Labba í strætó

Fæturnir klæddir vínrauðum dr martins skóm ganga rólegum en föstum skrefum. Þeir eru í stíl við himininn. Himininn sem hefur verið sprengdur við sjóndeildarhringininn. Bleik fjólublá ský á sveimi speglast í blátt atlantshaf.

Það er fösturdagseftirmiddegi

Ég finn það í loftinu

Þetta lætur mig hugsa um blikkandi ljósin, dansandi líkamar sem fá ekki nóg, um tónlistina sem heltekur mann og snýr mann í endalausa hringi. Mjúkar varir. Augu sem skilja. Snerting sem segir meira en þúsund orð.

Ég reyni að smella einni mynd af himninum en andvarpa og gefst upp. Sum augnblik eru ómögulegi til að fanga. Ég ákveð að það sé í lagi. Það gerir kannski lífið svoltið sérstakt eftir allt saman.

Hugur minn fer á flug inn í himininn. En það varar ekki lengi þangað til það sést glitta í strætó á dalbrautinnni og hann kemur tekur mig á annað flug. á flug í föstudagskvöldið.

Út í gleði, í dans hveiti bjór. Þangað sem áhyggjur ná ekki til.

Like what you read? Give María Viktoría Einarsdóttir a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.