum; nokkuð stöðugt en lágt síðustu misserin.

Þess má líka geta að í fram­haldi af graf­inu hér að ofan, sem nær til árs­byrj­un­ar 2016, hef­ur heild­sölu­verð­ið á raf­orku víð­ast hvar í vestan­verðri Evrópu hald­ist nokk­uð stöð­ugt, þ.e. verið í ná­grenni við 25–30 EUR/MWst. Sem er óra­langt frá þeim 80 EUR (90 USD) sem spáð var 2017 og sýnt í kynn­ing­um LV fyrir fá­ein­um árum.

Munum samt að staðan í dag er ekki stað­an til allrar fram­tíðar. Sá mögu­leiki er fyr­ir hendi að eft­ir ör­fá ár verði heild­sölu­verð á raf­orku í Evrópu aft­ur bú­ið að hækka og kannski hækka mik­ið. Ef svo fer munu spár sem LV sýndi á ár­un­um 2010–2012 kannski ekki líta alveg jafn illa út í ljósi tím­ans eins og þær gera í dag. Loks getur LV vís­að til þess að skatta­hækk­anir í sum­um lönd­um Evrópu hafa hækk­að raf­orku­verð þar til neyt­enda, þó svo heild­sölu­verðið hafi lækkað.

Mismunandi skattkerfi flækja samanburðinn

Heildsöluverð rafmagns á norræna raf­orku­mark­aðn­um und­an­farn­ar vik­ur og mán­uði hef­ur jafn­gilt um 30 USD/MWst. Sem er einungis um 1/3 af því verði sem spáð var af hálfu LV fyrir nokkrum árum. Og þetta lága verð núna verð­ur óhjá­kvæmi­lega til þess að við­mið­un­ar­verð LV upp á 43 USD/MWst virð­ist nokk­uð hátt um þess­ar mund­ir.

Hér skipt­ir þó miklu að í flest­um til­vik­um er raf­orku­verð til almennra not­enda í Evrópu og þar með tal­ið til fyrir­tækja, hærra og oft miklu hærra en hér á landi. Það stafar eink­um af þeim óaftur­kræfu skött­um og/eða gjöld­um sem leggj­ast á raf­orku í mörg­um lönd­um í vestan­verðri Evrópu. Er þá fyrst og fremst átt við sér­staka um­hverfis­skatta eða s.k. grænt orku­gjald, sem víða er lagt ofan á raf­orku­verðið erlendis.

Þar er um að ræða greiðslur sem sum ríki innan Evrópu­samb­ands­ins (ESB) hafa kom­ið á til að liðka fyrir því að meira af grænni eða um­hverf­is­væn­ari raf­orku komi inn á mark­að­inn. Þær greiðsl­ur eru svo nýtt­ar með ýms­um hætti til að niður­greiða orku sem unn­in er með end­ur­nýjan­leg­um hætti. Þegar sjálft heild­sölu­verð­ið hef­ur lækk­að svo mikið sem reynd­in er núna, eru það fyrst og fremst um­rædd­ir græn­ir skatt­ar sem við­halda því að íslensk raf­orka er vel sam­keppnis­hæf gagn­vart evrópskum raf­orku­fyrirtækjum.

Lágt evrópskt heildsöluverð er Landsvirkjun óhagstætt

LV er að sjálfsögðu með­vituð um þessa óvæntu og svo­lít­ið óþægi­legu þró­un sem orð­ið hef­ur á raf­orku­verði er­lend­is, t.a.m. á norræna mark­aðn­um og í Þýska­landi. Fyrirtækið er þó ekki mik­ið að fjalla um þetta og bein­ir athygl­inni fyrst og fremst að því hvern­ig raf­orku­verð til almennra not­enda á sam­keppn­is­mörk­uð­um í Evrópu hafi hækk­að und­an­far­in ár. Þ.e. beinir athygl­inni að verð­þróun til nokkru smærri not­enda en stór­iðju.

LV hefur rétti­lega bent á að hækk­un á raf­orku­verði til not­enda í sum­um Evrópu­lönd­um er stað­reynd, sbr. glær­an hér að neðan. Sú hækk­un er þó miklu minni en spáð var þegar verð­stefna LV var mót­uð. Að auki er athygl­is­vert að þessi hækkun til almennra not­enda kem­ur fyrst og fremst til vegna um­hverf­is­skatta, en sjálft raf­orku­verð­ið (heild­sölu­verð­ið á raf­orku) í Evrópu hefur lækk­að. Og sök­um þess að viss stór­iðja er í sum­um til­vik­um að mestu und­an­þeg­in um­hverfis­skött­um, hef­ur raf­orku­reikn­ing­ur stór­iðju í þeim til­vik­um lækk­að tölu­vert frá því sem var. Sem er í raun þver­öfug þró­un við það sem kynnt var í spám LV fyrir nokkrum ár­um.

Þetta graf Landsvirkjunar er samanburður á verði til iðnfyrirtækja sem nota 20–70 GWst.

