Ræða Gretu Thunberg við Framkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna, António Guterres

Í 25 ár hefur óteljandi fjöldi fólks staðið fyrir framan loftslagsráðstefnur Sameinuðu Þjóðanna, og beðið þjóðarleiðtoga okkar um að stöðva losunina. En, þetta hefur greinilega ekki virkað þar sem losanirnar halda bara áfram að hækka.

Svo ég mun ekki biðja þá um neitt.

Í staðinn, mun ég biðja fjölmiðlana um að byrja að fjalla um hættuástandið sem hættuástand.

Í staðinn, mun ég biðja fólk um allan heim að gera sér grein fyrir því að leiðtogar okkar hafi brugðist okkur.

Vegna þess að við stöndum frammi fyrir tilvistarlegri ógn og það er enginn tími til að halda áfram á þessum vegi vitfirringar.

UN Secretary-General António Guterres and Greta Thunberg
Footage: UNFCCC, Videographer Justin K. Davey

Ríkar þjóðir eins og Svíþjóð þurfa að byrja að minnka losanir um að minnsta kosti 15% á hverju ári til að ná tveggja gráða hlýnunarmarkinu. Maður myndi halda að fjölmiðlar og hver einasti leiðtoga okkar væru ekki að tala um neitt annað — en enginn minnist einu sinni nokkurn tímann á það.

Né talar nánast nokkur um það að við erum í miðri sjöttu fjöldaútrýmingu, þar sem allt að 200 tegundir deyja út á hverjum einasta degi.

Ennfremur, talar enginn nokkurn tíma um þátt efnahagslegs réttlætis, sem kemur skýrt fram alls staðar í Parísarsamningnum, og er algjörlega nauðsynlegur til að hann virki á heimsvísu. Það þýðir að rík lönd eins og mitt þurfi að ná niður í núll losanir, innan 6–12 ára miðað við losunarhraðann í dag, svo að fólk í fátækari löndum geti aukið lífskjör sín með því að byggja suma af þeim innviðum sem við höfum þegar byggt. Eins og sjúkrahús, rafmagn og hreint drykkjarvatn.

Vegna þess að hvernig getum við búist við því að lönd eins og Indland, Kólumbía eða Nígería hugsi um loftslagskreppunna ef við, sem höfum nú þegar allt, hugsum ekki einu sinni í sekúndu um staðfestar skuldbindingar okkar við Parísarsamninginn?

Þannig að þegar skólinn byrjaði í Ágúst á þessu ári, settist ég niður á lóðina fyrir utan Sænska þingið. Ég fór í skólaverkfall fyrir loftslagið.

Sumt fólk segir að ég ætti að vera í skóla í staðinn. Sumt fólk segir að ég ætti að læra til að verða loftslagsfræðingur svo að ég geti “leyst loftslagskreppuna”. En loftslagskreppan hefur nú þegar verið leyst. Við höfum nú þegar allar staðreyndir og lausnir.

Og af hverju ætti ég að vera að læra fyrir framtíð sem gæti ekki verið lengur til bráðum, á meðan enginn er að gera neitt til að bjarga þeirri framtíð? Og hver er tilgangurinn með því að læra staðreyndir þegar mikilvægustu staðreyndirnar hafa klárlega enga merkingu fyrir samfélag okkar?

Í dag notum við 100 milljón tunnur af olíu á hverjum einasta degi. Það er engin pólitík sem breytir því. Það eru engar reglur sem halda þessari olíu í jörðinni.

Svo við getum ekki bjargað heiminum með því að spila eftir reglunum. Vegna þess að reglunum verður að breyta.

Svo við höfum ekki komið hingað til að biðja leiðtoga heimsins um að annast framtíð okkar. Þau hafa hunsað okkur áður og þau munu hunsa okkur aftur.

Við höfum komið hingað til að láta þau vita að breytingar munu koma hvort sem þeim líkar það eða ekki. Fólkið mun rísa upp til að mæta áskoruninni. Og þar sem leiðtogar okkar eru að haga sér eins og börn, munum við þurfa að taka ábyrgðina sem þau hefðu átt að taka fyrir löngu síðan.

Greta Thunberg

The above text is written by Greta Thunberg. It is published with Greta Thunberg’s approval.

Translation made by: Kristófer Jökull Guðmundsson

More from Greta Thunberg;
The rebellion has begun
This 15-year-old Girl Breaks Swedish Law for the Climate
Greta Thunberg: “Sweden is not a Role Model”
Greta Thunberg: Our lives are in your hands

This is the original blog post from Greta Thunberg that the above text was translated from. If you want to add a language that is native to you, please send a email to marten@wedonthavetime.org.

Greta’s initiative is best known as #FridaysForFuture. Every Friday we are all invited to join her and people globally in a local strike to mitigate and put the spotlight on the climate crisis. Use the #FridaysForFuture hashtag go get involved and follow Greta on Twitter.

Facts about We Don’t Have Time

We Don’t Have Time is the world’s largest social network for climate action. Together we are the solution to the climate crisis.
But we are running out of time.
Join us: www.wedonthavetime.org.

--

--

We Don’t Have Time
Greta Thunberg: Translations of Her Own Words

We Don’t Have Time is a review platform for climate action. Together we are the solution to the climate crisis.