Markaðsmál stjórnmálanna

Markaðsmál ganga útá að koma skilaboðum áleiðis um “vöru” sem skapar virðisaukningu fyrir skilgreindan “markhóp”. Forsenda árangurs er að hafa skilning á “neytendahegðun” hópsins.

Á leikvelli stjórnmálanna er varan bæði hugmyndafræði og framkvæmd hennar. Markhópurinn eru þeir kjósendur sem stjórnmálaflokkar vilja fá á sitt band í skiptum fyrir virðisaukningu sem “varan” skapar.

Það er hlutverk leiðtoga stjórnmálahreyfinga að miðla með skýrum hætti til kjósenda hver “varan” er og hvaða “virðisaukning” er í henni falinn. Hluti af því að fá fólk á sitt band er að sannfæra og “selja” hugmyndir og til þess þarf að skilja vel hópinn og “neytendahegðun” hans. Gjarnan er þörf á að brjóta markópinn niður í marga smærri hópa og aðlaga skilaboð og mismunandi kosti “vörunnar” að þeim.

Margir stjórnmálamenn og flokkar gera þetta vel að mínu mati en aðrir hreint alls ekki.

Eitthvað annað!

Fyrir hrun var besta gylliboðið “LGK kúrinn”. LGK stóð þá fyrir Landsbankinn-Glitnir-Kaupþing. Þar var lausnina að finna. Peninga fyrir alla til að “njóta strax” en borga seinna. Þetta var auðskilið og margir kusu að taka þátt. Í dag er stemmning fyrir öðru! Sem er í sjálfu sér ekki nóg það þarf líka að vera skýrt hvað það er, alveg sama hvort að það komi frá þeim sem nú sitja við völd eða öðrum.

Oft hef ég grínast með það að sá verður ríkur sem finnur upp vöruna “eitthvað annað” því margir eru jú alltaf bara að leita að “einhverju öðru” og ef til vill nýtist slíkt loforð eitt og sér einhverjum stjórnmálaflokkum vel í þetta skiptið.

Mörg ríki og sérstaklega stórveldi virðast hafa stefnu sem gengur útá ótta við að missa ekki það sem þau hafa og eiga.

Hvað er það sem við eigum og höfum sem við viljum vernda? Hvernig væru markmið okkar ef þau væru ekki drifin af ótta heldur jákvæðri sýn um það sem gæti orðið?

Af hverju?

Frægasti fyrirlestur um leiðtogahæfni hélt sérfræðingurinn Simon Sinek undir yfirskriftinni “How great leaders inspire action” (og finna má á ted.com). Sú hugmynd sem hann byggir á gengur útá að þeir leiðtogar sem ná bestum árangri skilgreini fyrst AF HVERJU þau gera það sem þau gera, svo HVERNIG þau hyggjast gera það en síðast HVAÐ þau gera. Flesir kynna sín málefni í öfugri röð og hafa aðeins svör við tveim af þrem forsendum “hvað og hvernig” en vita jafnvel ekki “hversvegna”. Stjórnmálamenn gleyma því gjarnan að koma til skila hver sé hinn raunverulegi tilgangur með ávinningi þeirra báráttumála. Niðurstaða góðrar hagstjórnar getur t.d. verið “hagnaður” en það gleymist gjarnan hver tilgangurinn er með þeirri niðurstöðu.

Ég ætla að leyfa mér að koma með tillögu að því hvað “markhópurinn” gæti verið að leita eftir.

AF HVERJU? (tilgangurinn)
Kjósendur vilja lifa hamingjusömu lífi.

HVERNIG? (málefnin)
Kjósendur vilja góða heilsu, næringu, húsaskjól, hvíld og öryggi. Þeir vilja einnig tækifæri til menntunnar, samskipta og fordómalausrar tjáningar. Síðast en ekki síst vilja kjósendur tækifæri til að sinna eigin hugðarefnum og metnaðarmálum eins fjölbreytt og þau eru í samfélagi okkar.

HVAÐ? (kosningaloforðin)
Hvernig styðja kosningaloforðin við málefnin sem raunverulega skipta kjósendur máli og skapa forsendur alvöru velsældar?

Ég hvet alla til að rýna vel í stefnu og framkvæmd stjórnmálaflokkanna og meta útfrá þeim hvort þau leiði til raunverulegrar lífskjaraaukningar.

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.