Þessi óhag­stæða verð­þró­un evrópska heild­sölu­verðs­ins kann að vera ástæða þess að LV hef­ur nú breytt nokk­uð fram­setn­ingu sinni á sam­an­burði raf­orku­verðs. Það var a.m.k. eftir­tektar­vert að í ný­legri kynn­ingu LV var birt graf sem sýndi verð­sam­an­burð með skött­um og gjöld­um. Og tek­ið fram, með ör­smáu letri, að graf­ið ætti við um þýsk iðn­fyrir­tæki sem nota 20–70 GWst á ári (sbr. glær­an hér að ofan, sem er úr kynn­ingu LV frá því fyrr á þessu ári; það sem er í rauð­um lit eru við­bæt­ur mín­ar). Graf­ið sýn­ir réttilega að raf­orku­verð til til­tek­inna iðn­fyrir­tækja í Þýska­landi hef­ur far­ið hækk­andi, þeg­ar allir óendur­kræf­ir skatt­ar og gjöld eru tek­in með í reikn­ing­inn. En sök­um þess að LV sel­ur megn­ið af raf­orku sinni til stór­iðju­fyrir­tækja, gef­ur þessi saman­burð­ur hjá LV þó ekki alveg skýra mynd af sam­keppnis­hæfni fyrir­tækisins.

Lágt raforkuverð til stóriðju í Þýskalandi

Til saman­burðar við ofan­greinda glæru, þar sem sýnd er þró­un raf­orku­verðs til þýskra iðn­fyrir­tækja sem nota 20–70 GWst á ári, má nefna að járn­blendi­verk­smiðjan á Grund­ar­tanga not­ar um 1.100 GWst á ári. Og ár­leg orku­notkun kísil­vera United Sili­con í Helgu­vík og PCC á Húsa­vík er áætl­uð hundruð­ir Gwst. Með því að miða við raf­orku­verð með um­hverfis­gjöld­um til fyrir­tækja í Þýska­landi sem nota 20–70 GWst, er því ver­ið að teygja sig nokk­uð langt að gera saman­burð­inn hag­stæð­an fyr­ir LV. Þessi sam­an­burð­ur á aft­ur á móti lík­lega vel við um raf­orku­verð í smærri samn­ing­um, líkt og til gagna­vera.

Sundurliðun á þýsku raforkuverði, Oeko-Institut í Þýskalandi.

Umræddur saman­burður LV við iðn­fyrir­tæki í Þýska­landi seg­ir sem sagt ekki alla sög­una. Stað­reynd­in er sú að um 80% af raf­ork­usölu LV er til fjögurra stór­iðju­fyrir­tækja. Og stað­reynd­in er líka sú að t.a.m. álver í Þýska­landi svo og ýmis önn­ur stór­iðja þar er að greiða litla um­hverf­is­skatta. Og greiða þar með miklu minna fyrir raf­ork­una held­ur en smærri iðn­fyrir­tækin.

Fyrir vikið greiðir hluti stór­iðju í Þýska­landi raf­orku­verð sem nú er með því lægsta innan ESB. Árið 2015 var þetta stór­iðju­verð þar á milli 30 og 35 EUR/MWst (þetta er sýnt með gulu súlunni á graf­inu hér næst fyr­ir ofan). Og þó svo raforku­verð­ið þar sveifl­ist að sjálf­sögðu oft tals­vert, þá er meðal­verð­ið á þýska heild­sölu­mark­aðn­um enn­þá lágt.

Sundurliðun Council on Large Electric Systems í París á þýsku raforkuverði.

Það er áhugavert lögfræði­legt álita­mál hvort þýska und­an­þág­an sem stór­iðjan nýt­ur gagn­vart græna orku­skatt­in­um þar í landi, stand­ist reglur um innri mark­að ESB og Evrópska efna­hags­svæðis­ins (EES). Gunnar Tryggva­son, verk­fræð­ing­ur hjá KPMG, hef­ur ver­ið nokk­uð ötull við að benda á þetta og hvatt LV og íslensk stjórn­völd til að fá það mál kann­að. Því aug­ljós­lega væri sam­keppnis­staða LV og annarra íslenskra raf­orku­fram­leið­enda sterk­ari ef þýska stór­iðjan væri ekki und­an­þegin grænu sköttunum.

LV ánægð með samning um norræna verðtengingu

Það að þróunin víða á evrópskum raf­orku­mörk­uð­um hef­ur orð­ið öðru­vísi en LV gerði ráð fyrir fyrir fá­ein­um árum, veld­ur því að fyrir­tæk­ið get­ur ekki hald­ið sig eins langt undir raf­orku­verði í vestan­verðri Evrópu líkt og áður. Fyrir um fimm ár­um síðan gat LV kynnt að fyrir­tæk­ið byði verð sem væri allt að 50 USD ódýr­ara pr. MWst en á evrópsku mörk­uð­un­um. Í dag er LV aft­ur á móti far­in að gera samn­inga upp á verð sem er lít­ið ódýr­ara en evrópska verðið núna. Sbr. ný­leg­ur samn­ingur LV og Norður­áls.

