Hvernig ég losnaði við auglýsingar á íslenskum fréttaveitum

Netið er til margra hluta nytsamlegt. Vandamálið er hins vegar að það er frítt. Þú þarft ekki að greiða sérstaklegt aðgangsgjald til þeirra síða sem þú heimsækir svo ef aðilar vilja halda uppi góðum síðum með launuðu starfsfólki þá þurfa þeir að sækja tekjur.

Stærstu aðilarnir á markaðnum einoka nánast alla umferð og reyna því eðlilega að fá sem mestar tekjur í krafti þeirrar stöðu. Stór auglýsing á forsíðu stærstu fréttaveitanna á Íslandi kostar um hálfa milljón króna á dag.

Öllu má þó ofgera og það hefur gerst á Íslandi. Gróðasjónarmiðin hafa tekið yfir og það hefur stundum gleymst að hugsa út í það hversu gríðarlega þreytandi þetta auglýsingaumhverfi er fyrir neytendur. Þess vegna hafa margar stórar síður erlendis tekið upp á þeirri stefnu að vera með hæfilega mikið af auglýsingum sem eru ekki of æpandi sem kallast “Ad-light experience”.

Hér er dæmi um auglýsingu sem fylgir ekki þeirri stefnu:

Auglýsing á Vísi 22. febrúar 2017

En hvað er til ráða?

Ég vil endilega hvetja þá sem reka íslensku miðlana að marka stefnu hvað þetta varðar svo fólk þurfi ekki að grípa til örþrifaráða. Það er nefnilega auðvelt að losna við þessar auglýsingar og ef fyrirtæki huga ekki að þessu munu neytendur taka til sinna ráða. Ástæðan fyrir því hvað þetta er orðið auðvelt er einmitt sú að auglýsingar hafa þróast í þá átt að verða allt of áberandi og truflandi fyrir notandann.


Auglýsingafelarinn Adblock Plús

Þeir sem eru með nýlega vafra frá Google og Mozilla geta með auðveldum hætti sleppt því að sjá langflestar auglýsingar á íslenskum miðlum og svona ferðu að því á öruggan og einfaldan máta:

  1. Náðu í Adblock Plús viðbótina fyrir þinn vafra hér.
  2. Þegar þú færð skilaboð um að viðbótin sé upp sett smelltu hér.
  3. Neðst á síðunni er hlekkur á íslenska listann sem þú smellir á og síðan á “+ Add”.
Íslenski auglýsingalistinn er í boði Gardar.net

Þá ertu til dæmis komin með mínímalíska útgáfu af Mbl og Vísi.

Mínímalísk útgáfa af Vísi