Í Smartlandi

Um daginn fór ég í útgáfuhóf í bókabúð.

Þreytt, nýkomin úr vinnunni. Ákvað samt að skella mér.

Svo kemur maður til mín „Ég er að taka myndir fyrir Smartland, má ég taka mynd af ykkur?”. Ég segi auðvitað já og brosi.

Af hverju þurfti þetta að gerast eina daginn í vikunni sem ég er ómáluð?

Mér er alveg sama.

Það skiptir mig engu máli hvað fólki finnst um mig eða hvernig mynd kemur af mér á Smartlandi.

Mér er ekki sama.

En ég er samt femínisti.

ort haustið 2015

One clap, two clap, three clap, forty?

By clapping more or less, you can signal to us which stories really stand out.