Staðan á markaðnum — Vika 40/2020

Andres Jonsson
Gott að frétta
Published in
2 min readOct 4, 2020

September var líflegur á vinnumarkaðnum. Vissulega voru nokkrar hópuppsagnir og nokkuð um að fólk væri að klára uppsagnarfrest en um leið hefur fjöldi birtra atvinnuauglýsinga rokið upp og mikið verið að gerast í ráðningum í störf sem ekki eru auglýst.

Okkar tilfinning er að stjórnendur séu komnir á fullt skrið eftir sumarfríi og leggi nú áherslu á manna hratt og vel öll nauðsynleg hlutverk, bæði störf sem hafa losnað og nýjar stöður sem orðið hafa til vegna nýlegrar stefnumörkunar.

Hjá Góðum samskiptum eru nú 8 virk ráðningarverkefni.

  1. Markaðsstjóri:
    Leitað er að öflugum markaðsstjóra fyrir stórt félag á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi þarf að hafa stýrt árangursríku markaðsstarfi. Leiðtogahæfileikar og stjórnunargeta þessa einstaklings þurfa að vera framúrskarand.
  2. Forstöðumaður verkefnastofu:
    Leitað er að einstakling sem hefur óbílandi ástríðu og metnað fyrir breytingum sem og verkefnastjórnun. Viðkomandi mun koma að uppbyggingu nýrra verkefnastofu fyrir framsækið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið er búin að vera í miklum viðsnúningi á rekstri og mun þessi einstaklingur koma að menningarbreytingu ásamt innleiðingu hugmyndafræði verkefnastjórnunar í gegnum allt fyrirtækið.
  3. Þjónustustjóri:
    Leitað er að þjónustustjóra sem vill umbylta innri þjónustu burðugs fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á stafrænni vegferð og þróun innri þjónustu. Þetta er ekki starf fyrir einhvern sem vill vinna hefðbundið þjónustustarf heldur er þetta starf fyrir aðila með ástríðu fyrir að breyta því hvernig við vinnum og hvernig þjónustumenning mótar dagleg störf.
  4. Stjórnarmaður:
    Leitað er að konu til að taka sæti í stjórn hjá tiltölulega stóru félagi á spennandi markaði. Fjármálalæsi, góð tengsl í samfélaginu, haldgóð reynsla af stjórnarstörfum og/eða ábyrgð á stórum verkefnum nauðsynleg.
  5. Forstöðumaður netöryggisþjónustu:
    Leitað er að forstöðumanni sem vill koma að þróun netöryggis hjá fyrirtækjum landsins. Viðkomandi þarf að leiða þróun viðskiptasambanda ásamt því að vera tilbúinn að bretta fram úr ermum og aðstoða við verkefni teymisins. Þessi eintaklingur þarf að hafa bæði brennandi áhuga og þekkingu á netöryggi ásamt því að þrífast á tengslamyndun.
  6. Lögmaður:
    Leitað er að framúrskarandi lögmanni með réttindi til að flytja mál ásamt því að hafa reynslu, getu og áhuga á fyrirtækjalögfræði. Þessi aðili þarf að sækja verkefni ásamt öflugum meðstjórnendum ásamt því að byggja upp inniviði nýrrar lögfræðistofu með miklum stuðningi annarra stjórnenda.
  7. Mannauðsstjóri:
    Leitað er að mannauðsstjóra fyrir félag í miklum vexti.
  8. Leitarsérfræðingur og junior ráðgjafi (Sourcer):
    Sem leitarsérfræðingur og junior ráðgjafi hjá Góðum samskiptum muntu sinna ólíkum verkefnum fyrir breiða flóru íslenskra fyrirtækja. Þetta starf er ekki fyrir þann sem vill rólegt umhverfi og hæga framvindu verkefna. Þetta starf er fyrir einstakling sem þrífst á hraðri verkefnavinnu og miklum samskiptum við fólk. Við þurfum einstakling sem getur unnið sjálfstætt og skipulega undir pressu og vill sjá skjótan árangur af sínum störfum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir orkumikinn og opinn einstakling sem vill komast inn í spennandi heim stjórnendaleitar (Executive Search) og ráðninga.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Tinni Kári Jóhanneson, ráðningarstjóri Góðra samskipta.

--

--

Andres Jonsson
Gott að frétta

Almannatengsl og stjórnendaleit hjá Góðum samskiptum.