Blessbless Kata

Ég heyri fætur mína snerta grasið krissskrasskrisskrass. Himininn er er sprengdur. Sjórinn biður eftir mér. Það er akveðið frelsi að finna kyrrðina og þögnina í loftinu.

Lávær fuglasöngur. Hálfkaldur gustur. Augu min eru sölt af tárum. Ég geng ein Laugarnestangann..

Þú ert farin. Myrkrið nálgast. Stjörnur birtast. Tárin streyma

Söknuður sorg spinnast saman í eitt. En Þakklætið tekur svo yfir. Ég brosi og horfi út yfir hafið. Bráðum mætast leiðir okkar aftur.

Bless kata bless bless

Show your support

Clapping shows how much you appreciated María Viktoría Einarsdóttir’s story.