MAÍ Á LÍKA GRÁA DAGA

Gítarar liggja þvert yfir gólfið, hárið mitt er lufsulegt og ég sé varla í skrifborðið mitt fyrir gömlum pappírum,vekjaraklukku, sparigrís og krukku með gömlu vatni í.

Ég set niður litla gula gítarinn: Lagið verður aldrei eins flott og ég vil muldra ég við sjálfa mig.

Himininn er grár og það lýs grá birta inn á þetta heimili

og ég stend upp lít inn í þessi dapurlegu augu í speglinum.

Engin bíður eftir mér en samt líður tíminn svo hratt,

ég þarf ekkert að flýta mér en samt slær hjarta mitt svo hratt.

Ekkert skiptir lengur máli en á sama tíma er ég svo hrædd,

svo hrædd að tapa öllu.

Rimlagardínan hreyfist fram og til baka og það heyrist í vindinum fyrir utan og í fuglasöngnum hjá nokkrum veikburða fuglum. Hvað á ég að gera við mig?

Ég refresha feisbúkk aftur og aftur en ekkert gerist þar.

Ég drekk örlítið volgt vatn úr krukkunni og það eru komnar margar litlar loftbólur í það, bragðið er næstum rammt og ég spyr mig af hverju. Ég sem hélt að maí byði upp á eitthvað meira en þetta.

Show your support

Clapping shows how much you appreciated María Viktoría Einarsdóttir’s story.