Hugleiðing um Tabata lotuþjálfun

Undanfarið hef ég séð og heyrt talað um Tabata lotuþjálfun og hversu gott það er að notast við þá þjálfunaraðferð. Frábær þjálfunaraðferð og hægt að nota hana í nánast hvaða æfingu sem er. Hvort sem þú ert að spretta eða lyfta, skiptir engu.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Tabata lotuþjálfun mjög sérstök þjálfunaraðferð og þarf að vera framkvæmd á vissan hátt til þess að hún teljist sem Tabata.

Ein Tabata lota stendur yfir í 4 mínútur. Ekki lengur, ekki skemur. 4 mínútur. Þessum fjóru mínútum er skipt niður í 8 smálotur sem samanstanda af 20 sek vinnu á móti 10 sek hvíld.

En það sem virðist oft gleymast að greina frá er að þegar Tabata lotuþjálfun er framkvæmd, þá þurfa þessar 20 sek af vinnu að vera framkvæmdar á fullu gasi, 100% ákefð. Ekki 60% eða 75%, heldur 100%.

Þá hugsa margir eflaust að ekki sé hægt að halda 100% ákefð í þennan tíma, en 100% ákefð er í raun þú að gefa allt þitt í hverja smálotu. Þó svo að hraðinn/þyngdir minnki eftir því sem líður á lotuna, þá ert þú samt að gefa þitt allra besta.

Það er ástæða fyrir því afhverju lotan er aðeins í 4 mínútur og það er vegna þess að þú átt að vera þreytt/ur eftir lotuna. Ef þú ert að gera Tabata á annað borð, ekki skokka eða lyfta léttum lóðum — þá færð þú ekkert út úr þessari þjálfunaraðferð.

Like what you read? Give Villi Steinarsson a round of applause.

From a quick cheer to a standing ovation, clap to show how much you enjoyed this story.