Samkvæmt þeim samningi er raforku­verðið á gildis­tíma nýja samn­ings­ins, 2019–2023 tengt raf­orku­verði á norræna skyndi­mark­aðn­um; Elspot á Nord Pool Spot. M.ö.o. þá fær Norð­ur­ál orkuna frá og með 2019 á verði sem verð­ur eitt­hvað lægra en norræna verðið en ekki mikið lægra. Og um leið mun orku­verð­ið til Norð­ur­áls, á samn­ings­tím­an­um 2019–2023, sveifl­ast í takt við norræna verð­ið.

Í dag er norræna verð­ið lágt og horfur á að svo kunni að verða enn um sinn. Því lít­ur nýi samn­ing­ur­inn afskap­lega við­un­andi út fyr­ir Norð­ur­ál núna. Sjálf­sagt von­ast Norð­ur­ál til þess að svo verði einn­ig á gildis­tíma samn­ings­ins! Þar er þó ekki á vísan að róa. Og augljóst að LV gerir sér von­ir um að verð­þró­un­in á norræna mark­aðn­um verði fyrir­tæk­inu hag­stæð. Enda hrós­ar LV sér nú fyr­ir það að hafa gert samn­ing þar sem mið er tek­ið af norræna verð­inu.

Um leið eru það kannski von­brigði fyr­ir LV að hafa ekki geta náð að end­ur­taka þá góðu og áhættu­litlu samn­ings­nið­ur­stöðu sem fyrir­tæk­ið náði við RTA/ÍSAL vegna ál­vers­ins í Straums­vík 2010. En það var svo sem nokk­uð fyrirséð, í ljósi gjör­breyttra að­stæðna á evrópsk­um raf­orku­mörk­uð­um, að slíkt yrði örðugt.

Norðurál og Elkem misstu af góðu tækifæri vegna 2019

Mögulega verður niður­staðan í við­ræð­um LV og Elkem, vegna járn­blendi­verk­smiðjunnar á Grund­ar­tanga, að gera ámóta samn­ing og gerður var milli LV og Norð­ur­áls. En þá mun Elkem kannski ein­mitt vilja samn­ing sem fyrir­tækið getur losn­að und­an árið 2023, þ.e. sama ár og samn­ing­ur LV og Norð­ur­áls renn­ur út. Fram að þeim tíma myndu Elkem og Norð­ur­ál reyna að ná vopn­um sín­um til að geta bet­ur þrýst á að LV bjóði þeim hag­stæð­ara verð, þegar báð­ir þess­ir nokkuð stóru raf­orku­samn­ing­ar myndu renna út 2023.

Járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga.

Þarna gæti þó mesti þrýst­ing­ur­inn orð­ið á íslensk stjórn­völd, þ.e. um að veita fyrir­tækj­un­um ein­hverj­ar íviln­anir; annars muni stór­iðjan yfir­gefa Grund­ar­tanga árið 2023. Það er reynd­ar svo að fyrir skemmstu voru samn­ing­ar beggja fyrir­tækj­anna (Norð­ur­áls og Elkem) lausir m.v. 2019. En með samn­ingi Norð­ur­áls við LV 2016, misstu bæði Norð­ur­ál og Elkem af tæki­fær­i á að beita stjórn­völd hér almennilegum sam­eigin­legum þrýst­ingi um íviln­an­ir. Og ekki víst að slíkt sam­eigin­legt tæki­færi skap­ist þeim á ný.

Æskilegt að fá hluta af sólarkísilvinnslu Elkem til Íslands

LV hefur ýmsar leiðir til að kom­ast hjá því að lenda í þröngri samn­ings­stöðu 2023. Með því t.d. ein­fald­lega að fall­ast ekki á að nýr samn­ing­ur við Elkem renni út fyrr en ein­hverj­um árum síð­ar (þ.e. nokkrum ár­um eft­ir 2023). Svo gæti það verið góð­ur kost­ur fyrir LV að bjóða Elkem eitt­hvað hag­stæð­ari samn­ing en Norð­ur­ál fékk, gegn skuld­bind­ingu af hálfu Elkem um stóra nýja fjár­fest­ingu hér. Og þá eft­ir atvik­um að hluti af kísil­fram­leiðslu Elkem í Noregi flytjist til Íslands.

Slíkt gæti verið skyn­sam­legur leik­ur núna þeg­ar kísil­járn­mark­að­ur­inn virð­ist í dauf­ara lagi með­an kísil­mark­aðun­um er spáð bjart­ari fram­tíð. Elkem er vel að merkja með mikla reynslu af slík­um rekstri, þ.m.t. á fram­leiðslu kísil­efna fyrir sólar­kísil (verð á kísil­járni er aft­ur á móti veru­lega háð eftir­spurn eft­ir stáli). Mik­ið af sólar­kísil­fram­leiðslu Elkem í Evrópu fer fram í Noregi. Með því að byggja upp fjöl­breytt­ari vinnslu hjá Elkem á Íslandi væri unnt að skapa vinn­ings­stöðu (win-win situation) fyrir bæði fyrir­tækin; LV og Elkem. Sem er ein­kenni allra góðra samninga.

Show your support

Clapping shows how much you appreciated Ketill Sigurjónsson’s story.