Eina góða ljóðið

Ég ætla aldrei að taka þátt í ljóðafimmtudegi vegna þess að ég hef skrifað eina góða ljóðið mitt nú þegar. Þegar ég var 17 ára skrifaði ég ljóð í símann minn. Það var gamall Nokia sími. Ég skrifaði líklega SMS og sendi það ekki. Þá geymdist það. Nokkrum árum síðar var ég staddur í hópi vina og ég las ljóðið af einhverjum ástæðum fyrir vini mína. Þeir samþykktu allir einróma að ljóðið væri mjög fyndið. Einn gaf samþykki sitt þar sem hann lá á hnipri í gólfinu. Ég ákvað að senda ljóðið til útgefanda. Úr því varð að ljóðið var gefið út og kom út í nokkrum eintökum. Síðan hafa liðið mörg ár. Í dag man ég ekki nákvæmlega eftir ljóðinu. Svona svipað og draumur sem í gerðust einn til tveir eftirminnilegir atburðir en restin er á reiki. Vinur minn sem lá í hnipri getur þulið það upp eftir minni enn þann dag í dag. Ég hef ekki hitt hann lengi. Í þau fáu skipti sem við hittumst dettur mér aldrei í hug að ræða ljóðlist. Hann er reyndar listamaður en ég er það ekki. Við ræðum oftast um aðra hluti. Ég man reyndar ekki hvaða hluti. Hinsvegar get ég sagt það að ljóðið fjallaði um kúreka sem stígur á typpið á ónafngreindum sögumanni. Hann æpir í kjölfarið úr sársauka á mjög kómískan hátt. Í ljóðinu var myndlíking sem snérist um að typpið væri eins og snákur. Mig rámar í að ég hafi talað um lim en ekki typpi. Það er enn fyndnara. Ég mun aldrei semja ljóð aftur.

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.