Unaðsstundir við Olíufljótið

Ketill Sigurjónsson
Oct 18 · 3 min read

„Reynið þér að hugsa yður Detti­foss, sem ekki hafið séð hann. Jök­ulsá á Fjöll­um, eitt af aga­leg­ustu fljótum þessa lands […] Straum­þungi árinnar er svo ógur­leg­ur, bjargið svo þver­hnípt, að vatnið þeyt­ist fram af brún­inni í óskap­legum flek­um, sem springa og sundr­ast í fall­inu, leys­ast sundur í vatns­stjörn­ur, sem þjóta í allar áttir og draga eftir sér úða­hala. […] Menn standa eins og frammi fyrir dóm­stóli, þar sem hið dýpsta í þeim er knúið fram. Vitið skilur ekki. Vilj­inn bogn­ar.“

Text­inn hér að ofan er úr grein Sig­urðar Nor­dal, sem birt­ist í Eim­reið­inni árið 1921. Já; þegar fólk horfir á gíf­ur­legt vatns­rennsli og afl Detti­foss hljóta að vakna ýmsar hug­renn­ing­ar. Sumir dást að óbeisl­uðu og villtu nátt­úru­afl­inu, meðan aðrir freist­ast fremur til að hugsa um orku­magnið sem þarna steyp­ist fram og streymir óvirkjað til sjáv­ar.

Sig­urður heit­inn Þór­ar­ins­son, jarð­fræð­ing­ur, benti á að í jök­ul­fljót­inu og Detti­fossi búi annað og meira en kílóvatt­stund­ir; nefni­lega verð­mæti sem „mæl­ast í unaðs­stundum“. Þannig veiti frjáls foss­inn okkur í reynd miklu meiri verð­mæti í formi ánægju og unað­ar, heldur en ef hann væri virkj­að­ur.

En Detti­foss gefur líka til­efni til ann­arra hug­renn­inga. Sbr. það hvernig Andri Snær Magna­son, rit­höf­und­ur, hefur sett gríð­ar­legt vatns­magn foss­ins í áhuga­vert sam­hengivið olíu­fram­leiðslu heims­ins. Sem vert er að staldra við og íhuga.

Eins og flestir vita þá hefur olíu­fram­leiðsla í heim­inum lengi vaxið nokkuð jafnt og þétt. Þegar Orku­bloggið byrj­aði göngu sína árið 2008 nam olíu­fram­leiðsla og olíu­notkun í heim­inum á hverjum sól­ar­hring rétt rúm­lega 80 millj­ónum tunna. Síðan þá hefur fram­leiðslan og olíu­notkun okkar auk­ist veru­lega. Í dag er magnið af olíu sem fram­leidd er og notuð á hverjum sól­ar­hring komið yfir 100 millj­ónir tunna. Og fer enn vax­andi.

Það vill svo til að þetta magn olíu sem fram­leitt er á degi hverjum í dag, um 100 millj­ónir tunna, mun vera nán­ast jafn mikið að rúm­máli eins og dag­legt með­al­rennsli Detti­foss. Reyndar er eðl­is­massi olíu og vatns ekki hinn sami, en hér erum við að bera saman rúm­mál. Sam­an­burð­ur­inn þarna er mjög áhuga­verður og til þess fallin að vekja fólk til umhugs­un­ar.

Vatnsrennslið í Dettifossi (rúmmetrarnir sem um hann renna að meðaltali) samsvarar olíuframleiðslu heimsins.

Það er sem sagt svo að þegar við stöndum á gljúf­ur­barmi Detti­foss og horfum á ægi­kraft foss­ins getum við ímyndað okkur að þar steyp­ist ekki gruggugt jök­ul­vatn fram af foss­brún­inni, heldur kolsvört olía sem knýr efna­hags­líf heims­ins. Til hags­bóta fyrir flest okk­ar, en með til­heyr­andi mengun og geysi­legri kolefn­islos­un. Þannig getur Detti­foss verið nokkuð áþreif­an­lega áminn­ing um það hvernig olíu­flóð­ið streymir úr iðrum jarð­ar­innar á hverju and­ar­taki ver­ald­ar­innar fyrir til­verknað manna.

Eftir ein­ungis fáein ár verður fram­leiðsla og notkun heims­ins á olíu svo orðin ennþá meiri en nú er, enda eykst hún um u.þ.b. 1,5–2% á ári. Mest af þessu sístækk­andi, orku­ríka og eld­fima olíufljóti er notað sem bruna­eldsneyti. Hvaða áhrif sá mikli og sívax­andi brenn­andi olíuflaumur mun hafa á líf og unaðs­stundir kom­andi kyn­slóða er kannski ófyr­ir­sjá­an­legt. En varla er þessi flaumur af olíu og brun­inn á henni áhrifa­laus á líf­rík­ið.

Sam­an­burður á olíu­fram­leiðslu við rennsli Detti­foss er okkur líka áminn­ing um geysi­legt orku­inni­hald olíu. Og þar með um það risa­á­tak sem er framundan til að þróa aðra hag­kvæma orku­gjafa sem geta orðið til þess minnka þörf­ina á olíu (og jarð­gasi og kol­u­m).

Þarna er sann­ar­lega mikið verk óunnið og ekki dugar að sitja og snúa þuml­um. Það er því afar ein­kenni­legt að sjá suma þing­menn á hinu háa Alþingi og jafn­vel leið­toga valda­mik­illa ríkja reyna að gera lítið úr alvar­leika máls­ins. Heil­brigð skyn­semi segir okkur að leggja ber höf­uð­á­herslu á að finna leiðir til að auka fram­boð end­ur­nýj­an­legrar orku og draga úr bruna olíufljóts­ins.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland. Greinin birtist fyrst á vefsvæði Kjarnans 14. október 2019.

Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.

Welcome to a place where words matter. On Medium, smart voices and original ideas take center stage - with no ads in sight. Watch
Follow all the topics you care about, and we’ll deliver the best stories for you to your homepage and inbox. Explore
Get unlimited access to the best stories on Medium — and support writers while you’re at it. Just $5/month. Upgrade