Stenst þitt fyrirtæki tannburstaprófið?

Salóme Guðmundsd
IcelandicStartups
Published in
2 min readJul 28, 2019
Startup Reykjavik Community Breakfast, 25. júlí 2019

Við Kari Thor Runarsson, stofnandi og forstjóri Authenteq spjölluðum saman í vikunni og fórum yfir áhugaverða vegferð fyrirtækisins frá því að hann tók þátt í Startup Reykjavik árið 2014. Hjá fyrirtækinu, sem er með skrifstofur á Íslandi og í Berlín, starfa nú yfir 30 starfsmenn, en varan kom á markað á síðasta ári.

Starfsemi Authenteq grundvallast á stafrænu auðkenni, lausn sem byggir á blockchain tækninni og er ein sú hraðvirkasta á markaðnum.

Kári sagði viðskiptahraðal á borð við Startup Reykjavik vera frábæran kost fyrir frumkvöðla til að fá aðgang að fjölda sérfræðinga á einu bretti og yfirgripsmikla endurgjöf á viðskiptahugmyndina á sem skemmstum tíma. Fyrirtækið hafði til að mynda upphaflega gengið undir nafninu Verificy en bent á að framburðurinn gæti hugsanlega vafist fyrir fólki [very-fishy?] og var því fljótlega breytt í Authenteq. Þátttaka í viðskiptahröðlum erlendis getur jafnframt verið góð leið til að kynnast sprotaumhverfinu á viðkomandi stað. Að lokinni þátttöku í Startup Reykjavík fékk fyrirtækið boð um þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Bootcamp í Kaupmannahöfn og flutti því næst starfsstöðvar sínar til Berlínar.

Kári sagði það skipta miklu máli fyrir frumkvöðla að búa yfir þrautseigju og gera sér grein fyrir því að uppbygging fyrirtækisins getur tekið langan tíma, blóð, svita og tár. Það skipti því miklu máli að geta stólað á stuðning og skilning frá sínum nánustu. Hann sagði að það væri þó einnig mikilvægt fyrir frumkvöðla að vera meðvitaða um það að snúa sér að öðru ef dræmur áhugi er fyrir vörunni þrátt fyrir að hafa breytt henni og bætt eftir endurgjöf og ábendingar. Þá væri tannbursta prófið (e. the Toothbrush Test) ágætis þumalputtaregla: ef viðskiptavinurinn þinn notar vöruna ekki amk tvisvar á dag þá er ef til vill ekki markaður fyrir hana.

Það vekur m.a. athygli að Authenteq hefur eingöngu tekið inn fjármagn frá erlendum venture sjóðum, fyrst $1,3m árið 2017 og svo $5m í byrjun árs 2019, en Kári segir að þátttaka á Slush hafi spilað stórt hlutverk í þeim árangri. Þangað mæta allir stærstu sjóðirnir í leit að nýjum fjárfestingatækifærum.

Icelandic Startups og Íslandsstofa munu standa fyrir sendiferð á Slush í Helsinki í lok nóvember n.k. og verður fljótlega opnað fyrir skráningar. Fyrir þá sem vilja ekki láta það framhjá sér fara bendum við á póstlista Icelandic Startups.

--

--

Salóme Guðmundsd
IcelandicStartups

CEO @IcelandStartups // Community Building // Accelerating new businesses for high growth // #NordicMade