Dance-offið mikla

Spoiler alert fyrir The OA

Öll þáttaröðin dílaði við raunverulega karaktera — persónusköpunin var lang sterkasti faktorinn og það sem hélt manni raunverulega við hvern þátt, lét manni vera sama um þessa “steypu”. Hver einasti karakter í seríunni var margvídda, meira að segja Vondi kallinn. Þetta var þessi konkret, realíski kjarni seríunnar.

Síðan var hin víddin sem var yfirnáttúrulegi þátturinn, en hann átti sér einungis stað í (lyga)sögum OA— líf eftir dauðann og öll sagan í kringum það. Í lokinn kemur í ljós að það var allt mjög fáránleg fantasía hjá OA, einhver dansspor sem áttu að gera kraftaverk og allt það, en samt vorum við eins og lærlingarnir hennar algjörlega límd við söguna og keyptum hana allan tímann, bíðandi eftir pay off þar sem “ráðgátan leysist.” “Já ókei, dansspor gera kraftaverk… weird, en I’ll go along with it.” Hér má auðvitað skjóta inn einhverju um trúarbrögð, fólk trúir því fáránlega til að flýja frá ömurlegri tilveru — case in point, líf allra karakteranna. New Age trú hópsins. Líka galdrar sjónvarpsins sem láta mann verða invested í því fáránlega.

Auðvitað kom þetta pay off ekki. Þess vegna var endirinn góður að mínu mati-þau taka gjörsamlega sturlaða ákvörðun gegnt harkalegum raunveruleika, næstum vissum dauðdaga að performa eitthvað fáránlegt dansatriði, sturlast gagnvart dauðanum — þau elta öll sjúkrabílinn, elta öll leiðtoga trúarbragðanna.

Einnig helst samt að vissu leyti yfirnáttúrulegi faktorinn með til að þetta “boom reality hits” twist sé ekki of banal - óvissan um hvort að þetta hafi í raun verið lygi, er hægt að fullyrða nokkuð um þessi yfirnátturulegu fyrirbæri, jafnvel þó að allt bendi til þess að þau séu ósönn? Hversvegna hætti hún að vera blind? Sá hún framtíðina? Ferðaðist hún til annarar víddar í lokinn? Líklega ekki, en óvissan er samt til staðar.

Reiði allra yfir endinum er þáttur í þessu— afhverju gat þetta ekki bara orðið eitthvað víddarferðalag þar sem allir bjargast úr prísund? Vegna þess að það er ekki real.

Like what you read? Give Stefán a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.