Kvöldstund með Ungum Fjárfestum

Haraldur Hugosson
IcelandicStartups
Published in
4 min readNov 11, 2016

On Thursday evening we welcomed guests from Ungir Fjárfestar [Young Investors] to a couple of talks and a panel discussion around investments into startups and the funding environment in Iceland. What follows is a short summary (in Icelandic) of the evening.

Á fimmtudagskvöldið fengum við í heimsókn hóp á vegum Ungra fjárfesta (@ungirfjarfestar). Við kynntum fyrir þeim frumkvöðlastarfsemi á Íslandi og ræddum um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum.

Í upphafi fór Salóme Guðmundsdóttir (@salogud) yfir starfsemi Icelandic Startups og tengsl okkar við fjárfestaumhverfið bæði hér heima og erlendis. Ég (@haraldurhugos) kynnti síðan mögulegar fjármögnunarleiðir sprotafyrirækja og fór yfir tölulegar staðreyndir um fjölda og stærð fjárfestinga í íslenskum sprotafyrirtækjum síðustu ár.

Eftir kynningar tóku við panelumræður sem Agnar Sigmarsson frá Datasmoothie stjórnaði. Hann ræddi við þau Margréti Júlíönu Sigurðardóttir (@margretjuliana) frá RosaMosi og Ásgeir Vísi (@asgeirvisir) frá ApolloX um reynslu þeirra af fjármögnunarferlinu, undirbúningi, fundum, eftirfylgni o.fl.

Umræðurnar sem spunnust í panel og út frá spurningum frá salnum fóru um víðan völl. Við tókum saman nokkur lykilatriði:

Q: Hvernig tæklið þið verðmat (valuation)? Hvernig verðmetið þið fyrirtækin ykkar fyrir viðræður við fjárfesta?

Margrét: Það eru til alls konar reiknilíkön fyrir þetta en ég hugsa þetta út frá þörf fyrirtækisins fyrir fjármagnið; Hvað vantar mig mikinn pening? Hvað á þessi peningur að endast lengi, hvað ætla ég að gera fyrir hann og hvar ætla ég að vera þá? Hvað vil ég eiga mikið í fyrirtækinu þá og hvenær vil ég exita? Svo reynir maður að finna fjárfesti sem hefur trú á því að manni takist þetta og vill vera með.

Agnar: Þetta er svo huglægt.

Margrét: Þetta er bara eins og að selja húsið sitt eða bílinn, það er ekkert eitt rétt verð. Þetta er í rauninni bara skáldsaga og maður verður að standa með henni.

Vísir: Við erum svolítið dilusional. Við erum verðmetnir mjög hátt og þú verður bara að sætta þig við það. Þetta er nefnilega rosalega erfitt, þú veist ekki hvað þú ert að fara að skapa mikið [tekjur] í næsta mánuði, hvað þá eftir einhver ár. Í fyrstu fjármögnun tókum við inn convertable note [breytilegt skuldabréf] sem miðast svo við verðmat í næstu fjármögnun því við vorum alls ekki tilbúnir að setja niður einhverja tölu. Hjá Frumtaki [í næstu fjármögnun] þurftum við svo bara að vera nokkuð kaldir og akkera einhver staðar. Það má hins vegar ekki taka hjartað úr fyrirtækinu [innskot: gefa of mikið til að hvati frumkvöðlanna til að vinna áfram að hugmyndinni minnki eða hverfi]

Ekki taka hjartað úr fyrirtækinu!

Margrét: Þetta er svolítið eins og þegar þú setur húsið á sölu eða bílinn þinn. Hvað get ég fengið fyrir hann?

Q: Hvað ber að varast í frumkvöðlaferlinu?

Agnar: Ekki vinna fyrir aðra nema á ykkar forsendum. Haldið áfram að þróa vöruna sem þið eruð að vinna að og reynið frekar að fá viðskiptavini sem að verða notendur á vörunni ykkur og þjónustið þá.

Vísir: Fjármögnunarferlið tekur mjög mikinn tíma. Frá fyrsta fundi þar sem fjárfestir segir; “Já, þetta er áhugavert”, þá getur tekið 6–9 mánuði að fá peningnn. Það geta allskonar hlutir komið upp á — gerið ráð fyrir því að þetta geti tekið mikinn tíma og mikla vinnu.

Margrét: Gefið ykkur tíma í að leyfa hugmyndinni að þróast. Gerið ráð fyrir því að það séu 99% líkur á því að fyrsta hugmyndin sé ekki besta útgáfan af fyrirtækinu.

Agnar: Hugsið fjármögnunarferlið frá A til Ö. “Ef fyrsta “round” verður svona, annað round verður svona og koll af kolli — hvar stend ég þá?”

Margrét: Horfið líka á hvað fylgir peningunum. Það er vandi hér á Íslandi, það skortir ekki bara fjármagn heldur skortir líka tengsl og þekkingu. Það er gríðarleg margföldun á peningum sem getur komið með aðilum sem hafa þá þætti.

Agnar: Þið getið annars lært þetta allt bara í Shark Tank!

Q: Hvaða ráð getið þið veitt þeim sem eru að velta fyrir sér að fjárfesta í sprotafyrirtækjum?

Vísir: Ég myndi sennilega byrja á því að hafa uppi á englafjárfesti, einhverjum sem hefur reynsluna og þekkinguna af áhættufjárfestingum og fá að taka þátt í fjárfestingu með viðkomandi.

--

--