20 vonarstjörnur í viðskiptalífinu árið 2022

Andres Jonsson
Gott að frétta
Published in
6 min readMar 16, 2022
Þau 20 sem talin voru líkleg af ábendingaraðilum til frekari afreka í viðskiptalífinu á næstu árum

Góð samskipti hafa einnig sett saman lista yfir 20 vonarstjörnur í tengslum við valið á 40/40 listanum í ár.

Vonarstjörnunar eru allt fólk sem miklar væntingar eru bundnar við á næstu árum og hefur vakið athygli fyrir hæfileika og metnað. Valið byggir á ábendingum fólks sem þekkir vel til í viðskiptalífinu.

— -

20 vonarstjörnur í viðskiptalífinu

Albert Þór Guðmundsson (33), sérfræðingur í fjárstýringu og greiningu hjá Bláa lóninu. Áður starfaði Albert hjá Valitor í tæp 6 ár, síðast sem forstöðumaður á rekstrarsviði. Albert er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.

Alondra Silva Munoz (30), leiðir markaðsmál hjá Kaptio. Alondra er nýráðin til Kaptio en áður var hún markaðsstjóri hjá Beedle og þar áður var hún yfir sölu- og markaðsmálum hjá Troll Expeditions. Alondra er gædd miklum skipulags- og leiðtogahæfileikum og býr yfir mikilli reynslu í stjórnun, alþjóðaviðskiptum og markaðssetningu. Alondra er með B.A. gráðu í málvísindum frá Universidade Federal do Paraná og meistaragráðu í sama fagi frá Universidad de Santiago de Chile. Þá er hún með M.A gráðu í Ameríkufræðum frá Háskóla Íslands.

Ásbjörn Sigurjónsson (31), verkefnastjóri hjá Marel. Áður var Ásbjörn m.a. greinandi hjá Valia Ventures í Boston. Fyrir það stofnaði hann hugbúnaðarfyrirtækið Silverberg Technologies. Ásbjörn er með B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Questrom School of Business í Boston.

Benedikt Sigurðsson (28), sérfræðingur í fjárfestingum hjá Stoðum. Benedikt starfaði áður hjá Deloitte við fjármálaráðgjöf. Hann er með B.S gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá sama skóla.

Bergur Guðjóns Jónasson (34), framkvæmdastjóri mannauðs og upplýsingatækni hjá flugfélaginu Atlanta, þar sem hann hefur starfað í rúman áratug. Hann er með B.S. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í hag- og viðskiptafræði frá Háskólanum í Árósum.

Brynja Ragnarsdóttir (37), forstöðumaður upplifunar viðskiptavina hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Brynja starfaði áður við ferlastjórnun hjá Össuri en hún tók við starfinu hjá OR núna í febrúar. Brynja er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Eyþór Máni Steinarsson (23), framkvæmdastjóri Hopp ehf.. Hann var áður verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík og framkvæmdastjóri OurCity. Eyþór er formaður stjórnar Vélmennaforritunarsambands Íslands og var valinn einn af topp 10 framúrskarandi ungum Íslendingum ársins 2021 af JCI Íslandi. Eyþór er með B.S gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Helena Sævarsdóttir (28), deildarstjóri lyfjaframleiðslu hjá Alvotech. Helena á jafnframt sæti í stýrihópi tækni- og framleiðslusviðs, þar sem hún leiðir hóp sérfræðinga í að tryggja innleiðingu framleiðsluferla. Helena hóf störf hjá Alvotech sem sumarstarfsmaður og gekk svo til liðs við framleiðslusvið að loknu námi. Helena er með B.S. gráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri og er í MBA námi í Háskólanum í Bradford.

Hildur Karen Haraldsdóttir (31), lögfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Hún hefur áður unnið í lögfræðideild bankans. Hún er með með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum.

Högni Hjálmtýr Kristjánsson (27), fjármálastjóri Kaldalóns. Högni starfaði áður hjá Gamma við fjármálastjórn og rekstur fasteignafélaga. Hann er með B.S. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Ingvar Steinn Birgisson (35), stýrir vöruþróun hjá CreditInfo Group. Ingvar var áður verkefnastjóri hjá fyrirtækjunum Invativa og Ericsson í Svíþjóð. Hann er með B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðlegri verkefnastjórnun frá Chalmers University of Technology.

Kristófer Þór Magnússon (29), verkefnastjóri í viðskiptaþróun hjá Origo. Kristófer starfaði áður sem verkefnastjóri hjá fyrirtækjaráðgjöf EY á Íslandi en þar áður var hann ráðgjafi hjá Oliver Wyman í Svíþjóð. Kristófer er með B.S. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í iðnaðarverkfræði frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

Ólöf Helga Jónsdóttir (26), lykilstjórnandi hjá SaltPay. Hún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Borgun. Ólöf er með B.S. gráðu í rekstrarhagfræði frá Háskóla Íslands.

Rebekka Ólafsdóttir (36), forstöðumaður áhættustýringar hjá Gildi og formaður áhættueftirlits Landssambands lífeyrissjóðanna. Hún starfaði áður sem sérfræðingur hjá Landsbankanum. Rebekka er með B.S. próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School.

Rósa Kristinsdóttir (28), lögfræðingur og regluvörður Akta. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Framtíðarinnar lánasjóðs, sérfræðingur á bankasviði Kviku banka og fulltrúi hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Rósa hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Rósa er einn af stofnendum Fortuna Invest.

Sigríður Theodóra Pétursdóttir (36), framkvæmdastjóri Brandenburg. Hún var áður viðskiptastjóri Brandenburg en í því starfi hefur hún unnið við stefnumótun og markaðsráðgjöf fyrir mörg af helstu vörumerkjum landsins. Sigríður er með B.A. gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá frá sama skóla. Þá lauk hún meistaraprófi í markaðslegri stjórnun og samskiptum frá Toulouse Business School.

Tatiana Hallgrímsdóttir (28), forstöðumaður menningarmála hjá The Reykjavik EDITION. Áður var Tatiana kynningarfulltrúi fyrir RIFF alþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur en hún hefur starfað lengst af sem fyrirsæta.

Thelma Wilson (34), framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup. Thelma starfaði áður sem sérfræðingur í upplifun viðskiptavina hjá Icelandair. Hún er með B.S. í rekstrarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Háskólanum í Reykjavík.

Úlfar Karl Arnórsson (33) hópstjóri í ferlanýsköpun hjá Marel. Áður starfaði Úlfar hjá Völku sem deildarstjóri hönnunar í vöruþróun. Úlfar er með B.S gráðu í vél- og orkutæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá sama skóla. Hann hefur einnig lokið sveinspróf í húsasmíði.

Örvar Sveinsson (37) framleiðslustjóri hjá Össuri. Áður starfaði Örvar hjá Elkem sem framleiðslustjóri. Hann er með B.S. gráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU).

Hér er svo 40/40 listi ársins 2022: https://medium.com/er-ekki-allt-gott-a%C3%B0-fr%C3%A9tta/40-40-listinn-2022-19df10439ccc

— -

1) Listinn yfir vonarstjörnur er í stafrófsröð.

2) Birt með fyrirvara um villur. Umsagnir eru byggðar á okkar eigin heimildum, ummælum tilnefningaraðila og opinberum upplýsingum og fréttum.

3) Frumkvöðlar og stjórnendur eigin fyrirtækja eru alfarið undanskildir við val listans.

--

--

Andres Jonsson
Gott að frétta

Almannatengsl og stjórnendaleit hjá Góðum samskiptum.