Straumhvörf í raforkugeiranum

Mikill vöxtur hefur verið í nýt­ingu á vind- og sól­ar­orku síð­ustu árin. Nú er lið­inn u.þ.b. ára­tugur síðan sá sem þetta skrif­ar byrj­aði að sjá tæki­færi í þess­um teg­undum raf­orku­fram­leiðslu. Þá virt­ist sem bjart­ast væri fram­undan í nýt­ingu sólar­orku, enda voru mjög góð­ar horf­ur á hratt lækk­andi kostn­aði þar. Reynd­in varð þó sú að það var ekki síð­ur vind­orkan sem varð sí­fellt hag­kvæm­ari. Enda hefur tölu­vert meira verið fjár­fest í vind­orku en sól­ar­orku, sbr. graf­ið hér að neðan.

Eins og sjá má á þessu súlu­rit­i náði sam­an­lagt upp­sett afl í sólar- og vind­orku ný­verið yfir 1000 GW (milljón MW). Til sam­an­burðar má hafa í huga að upp­sett afl allra virkj­ana á Íslandi í dag er tæp­lega 3 GW (um 2.800 MW). Allt upp­sett afl á Íslandi sam­svar­ar því að vera svip­að og 0,3% af upp­settu afli í vind- og sóla­orku.

Í dag er raforku­fram­leiðsla nýrra og ný­legra vind­myllu­garða víða orð­in ódýr­ari en allra ann­arra teg­unda nýrra raf­orku­vera. Umrædd lækk­un á kostn­aði í vind­orku, ásamt svip­aðri þró­un í sólar­orku­geir­anum, gæti valdið straum­hvörfum í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins. Fyrir­tæki sem sér­hæfa sig í að fylgj­ast með þró­un­inni í orku­geir­an­um spá því sum að á næstu þrem­ur ára­tug­um muni hlut­fall end­ur­nýjan­legrar orku í raf­orku­fram­leiðslu heims­ins fara úr nú­ver­andi tæp­lega 25% í næstum því 65%! Sbr. grafið hér að neðan.

Áætlað er að þess mikla aukning í fram­leiðslu raf­orku með endur­nýjan­legum hætti verði fyrst og fremst vegna nýrra vind- og sólar­orku­vera. Og þó svo ávallt beri að taka svona tölum með fyrir­vara, virðist líklegt að stór hluti af nýju raf­orku­fram­boði héðan í frá muni koma frá nýj­um vind­myllu­görðum. Þessi þróun mun ekki aðeins breyta raf­orku­geir­anum I lönd­um sem enn­þá eru mjög háð kol­um og kjarn­orku, held­ur einn­ig hafa áhrif hér á Íslandi. Í fram­tíð­inni mun t.d. stór­iðjan í vax­andi mæli njóta ódýrrar vind­orku og vatns­aflið í aukn­um mæli verða í hlut­verki jöfn­unar. Þessi þró­un er nú þegar t.d. kom­in á góðan skrið í Skandi­navíu og skyn­sam­legt að íslenski raf­orku­geir­inn fari að búa sig undir þessa þróun.

Grein þessi birtist fyrst á viðskiptavef Morgunblaðsins 19. ágúst 2018. Greinina má einnig sjá á bloggvef Morgunblaðsins.

Ketill Sigurjónsson

Written by

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.

Welcome to a place where words matter. On Medium, smart voices and original ideas take center stage - with no ads in sight. Watch
Follow all the topics you care about, and we’ll deliver the best stories for you to your homepage and inbox. Explore
Get unlimited access to the best stories on Medium — and support writers while you’re at it. Just $5/month. Upgrade