Bannað að koma til Bretlands — væntanlegur til Íslands í maí

Bandaríski rasistinn Robert Spencer er á leiðinni til landsins. Hann heldur fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík 11. maí næstkomandi í boði Vakurs — samtaka um evrópska menningu. Spencer hefur um árabil stundað hræðsluáróður gegn múslimum og var norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik innblástur. Nafn Spencers kemur margoft fyrir í riti Breiviks, 2083 — A European Declaration of Independence.

Gegn “íslamvæðingu Bandaríkjanna”

Robert Spencer er einn stofnanda haturssamtakanna Stop Islamization of America, eða Stöðvum íslamvæðingu Bandaríkjanna. Meðal þess sem samtökin hafa lagt áherslu á er að berjast gegn byggingu Park51, fyrirhugaðrar félagsmiðstöðvar múslima á Manhattan. Þá hafa samtökin staðið fyrir reglulegum auglýsingaherferðum gegn múslimum í almenningssamgöngukerfum New York-borgar.

Innblástur að hryðjuverkum

Skrif Spencers voru norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik innblástur er hann framdi mannskæðustu hryðjuverkaárás í sögu Noregs þann 22. júlí 2011. Breivik myrti 77 manns, þar af 50 börn, er hann sprengdi sprengju við stjórnarráð Noregs og hóf skothríð í sumarbúðum AUF, ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins, í Útey. Alls vitnaði Breivik 64 sinnum í skrif Spencers í riti sínu, 2083 — a European declaration of independence. “Varðandi Islam mæli ég með öllu eftir Robert Spencer,” skrifaði Breivik.

Norsk ungmenni liggja í valnum eftir árás Breiviks á sumarbúðir ungliðahreyfingar norska verkamannaflokksins (AUF) í Útey

Meinað að koma til Bretlands

Árið 2013 var Spencer bannað að koma til Bretlands. Þar átti hann að halda fyrirlestur á útifundi á vegum bresku öfga-hægrisamtakanna English defence league. Ákvörðunin um að meina Spencer inngöngu í landið var byggð á orðum hans um að Islam væri “trúarbragð sem heimilar stríð gegn vantrúuðum í þeim tilgangi að koma á samfélagskerfi sem er algjörlega ósamrýmanlegt vestrænu samfélagi”. Koma Spencers til Bretlands var talin líkleg til að valda uppþotum og ofbeldi á götum úti.

Vakur — samtök gegn Islam

Á heimasíðu Vakurs — samtaka um evrópska menningu segir að markmið þeirra sé að vernda og efla þrjár uppsprettulindir vestrænnar siðmenningar: fornmenningu Grikkja og Rómverja, hebreska og kristna lífsskoðun og trúarbrögð, og siði og hugsunarhætti hinna germönsku þjóða. Markmið samtakanna er einnig að “fjalla um stefnur og strauma sem brjóta í bága við grunngildi evrópskrar menningararfleifðar.”

Þröstur Jónsson, ábyrgðarmaður heimasíðunnar www.vakur.is, virðist mjög áhugasamur um Íslam. Á Facebook-síðu sinni skrifar hann m.a.:

“Orsök uppgangs Islam í hinum vestræna heimi undanfarið hefur verið mér mikið áhyggjuefni, einkum fyrir hönd komandi kynslóða. Smám saman fór mér þó að verða ljóst að það er í sjálfu sér ekki við Islam að berjast, heldur stjórnmálaöfl, “háskóla-elítu” og stærstu fjölmiðlana, sem sýna hinu ekki-umburðalynda afli Isalm umburðarlyndi og hvetja jafnvel til Islamiseringar okkar þjóðfélaga.”

Þessi orðræða er keimlík þeirri sem finna má í textum norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breiviks, en hann var yfirlýstur óvinur hinnar svokölluðu stjórnmála-, háskóla- og fjölmiðlaelítu.

Welcome to a place where words matter. On Medium, smart voices and original ideas take center stage - with no ads in sight. Watch
Follow all the topics you care about, and we’ll deliver the best stories for you to your homepage and inbox. Explore
Get unlimited access to the best stories on Medium — and support writers while you’re at it. Just $5/month. Upgrade

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store