Sæstrengur fjarlægist Ísland

Ketill Sigurjónsson
May 14 · 5 min read

Í dag stefnir raf­orku­verð í almennri heild­sölu á Íslandi í um 45 USD/MWst. Þar skiptir hvað mestu að raf­orku­fyr­ir­tækin hér þurfa nálægt þessu verði til að geta reist nýjar virkj­an­ir. Að vísu verður eflaust unnt að virkja hér vind með eitt­hvað lægri til­kostn­aði. En grunnafl í formi vatns­afls og jarð­hita­virkj­ana verður dýr­ara og oft sem nemur um 45 USD/MWst.

Þess vegna er lík­legt að raf­orku­verð hér fari senn að nálg­ast 45 USD/MWst í heild­sölu (þó svo stór­iðjan muni áfram njóta lægra verðs frá virkj­unum sem eru vel á veg komnar með að verða upp greidd­ar). Umrætt verð upp á um 45 USD/MWst er vel að merkja ekki mikið hærra en núver­andi heild­sölu­verð hér, sem að með­al­tali var um 43 USD/MWst árið 2018.

Án nýrra virkj­ana verður raf­orku­verðið hærra

Þetta umrædda verð, þ.e. 45 USD/MWst, er sem sagt sú upp­hæð sem heild­sölu­verð raf­orku á almenna mark­aðnum á Íslandi stefnir lík­lega í. Af þeirri ein­földu ástæðu að þetta er u.þ.b. það verð sem nýjar grunnafls­virkj­anir hér þurfa til að verða byggðar (til að borga sig). Verði engin slík virkjun byggð á næst­unni, svo sem vegna þess að raf­orku­verð verði of lágt til að rétt­læta fjár­fest­ing­una, kemur senn að því að fram­boð raf­orku mun ekki geta mætt eft­ir­spurn­inni. Þá gæti raf­orku­verðið hér hækkað ennþá meira.

Lík­leg­ast er samt að þarna mynd­ist jafn­vægi, þ.a. að hér verði ávallt til staðar næg raf­orka á eðli­legu eða við­un­andi verði. Á almennna mark­aðnum gæti heild­sölu­verðið hald­ist á bil­inu 40–45 USD/MWst í þó nokkur ár. Eðli máls­ins sam­kvæmt er þetta verð ein­ungis sett hér fram sem við­mið­un, því almenna verðið er í íslenskum krónum og gengið sveifl­ast jú tölu­vert. En þegar horft er nokkur ár fram í tím­ann má sem sagt lík­lega gera ráð fyrir ein­hverri hækkun á heild­sölu­verði raf­orku frá því sem nú er, en þó hóf­legri.

Lág­marks­verð um sæstreng til Bret­lands um 85 USD/MWst?

Fróð­legt er að bera raf­orku­verðið hér saman við það orku­verð sem myndi þurfa til að það borg­aði sig að flytja út raf­orku um sæstreng til Bret­lands. Eðli­legt er að ganga út frá því að Bretar gætu ekki fengið hér raf­orku á lægra með­al­verði en um 45 USD/MWst. Þetta verð er vel að merkja hugsað sem algert lág­mark á með­al­verði raf­magns til Breta. Í reynd yrði hér lík­lega lít­ill áhugi á að selja Bretum raf­magn nema á tals­vert hærra verði. En það er önnur saga. Hér í þess­ari grein miðum við við 45 USD/MWst sem lág­mark.

Svo þarf að bæta flutn­ings­kostn­að­inum til Bret­lands við. Slíkur kostn­aður hér inn­an­lands yrði senni­lega nálægt 5 USD/MWst. Og kostn­aður vegna flutn­ings um sæstreng­inn yrði mögu­lega um 35 USD/MWst. Þar með þyrftu Bretar að greiða um 85 USD/MWst til að fá íslenska raf­orku að Bret­lands­strönd­um. Það hvort áhugi væri á að selja Bretum raf­orku á slíku með­al­verði er óvíst.

Ódýr erlend vind­orka dregur úr áhuga á sæstreng

Til sam­an­burðar er rétt að hafa í huga að nú er orðið unnt að virkja vind í sjó, á góðum svæð­um, fyrir upp­hæð sem er mun lægri en umræddir 85 USD/MWst. Í nýjum grein­ingum sín­um segir Laz­ard að kostn­að­ur­inn þarna fari nú svo langt niður sem 62 USD/MWst. Og það eru reyndar nú þegar dæmi um að kostn­að­ur­inn sé kom­inn niður í um 50 EUR/MWst, sem jafn­gildir um 56 USD/MWst á núver­andi gengi

Það eru ekki mörg ár síðan að slíkur kostn­að­ur, þ.e. vegna vind­orku utan við strönd­ina, var langtum meiri. Og þá var verð­bilið vegna íslenskrar raf­orku ann­ars vegar og nýrra svona vind­orku­verk­efna hins veg­ar, miklu meira en er í dag. Sá mikli verð­munur er sem sagt að fjara út.

