Reiknuð ástæða þess að Sigmundur Davíð ætti ekki að leiða þjóðina

Byggt á mati á gildum hans, sett inn í nýtt líkan byggt á Gullna Hring Simon Sinek.

Aldrei hefur það verið mér jafn ljóst og nú að veruleiki er aðeins saga sem þú segir sjálfum þér — og velur að trúa. Viðbrögð, aðgerðir og hegðun Sigmundar í dag (þegar upprunalega greinin var skrifuð 05.04.2016) eru gott dæmi um það og hversu hættulegt það getur verið að trúa því að eigin runveruleikaskynjun sé eini raunveruleikinn en ekki aðeins ein birtingarmynd raunveruleikans.

Að vanrækja blaðamenn, fara á bakvið eigin flokk með því að fara einn að hitta forseta Íslands til að biðja um þingrof, að ljóst og leynt hóta þingrofi gegnum Facebook og að segja forseta Íslands ljúga um það sem gerðist á fundi þeirra er talar sínu máli. Að það sé forsætisráðherra vor sem málið snýst um gerir þetta í besta falli sorglegt og skammarlegt. Fyrir versta fall á ég engin nógu sterk orð til að lýsa ástandinu.

Með hliðjsón af M.Sc verkefni mínu við Chalmers háskóla í Gautaborg um það hvers vegna (Higher Ambition) leiðtogar gera það sem þeir gera, og uppgötvun mína varðandi að það kann að vera hægt að gera tölfræðilega reikna einmitt það, hvers vegna við gerum það sem við gerum, finnst mér þetta MJÖG áhugavert. Ég hef fylgst náið með þróun mála síðan á sunnudagskvöldið þegar Panama skjölin voru gerð opinber. Ég hef eftir bestu getu greint orð Sigmundur, líkamstjáningu og hegðun til að meta hvaða gildi hann hefur í hávegum. Ég vil þó taka það skýrt fram að þessi greining er aðeins byggð á mati og ekki gögnum frá honum, eins og ég vinn með að öllu jöfnu (sem ég myndi þó gjarnan fá ef einhver getur hjálpað mér en Sigmundur virðist hafna öllum viðtöl í augnablikinu — og ég er sennilega ekki ofarlega hans lista núna yfir viðmælendur ). Byggt á þessu mati hef ég síðan reiknað út vitundarstig hans út frá þessari nýju kenningu og greint út frá því af hverju hann gerir það sem hann gerir.

Áður en ég birti greininguna vil ég ítreka eftirfarandi :
1. Ég er ekki pólitísk.
2. Ég trúi því að fólk geri ávallt sitt besta í samræmi við þær upplýsingar sem fyrir hendi eru, þeirra vitundarstig (ATH: Ég er enn að reyna að finna gott orð fyrir það sem ég kalla nú “vitundarstig” svo vinsamlegast ekki sýnið notkun á orðavali umburðarlyndi), og gildi.

Að því sögðu — ég vil trúa því að Sigmundur Davíð fyrrverandi forsætisráðherra Íslands var ekki meðvitað að gera neitt rangt eða siðlaust heldur aðeins að vinna í samræmi við hans gildi, sem síðan skilgreina hans vitundarstig, sem síðan stýra gerðum hans og hegðun. Það þýðir þó ekki að hann hafi ekki gert neitt rangt eða siðlaust samkvæmt samfélagslegum reglum og gildum. Því eru yfirlýsingar eins og “það er bara þannig” eða “ég er að segja satt og rétt frá” hættulegar vegna þess að sannleikur eins manns er ekki hinn eini rétti sannleikur. Það er bara skynjun á veruleikanum sem byggist á okkar gildum sem mótar hver við erum.

Gildi og meðvitund Sigmundar

(Greiningin byggist á mati og ekki staðfestum gögnum)

Eftirfarandi gildi eru þau sem ég hef borið kennsl á út frá gerðum Sigmundar og hegðun. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi gildi eru þau sem ég tel að hann sjálfur telur mikilvæg og ekki hvað öðrum finnst um hann.

