Útskýringar

Vélarstærð er mæld í lítrum í Evrópu. Þessi tala merkir samtals rýmið sem sprenging fer fram í í vél. Því stærra, því meiri sprenging, því meiri kraftur. Þetta lögmál á sér takmarkanir á báðum endum: of lítil vél getur eytt jafnmiklu og of stór vél.

Bílvél umbreytir efnaorku í hreyfiorku með því að þrýsta saman eldsneyti og súrefni og sprengja með tímasettum neista. Sprengingin þrýstir stimplinum niður og stimpilstöngin snýr sveifarásnun. Sá snúningur endar úti í hjólum bílsins eftir ferðalag um skiptingu og drif.

Stimplarnir ganga upp og niður inn í strokkum. Fleiri strokkar = meiri afköst. Allir meðalbílar eru með fjóra strokka og jafnan er hver strokkur 0.3–0.5L. BMW 530i er með sex strokka og hver þeirra er 0.5L. Stórir vörubílar í dag eru með átta strokka, 1.5L hver (samanlagt 12 lítra sprengirými!).

Forþjappa nýtir þrýstinginn á útblæstri vélarinnar til að snúa þjöppu sem tekur loft úti og þjappar inn í vélina. Því meira og kaldara sem loftið er, því meiru getur vélin afkastað. Þess vegna er gjarnan settur millikælir á milli forþjöppu og vélar sem kælir þjappað loft með enn meira lofti að utan áður en það er sprengt. Þennan búnað þekkja flestir sem turbo og í dag má fullyrða að allir venjulegir bílar séu framleiddir með forþjöppu, þökk sé tilskipun ESB frá 2003. Fyrir 30 árum voru bara Saab 900 Turbo og örfáir pallbílar með forþjöppur.

Hestöfl og tog eru sitthver mælieiningin á afköstum vélarinnar. 1 hestafl er 0.745 kW. Hestafl er sumsé mælieining á hraðanum sem vinnan (W = F • S) er unnin. Ég skil ekki samband hugtakanna nógu vel. Þetta er alveg rosalega flókið. En tog nýtist best til að toga hluti og hestöfl til að fara hratt. Stór díselvél hefur ólýsanlega mikið tog en ekki svo mörg hestöfl, m.v. stærð (kannski 2–3000 nm tog versus 3–500 hö). Tog er mælt í newtonmetrum.

Bensínvélar framleiða alltaf fleiri hestöfl en tog og henta þess vegna betur í sportbíla. Þó hefur Le Mans-lið Audi notið góðs gengis með turbodíselvélar. Díselvél framleiðir svo meira tog en hestöfl. Munurinn á bensín og díselvél er:

  • Bensínvél brenni bensíni sem er hreinna en díselolía, 90–100 oktan. Díselolía er aðeins 30–40 oktan og því mun olíukenndari.
  • Bensínvél notar rafmagnsneista til að sprengja eldsneytið; díselvélin sprengir olíuna með þrýstingi. Af þessari ástæðu eru díselvélar sparneytnari, því þær sprengja alltaf á hárréttu augnabliki, á meðan tölva eða tímabúnaður hannaður af mönnum stýrir sprengingunni í bensínvél.

Enskar þýðingar:

  • Stimpill
  • Strokkur = cylinder
  • Sveifarás = crankshaft
  • Stimpilstöng = piston rod
Show your support

Clapping shows how much you appreciated Kjartan Magnússon’s story.