Lækk­andi kostn­aður í vind­orku­tækn­inni veldur því m.a. að nú eru að rísa vind­myllu­garðar utan við strönd Evr­ópu sem þurfa ekki neinar nið­ur­greiðslur eða annan fjár­stuðn­ing og munu keppa alfarið á mark­aðs­grund­velli. Það er þessi þróun sem er mik­il­væg­asta ástæða þess að nú kann að vera orðið ólík­legra en var, að sæstrengur milli Íslands og Evr­ópu verði að raun­veru­leika. Hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Vind­orka utan við strendur Evr­ópu á 45 USD/MWst?

Við þetta bæt­ist að ennþá er hröð þróun í vind­orku­tækn­inni. Í dag eru vind­myllu­fyr­ir­tæki eins og Vest­as, Siem­ens-Ga­mesa og General Elect­ric að byrja að fram­leiða ennþá stærri vind­myll­ur, sem munu skila ennþá ódýr­ari vind­orku. Þar eru nefndar töl­ur í nágrenni við 60 EUR/MWst (um 67 USD/MWst) og í sumum til­vikum jafn­vel svo langt nið­ur sem 40 EUR/MWst (sem jafn­gildir ein­ungis um 45 USD/MWst). Það eru því horfur á að þessi teg­und raf­orku­fram­leiðslu geti brátt þrif­ist vel á svæðum þar sem heild­sölu­verð á raf­magni er lítið hærra en nú er á Íslandi. Þess vegna gæti orðið snúið að ætla að bæta flutn­ings­kostn­aði um sæstreng ofan á íslenska raf­orku­verðið (hvort sem er til Bret­lands eða meg­in­lands Evr­ópu).

Sæstrengs­verk­efni ólík­legra en var

Í dag eru sem sagt reistir vind­myllu­garðar utan við strönd­ina sem eru svo ódýrir að raf­orka flutt frá Íslandi yrði langt frá því að vera eins sam­keppn­is­hæf eins og leit út fyrir að orðið gæti fyrir ein­ungis fáeinum árum. Þar með má kannski segja að hug­myndin um sæstreng hafi fjar­lægst Ísland. Það er samt ennþá fjár­hags­lega raun­hæf hug­mynd að eiga við­skipti með toppafl, þ.e. nýta sveigj­an­legt afl og umframorku til að flytja út raf­orku þegar verðið handan strengs­ins er hátt. Um leið gæfi sæstrengur færi á því að flytja raf­orku inn til Íslands þegar verðið handan strengs­ins er lág­t.

Slíkt verk­efni er þó flókn­ara eða a.m.k. áhættu­sam­ara en ef t.d. bresk stjórn­völd myndu ætíð ábyrgj­ast lág­marks­verð fyrir íslenska raf­magn­ið. Vand­séð er hver væri til í að taka fjár­hags­legu áhætt­una af svona sæstrengs­verk­efni ef hvorki bresk stjórn­völd né aðrir ámóta myndu tryggja slíkt lág­marks­verð og þar með við­un­andi arð­semi af sæstrengn­um.

Svo má hafa í huga að s.k. þriðji orku­pakki hefur þarna engin áhrif. Þær reglur fela hvorki í sér skyldur til að leggja sæstrengi né tak­marka þær rétt ríkja til að ráða eign­ar­haldi á sæstrengjum eða virkj­un­um. Það sem þarf að huga að í tengsl­um við hag­s­muni Ís­lands vegna raf­­orku­­kerf­is­ins, er fyrst og fremst arð­­sem­in á slík­­um kapli eða köpl­um, verði slík­­ir sæ­­streng­ir lagðir e.h.t. í fram­­tíð­inn­i. ­Mik­il­vægt er að íslensk stjórn­völd ráði arð­semi slíkra kapla. Það mætti t.d. gera með sam­bæri­legum hætti eins og gildir um sæstrengi og gaslagnir Norð­manna til Bret­lands og meg­in­lands­ins.

Næstu 20 ár: Íslensk vind­orka hag­kvæm­asti kost­ur­inn og sæstrengur ólík­legur

Einmitt vegna þeirrar þró­unar í vind­orkunni, sem hér hefur verið lýst, er lík­legt að hér á Íslandi fari brátt að minnka áhugi orku­fyr­ir­tækja á að reisa fleiri vatns­afls­virkj­anir og þó enn frekar dýrar jarð­varma­virkj­an­ir. Þess í stað má búast við því að nú munu sjónir orku­fyr­ir­tækj­anna bein­ast að íslenskri vind­orku. Og að virkjun vinds­ins á Íslandi muni að ein­hverju og jafn­vel umtals­verðu leyti upp­fylla vax­andi raf­orku­eft­ir­spurn hér. Það yrði að öllum lík­indum hag­kvæm­asta leið­in. Sé horft til næstu u.þ.b. 10–20 ára virð­ist því skyn­sam­leg­ast að mæta auk­inni raf­orku­þörf hér með vind­myll­um. Og það virð­ist ólík­legt að sæstrengur verði að raun­veru­leika á þessu tíma­bili.

Höf­undur starfar sem ráð­gjafi á sviði orku­mála og vinnur m.a. að vind­orku­verk­efnum í sam­starfi við ­evr­ópskt vind­orku­fyr­ir­tæki. Greinin birtist fyrst á vef Kjarnans 28. apríl. 2019.

Ketill Sigurjónsson

Written by

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.