(Ég ákvað að þýða ekki gildin yfir á íslensku af þeirri ástæðu að þessu gildi eru skilgreind og unnin útfrá 30 ára rannsóknum og ég er ekki viss um að ég koma frá mér réttri skilgreiningu gildanna ef ég mun aðeins íslenska ensku orðin. Vona að þið sýnið því skilning.)

Achieve. Assertive. Manage. Detached. Self-control. Own. Traditions. Independent. Consistent. Realistic (He has not been consistent and realistic today maybe, but in general I believe it’s one of his core values). Loyal. Obey. Comfort. Disciplined. Responsible. Efficient. Commerce. Compete. Sustenance. Perform. Appear. Confident. Rationalise. Work. Economic. Knowledgable.

Gildin sem ég tel að eru, eða að minnsta kosti líta út fyrir að vera, minna mikilvæg að mati Sigmundar eru eftirfarandi.

Rectify. Ethical. Humble. Aware. Adapt. Open. Genuine. Include. Forgive. Fair. Fallibility. Compassion. Holistic. Democratic. Altruistic. Pluralist. Selfless. Presence. Co-evolutionary. Cooperate. Discern. Empathy. Humanitarian. Interdependent. Simplicity. Transform.

Þetta eru aðeins 52 gildi af 127 gildum sem ég vinn með í rannsókninni minni. Þau 75 gildi sem ég ekki nefni eru því einhverstaðar þarna á milli og þjóna ekki stærri tilgangi í greiningunni. Þegar ég set þessi gildi inn í líkanið sem ég hef byggð sem er bætt útgáfa að Gullna Hring Simon Sinek fæ ég eftirfarandi niðurstöðu:

Þetta þýðir, samkvæmt minni kenningu (ég vil leggja áherslu á að þetta er enn bara kenning og hefur ekki enn verið staðfest, en verkefnið mitt verður varið í júní á þessu ári við Chalmers háskóla. Þess ber þó að geta að Chalmers hefur þegar sýnt niðurstöðunum áhuga til að fara út í frekari rannsóknir á doktorsstigi við Higher Ambition Leadership Centre) er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur einfaldlega ekki nógu hátt vitundundarstig til að leiða land (eða hvaða fjölbreytta hóp fólks sem er) án þess að mismuna fólki sem ekki deila gildum hans og heimssýn.

Samkvæmt greiningunni liggur mesti styrkur Sigmundur í að hugsa og miðlahvernig hlutirnir ættu/mættu ​​vera til að ná árangri til þeirra sem deila hans gildum. Hann er einnig fær um að hugsa, starfa og miðla því hvað á að gera til þeirra sem deila hans gildum og heimssýn. Þeir eiginleikar gera hann að hæfum stjórnanda og vinnusömum manni — innan síns hóps. En að vera fær um að hugsa, starfa og miðla frá breiðara og dýpra sjónarhorni, sem núverandi gögn mín benda á að séu helstu einkenni leiðtoga með hærri markmið (“Higher Ambition Leaders” sem ég stundum kalla “Changemakers”, skilgreint sem drífandi leiðtogi og/eða frumkvöðull sem er helgar sér á róttækan hátt að skapa framtíð sem er mun betri en núverandi staða (e. mission-driven leader and/or entrepreneur who are dedicated to creating a future that is radically better than the present), er ekki hans styrkleiki. Bara alls ekki!

Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem við erum að upplifa á Íslandi í dag. Það er misræmi milli gilda fyrrverandi forsætisráðherra okkar og þjóðarinnar. Það misræmi leiðir til skilningsleysis og vantrausts.

Ég er ekki viss um hvort það sé rétt að nota orðið mismunun í þessu samhengi en ómeðvituð mismunun er nátengd lágu vitundarstigi, einfaldlega vegna þess að getan til að sjá stóra samhengið og sýna þar samkennd er ekki til staðar.

