A DAY IN THE LIFE

stillandi vekjaraklukkuna mína á tíu fyrir svefninn

vakna hress og tilbúin í daginn

liggjandi andvaka þangað til augun tárast

og fuglarnir eru byrjaðir að syngja

á sviði spilandi fyrir þúsund manns

í strætónum á leiðinni í skólann

í lestinni fljótandi framhjá ökrum og trjám

í rútu keyrandi í Andesfjöllunum

horfandi inn í önnur augu,

í mín eigin augu

í önnur augu

horfandi út yfir hafið

vera á toppi veraldarinnar

njóta ástar

vera full af innblæstri

hlæja

brosa

vera full af von

öskra

gráta

kveina

vera í ástarsorg

vera hrædd

vera ein

vera á botni tilverunnar

sár út í lífið

vera hrædd yfir hvað koma skal

vera full hræðslu og eftirsjá

Og svo sæla

og ró

og kyrrð

Og svo ekkert meir