Magnús Árnason verður sérstakur ráðgjafi hjá Góðum samskiptum

Andres Jonsson
Gott að frétta
Published in
2 min readApr 10, 2024
Magnús bætist við hóp svokallaðra sérstakra ráðgjafa (associated partners) hjá Góðum samskiptum

Magnús Árnason, stjórnarmaður og ráðgjafi, hefur bæst við hóp svokallaðra sérstakra ráðgjafa (associated partners) hjá Góðum samskiptum. Það þýðir að viðskiptavinir Góðra samskipta munu hafa aðgang að ráðgjöf Magnúsar í tilteknum verkefnum svo sem í tengslum við fjárfestingarverkefni, skráningar á markað og endurmörkun vörumerkja.

Magnús hefur áralanga reynslu sem stjórnandi, síðast sem framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og markaðsmála hjá Nova og áður sem alþjóðavörumerkjastjóri hjá LazyTown/Turner Broadcasting. Magnús er eftirsóttur ráðgjafi á sviði strategíu, viðskiptaþróunar og vörumerkja og situr m.a. í stjórnum Ölgerðinnar, Nova og Indó banka.

Sérstakur ráðgjafi er algengt hlutverk hjá ráðgjafarfyrirtækjum á Norðurlöndunum en það felur í sér aðgengi að afar reynslumiklum stjórnendum í afmörkuð verkefni — sem jafnan eru nafntogaðir aðilar með sérhæfða þekkingu og mikla innsýn í samfélagið og/eða atvinnulífið. Þess má geta að Þórhallur Gunnarsson, stjórnendaráðgjafi og fyrrum stjórnandi á sviði fjölmiðla, kom til liðs við Góð samskipti sem sérstakur ráðgjafi í upphafi þessa árs.

Kona Magnúsar er Þórdís Fjóla Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá VIRK og eiga þau þrjú börn.

Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta: „Það er fengur að fá svo öfluga og reynslumikla stjórnendur inn í teymið hjá okkur. Við viljum grípa fólk af þessu kalíberi þegar það er á lausu og meðfram öðrum störfum. Ég sé mikinn ávinning af því að para saman þekkingu þeirra Þórhalls og Magnúsar við þekkingu starfsfólks Góðra samskipta. Magnús kann þá list að raða saman nauðsynlegum aðgerðum, fjárfestingum og rétta fólkinu til að ná þeim markmiðum sem fyrirtæki vilja ná. Hann styrkir okkar teymi mjög og við hlökkum til að vinna með honum að mikilvægum verkefnum viðskiptavina Góðra samskipta á næstu misserum.“

--

--

Andres Jonsson
Gott að frétta

Almannatengsl og stjórnendaleit hjá Góðum samskiptum.