Fólk með lágt stig vitundar á tilhneigingu til að lýsa öðrum heimssýnum og hegðun sem byggir á öðrum gildum með eftirfarandi orðum: undarlegt, óeðlileg, sérstakt eða öðruvísi. Það á þó við þegar það er kurteist. Ef hiti hefur færst í leikinn fá oft orð að fljúga eins: heimskur, geðveikur, fáránlegur, lygi og samsæri. Sem einmitt hefur gerst á undanförnum dögum. Eins og má skilja hefur svona hugarfar tilhneigingu til að mismuna — og hefur gert það í gegnum söguna. Sú staðreynd að “ein tegund fólks” (miðaldra, gagnkynhneigðir, ófatlaðir hvítir menn) hafa verið við völd í aldir og ár og eru enn, og, meðvitað eða ómeðvitað, halda valdinu út af fyrir sig og frá “öðruvísi fólk“ hræðir mig. Sérstaklega í samfélagi dagsins í dag þegar við skiljum að fjölbreytni (ó, ég mun skrifa aðra færslu um hvernig ég held að við erum algerlega að misskilja hugtakið fjölbreytni) er styrkur.

Ég tel að við verðum að vera betur meðvituð um það hvern við veljum sem leiðtogar okkar. Vegna þess að það er mikill munur á milli góðs leiðtoga og góðum stjórnenda, samkvæmt mínum gögnum.

Góður stórnandi hefur getuna til að leiða verkefni til árangurs með því að gera hlutina rétt. Þeir skilja hvernig á að gera hlutina og hvað á að gera. 
Góður leiðtogi getur haft raunveruleg áhrif á samfélagið með því að gera réttu hlutina. Þeir skilja hvers vegna þeir gera það sem þeir gera.

Á þessu er mikill stigsmunur sem mikilvægt er að gera skil á.

Það kann nú að vera hægt að mæla þetta með þessum nýjustu niðurstöðum mínum. Ofangreind atriði eru því ekki mín skoðun. Þetta eru vísindi byggð á yfir 30 ára rannsóknum á gildum og þróun vitundar. Eftir 8 ára þrotlausa vinnu sem á rætur sínar í kreppunni á Íslandi 2008 þegar ég fann mig knúna til að skilja betur af hverju leiðtogar okkar tóku þær ákvarðanir sem þeir tóku á sínum tíma gleður það mig að mögulega geti þessi vinna komið að gagni á þessum nýju tímum Íslands í dag.

Eftir það sem hefur gerst síðustu daga sem ég er alvarlega að íhuga að nota sumarið til að halda áfram með svipuða vinnu og ég hef verið að gera í M.Sc verkefninu mínu. Það þýðir, ef ég fæ verkefnið styrkt, að ég mun safna gögnum um gildi allra áhrifamesta leiðtoga íslensku þjóðarinn innan stjórnmála, fyrirtækja og stofnana — og birta það, þar á meðal sögur þeirra í vídeói sniði um það hvers vegna þeir gera það sem þeir gera.

Þar að auki erum við að skoða möguleikann að þróað hugbúnað sem getur safnað og meti gildi allrar íslensku þjóðarinnar í rauntíma, sem getur verið áhugavert og komið að miklu gagni fyrir komandi forsetakosningum, sem og Alþingingiskosningar.

Við höfum frábært tækifæri núna sem þjóð til að nýta okkur núverandi ástand til að krefja meiri gegnsæis og leiðtoga sem byggja á gildum sem þjóðin samsvarar sér með. Og ég tel það vera gífurlega mikilvægt fyrir orðspor okkar sem þjóðar.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Ísland er land mikilla tækifæra. Við erum rík af auðlindum og við erum rík af mannauði. Styrkleikar okkar liggja í sérstæðu okkar sem lítil en kraftmikil þjóð, sönn og skapandi.

Ég trúi á Ísland og íslensku þjóðina.

Ég legg til að við hættum að berjast innbyrðis og nýtum okkur styrk okkar sem þjóð til að gera veruleika spillingar, mismununar og misnotkunar úreltan?

Af því að við getum það!


Þessi grein var upprunalega skrifuð 05.04.2016 á ensku og má finna hér
Hún hefur fengið hátt í 1500 skoðanir og fengið jákvæða athygli.