ER HÆGT AÐ BIÐJA UM MEIRA?

Er hægt að biðja um meira klukkan 03.39 á föstudagsnótt í júli?

þegar fulgarnir syngja og himininn er bleikur og gulur

og maður heyrir í öldunum labbandi sæbrautina heim út bænum

er hægt að biðja um eitthvað meira þegar himininn speglast í hafinu og

sjórinn verður bleikur á litinn

og maður sér fuglana flaxa vængjum sínum upp og niður

svona eins og lífið fer alltaf niður og svo upp, niður og svo upp á ný

eins og fætur mínir ganga niður svo upp á ný

ég nálgast svo laugarnestangan tangan hans Hrafns Gunnlaugssonar

ég er hlý að innan en finn að líkaminn er kaldur

ég finn að ég skelf undir appelsínugulu sokkabuxurnar

undir sægræna kjólnum mínum,

fætur minir hreyfast hratt fram og aftur

niður svo upp, niður svo upp á ný eins og lífið

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.