Raunveruleikinn á Norðurskauti

Ketill Sigurjónsson
Oct 16 · 3 min read

Nú stendur yfir ráð­stefnan Arctic Circle hér í Reykja­vík, þar sem athygl­in bein­ist að Norð­ur­skauts­svæð­inu. Í um­ræð­unni er mik­ið rætt um mik­il­vægi þess að vernda þetta merki­lega og ein­staka svæði. Stað­reynd­in er engu að síð­ur sú að nokkrum mik­il­væg­ustu lönd­un­um sem eiga lög­sögu á svæð­inu, er mjög í mun að nýta auð­lind­ir þeirra svæða sem lög­saga þeirra nær til.

Þar er Rússland lík­lega ákaf­ast. Enda er gríð­ar­lega mik­ið af jarð­gasi og olíu að finna á heim­skauta­svæð­um Rúss­lands. Og eftir að Don­ald Trump komst til valda hef­ur Banda­ríkjastjórn einn­ig snú­ið frá vernd­ar­stefnu gagn­vart Alaskaog vill opna vernduð ­svæði í Alaska fyrir olíu- og gas­vinnslu.

Enn eitt landið sem á stóra lög­sögu á svæð­inu er Nor­eg­ur og stjórn­völd þar í landi virð­ast áhuga­söm um að nálgast þá gríð­ar­legu olíu sem finna má undir botni Bar­ents­hafs­ins. Vinnsla þar er reynd­ar komin vel af stað og á vafa­lítið bara eftir að auk­ast á kom­andi ár­um og ára­tugum.

Þar að auki þrýsta tvö fjöl­menn­ustu lönd heims­ins á meiri auð­linda­nýt­ingu á Norð­ur­skauts­svæð­un­um, þó þau eigi ekki lög­sögu þar. Bæði Kína og Ind­land tala fyrir auk­inni auð­linda­nýt­ingu á þess­um svæð­um.

Það er senni­lega sterk­ur meiri­hluti með­al þjóða heims­ins fyr­ir því að vernda Norð­ur­skauts­svæð­in. Og í orði kveðnu tala flest­ir þjóð­ar­leið­tog­ar, stjórn­mála­menn og t.a.m. for­stjór­ar stór­fyr­ir­tækja fyrir slíku. Þetta er valda­mik­ill hóp­ur og því mætti ætla að það sé jafn­vel mjög breið sátt um vernd­un Norð­ur­skauts­svæð­anna. En þegar kem­ur að því að sam­þykkja raun­veru­legar að­gerð­ir eða ákvarð­an­ir heima fyr­ir, virð­ist allt ann­að uppi á teningnum.

Nú um stundir er aug­ljóst að stjórn­völd bæði í Rúss­landi og Banda­ríkj­un­um eru í reynd mjög viljug til að láta auð­linda­nýt­ingu á Norð­ur­slóð­um hafa for­gang fram yfir vernd­un. Og þar fá þau pólí­tísk­an stuðn­ing frá tveim­ur fjöl­menn­ustu ríkj­um heims­ins; Kína og Ind­landi. Þar að auki eru bæði norsk og græn­lensk stjórn­völd áhuga­söm um olíu­vinnslu svo til hvar­vetna í lög­sögu sinni.

Af ríkjun­um sem eiga lög­sög­una á heim­skauta­svæð­un­um í norðri er það ein­ung­is Kan­ada sem nú sýn­ir raun­veru­leg­an pólí­tísk­an vilja til vernd­un­ar þess­ara svæða. Um leið stunda reynd­ar Kanada­menn ein­hverja mest meng­andi olíu­vinnslu heims í Alberta­fylki, þar sem olía er unn­in með óvenju kostn­að­ar­söm­um og lítt hag­kvæm­um hætti úr olíu­sandi. Þannig að ekki einu sinni kana­dísk stjórn­völd geta tal­ist sýna sterka vernd­ar­vitund. Þar að auki er mik­ill þrýst­ing­ur frá áhrifa­mikl­um hags­muna­að­il­um þar í landi um að Kan­ada hverfi frá vernd­ar­stefnu sinni.

Þegar horft er til alls þess sem að ofan grein­ir virð­ist nokk­uð aug­ljóst að ríkin sem liggja að Norð­ur­skauts­svæð­un­um munu ekki grípa til rót­tækrar vernd­un­ar svæð­is­ins. Enda eru senni­lega a.m.k. einn og jafnvel tveir ára­tugir þar til olíu­eftir­spurn í heim­inum nær há­marki. Og jafn­vel löngu eftir þann tíma­punkt verð­ur vafa­lít­ið mik­il eft­ir­spurn eft­ir olíu­af­urð­um, jafn­vel þó svo raf­bíl­um fjölgi mjög. Hvort heim­skauta­olí­an, sem enn hvíl­ir óhreyfð, verð­ur ábata­söm er óljóst. En áhug­inn á henni (og jarðgasinu) er tví­mæla­laust fyr­ir hendi; ekki síst við strend­ur Sí­beríu, í Bar­ents­hafi og nyrst í Alaska.

Arctic Circle er mik­il­væg­ur vett­vang­ur til að koma skila­boð­um á fram­færi og styrkja marg­vís­leg tengsl. Ráð­stefnu­hald­ið allt dregur t.a.m. fram margt gott um meint­an vilja til vernd­un­ar og er öfl­ug­ur vett­vang­ur fyr­ir kynn­ingu á ýmsum vís­inda­rann­sókn­um.

En það er fátt sem bend­ir til þess að þetta skili auk­inni vernd­un Norð­ur­slóða. Þvert á móti mun auð­linda­nýt­ing og skipa­um­ferð á Norð­ur­slóð­um að öllum líkindum auk­ast um­tals­vert á kom­andi ár­um og ára­tug­um. Mik­il­vægt er að við reyn­um að sjá fyrir helstu af­leið­ing­arnar af þeirri at­burða­rás.

Greinin birtist fyrst á viðskiptavef Morgunblaðsins 11. október 2019. Greinina má einnig sjá á bloggvef Morgunblaðsins.

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.

Welcome to a place where words matter. On Medium, smart voices and original ideas take center stage - with no ads in sight. Watch
Follow all the topics you care about, and we’ll deliver the best stories for you to your homepage and inbox. Explore
Get unlimited access to the best stories on Medium — and support writers while you’re at it. Just $5/month. Upgrade